I-JohnMatrix-I skrifaði:Ef þú ert að vísa í þennan póst frá LTT, þá er þetta nú ekki mikil afsökunarbeiðni að mínu mati. Þykir nú mun meira klúður hjá Apple að nota örgjörva/memory controller sem styður ekki meira en 16gb LPDDR3 í "Pro" vélunum sínum.
Haha, þetta er eins nálægt afsökunarbeiðni og það kemst hjá Linus
Annars þá var ég nokkuð sammála þessari gagnrýni á að bjóða ekki upp á meir en 16gb af vinnsluminni þegar þessar vélar voru kynntar.
En svo fór ég að spá hvort þetta sé ekki svipað og þegar Android menn voru (og eru sumir enn) að gagnrýna iPhone fyrir að hafa almennt helmingi minna vinnsluminni en sambærilegir Android símar?
Svo kom bara í ljós að iPhone-arnir voru (og eru enn) bara almennt hraðari en sambærilegir Android símar þrátt fyrir allt að helmingi minna RAM.
Hérna er skemmtilegur samanburður milli Google Pixel XL og iPhone 7 Plus (byrjar á 1:37).
Ætli svipaða sögu megi ekki segja um Mac tölvurnar?
Hérna er fróðlegt myndband þar sem 12" Macbook (ekki einusinni "Pro" notabene) tekur öflugri Windows Ultrabook gjörsamlega í bakaríið í að klippa og render-a 4K video, þökk sé Final Cut Pro og hversu optimized það er í samanburði við Premiere Pro.
Hérna einnig skemmtilegt blogg þar sem höfundurinn keyrir heilann haug af "Pro" forritum án þess að max-a 16gb MBP tölvuna sína.
Vissulega ber að taka það fram að hann tekur ekki inn í reikninginn alræmdu RAM ætuna (betur þekkt sem Google Chrome), einu raunverulega ástæðan afhverju ég persónulega myndi vilja meira en 16gb af vinnsluminni.
Finnst ég samt knúinn til að taka það fram að ég er enginn Apple fanboy
Nota Apple tölvu í vinnunni en er með PC turn sem ég setti saman sjálfur heima.
Ég er mikið búinn að pæla í þessum nýju MBP þar sem ég þarf að uppfæra vinnutölvuna og ég get svosem sætt mig við þessi 16gb af vinnsluminni og mér gæti ekki verið meira sama um að allt sé lóðað og límt inn í tölvunni. Ég var meirasegja tilbúinn að sætta mig við að þurfa að ganga um með nokkra dongles í töskunni (sem yrðu vonandi óþarfir með tímanum).
En að vera með árs gamla kynslóð af örgjörvum, einhver entry-level AMD skjákort, fækka portum OG hækka verðið um 300 dollara voru dealbreaker-ar fyrir mig... Sem er frekar fúlt því skjárinn á nýju tölvunum er víst gullfallegur...
Ætli ég endi ekki bara á því að fá mér refurbished 2015 Macbook Pro