Tiger skrifaði:depill skrifaði:Ef þetta væri kynnt mánuði, jafnvel 6 mánuður á undan kosningum myndi það hafa áhrif á úrslit kosninga og það er ekki eðlilegt heldur.
Afhverju væri það ekki eðlilegt? Ef fólk er að berjast fyrir gegnsæi og burt með spillingu, myndi ég segja að ekkert annað væri eðlilegra en hafa svona uppá borðum fyrir kosninga.
Vegna þess að fólk er viðkvæmt fyrir peningum alltaf, þótt þetta hefði verið 1% launahækkun myndu samt alltaf núverandi ríkisstjórn ( sem gæti næst verið ríkisstjórn sem þér líka við ) gjalda fyrir það þótt að hún myndi ekki ákveða það sjálf ( enda myndi það aldrei vera eðlilegt ).
Klemmi skrifaði:depill skrifaði:Lestu aðeins það sem ég segi að ofan. Mér finnst 34% launahækkun fáranleg. Ég er að segja þetta er ekki plott hjá núverandi ríkisstjórn að bíða með þetta fram yfir kosningar.
Þú lést fylgja skjáskot án samhengis frá einhverri dömu þar sem það hljómaði eins og gagnrýni á þessar nýjustu fréttir ætti ekki rétt á sér.
Enn framar segir þú að það eigi að djöflast í kjararáði en ekki alþingismönnum. Það er að mínu mati kolvitlaus nálgun þar sem eins og bent hefur verið á, er kjararáð skipað af alþingi og alþingi eitt hefur vald til þess að breyta fyrirkomulaginu.
Svipað eins og þegar menn eru að hamast á Útlendingastofnun, þegar það er nokkuð augljóst að það er enginn vilji frá ríkisstjórninni til að breyta nokkru.
Klemmi, já ég lét fylgja skjáskot ( er að giska að þú sért að tala um frá Facebook ) þar sem ég vitna í það að það sé engin tilviljun hvenær fréttin sé sett út ( hún er aftur ekki að réttlæta launahækkunina ).
Aftur ég hef sagt hér kjararáð er úrelt, mér finnst hugmyndin hans Guðjóns góð varðandi að láta alþingismenn fylgja almennum launahækkunum í þjóðfélaginu. Það eru til fínar vísitölur fyrir það..
Ef við notum launavísitölu og notumst við laun alþingismanna Janúar 2009 - 520.000 kr - launavísital 355,7 þá væru laun alþingismanna í dag 796.738 kr sem væri eðlilegri staður.
En þetta er ekki spilling hvenær þessi yfirlýsing er gefin út og er í samræmi við aðrar launahækkanir sem kjararáð hefur ákveðið. Mér finnst ekkert af því eðlilegt, en mér finnst tímasetningin ekki óeðlilegt sem er punkturinn minn. Kjararáð er ekkert nýtt og aðrir stjórnmálaflokkar hafa alveg fengið séns til að leggja það niður.