GullMoli skrifaði:Sjálfur er ég ekki 100% ákveðinn. Eitt er hinsvegar víst, ég hef engann áhuga á því að hafa Birgittu sem forsætisráðherra.
Hvað eru Píratar eiginlega að gera? Opinbera sig sem vinstri flokk og vilja svo samstarf sem þeir voru alltaf svo rosalega á móti..
Alveg óháð því hvernig flokkur Píratar eru eða hvaða flokkur sem er í rauninni þá tel ég það alltaf neikvætt þegar reynt er svona kapphlaup á undan kosningum og reyna að koma af stað stjórnarmyndunarviðræðum áður en fólk hefur kosið.
Fylgið hjá öllum flokkum er búið að vera á flugi upp og niður síðustu vikur og þarf afskaplega lítið til að flokkar lenda jafnvel í 10% sveiflu á fylgi, liggur við nóg að þingmaður sé í skítugum jakka á þingi og þá minnkar fylgi.
Edit:
Píratar segjast líka ekki vilja mynda stjórn við flokka sem standa ekki við loforð sín. Hefur einhverntíman í sögu landsins flokkur staðið við öll loforð sín?? Þeirra stærsta málefni er stjórnarskráin og rétt vona ég ef þeir fara í stjórn að þeir ná að klára það mál, annars er ég hræddur um að flokkurinn myndi þurrkast út í næstu kosningum.
Stjórnarskráarumræðan gæti endað eins og gömul tugga, ekki ósvipað verðtryggingunni sem hefur verið talað um í örugglega 30-40 ár.