Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Arena77 » Þri 27. Sep 2016 13:39

Mér langar bara vara ykkur við að núna er sá ársrtími sem skipta þarf yfir á vetradekk, Sumar hjólbarðasölur hafa verið að bjóða mjög ódýr kína dekk.
ég hef slæma reynslu af þeim, keypti einn svona umgang haustið 2015, hafði keyrt á þeim í 6 mánuði, mér sagt áðan að þau væru ónýt þar sem þau byrjuðu að glyðna og tærast upp gúmmið á þeim, ætlaði að láta laga dekk sem lak úr. Þetta þýddi að ég þurfti að splæsa í 4 ný dekk.Léleg ending það.
:thumbsd



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf kiddi » Þri 27. Sep 2016 13:52

Já ég tek undir þetta, dýrari dekk eru ansi fljót að borga sig.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf chaplin » Þri 27. Sep 2016 14:05

Eina sem þú sparar ekki í, þegar það kemur að bílnum þínum, eru dekkin.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Klemmi » Þri 27. Sep 2016 14:24

Minni þá sem eru í Stofni hjá Sjóvá á að þeir eru með 25% afslátt af Nokian dekkjum hjá Max1, sýnist það vera bestu kaupin.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Tbot » Þri 27. Sep 2016 14:26

Í dekkjamálum er ekkert til sem heitir ódýr og góð dekk á sama tíma.

Góð dekk hvort sem um er að ræða vetrar eða sumardekk kosta alltaf slatta af peningum.
Þá eru ákveðnir framleiðendur betri en aðrir og getur oftast gengið að vissum gæðum.

Siðan er hægt að deila um hversu hátt á að setja markið.

Þetta eru þeir framleiðendur sem ég hef keypt dekk frá í gegnum árin:
Bridgestone
Michelin
Yokohama

Þeir bílar sem ég hef keypt hafa verið á dekkjum frá öðrum framleiðendum, en ég hef alltaf endað í dekkjum frá þeim sem ég taldi upp.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf vesley » Þri 27. Sep 2016 15:13

Get vottað fyrir þessu. Einn af mínum bestu vinum vinnur á dekkjaverkstæði og hefur hann tekið við mörgum bílum þar sem ódýru sumar/vetrardekkin hafa bókstaflega rifnað undan felgunum, jafnvel þó að dekkin séu ný.

Og oft miðað við endingu eru þessi ódýrustu dekk alls ekki ódýr þar sem gæðameiri framleiðendur nota oft betra efni og þar af leiðandi endast dekkin lengur og jafnvel bjarga manni frá tjóni.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Dagur » Þri 27. Sep 2016 15:30

Ég bendi líka á að félagsaðild að FÍB kostar 7.500kr, það gæti borgað sig að gerast meðlimur þótt að það væri bara til þess að fá afslátt af dekkjum

http://www.fib.is/is/thjonusta/afslaett ... hjolbardar



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf vesi » Þri 27. Sep 2016 15:54

chaplin skrifaði:Eina sem þú sparar ekki í, þegar það kemur að bílnum þínum, eru dekkin.


og bremsur.. þ.e borðar/klossar og diskar


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf methylman » Þri 27. Sep 2016 17:17

Danir eru nokkuð glúrnir í því að kasta ekki krónunum í vindinn http://www.fdm.dk/biler/biludstyr/daek/ ... t-oversigt

15" algeng stærð http://www.fdm.dk/biler/biludstyr/daek/ ... 18565-r15t

Er næstum viss um það að Verslanakeðjudekk fengust ekki seld þar :knockedout


Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.


netscream
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 11. Feb 2009 20:36
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf netscream » Mið 28. Sep 2016 08:41

Ég ek nú reyndar sjálfur á benz, sem flestir vita að er afturhjóladrifinn, ég er að fara að henda undir árs gömlu "ódýru" sailun dekkjunum sem ég keypti í fyrra, lítið slit, geggjað grip, nær ekkert hljóð. Mér persónulega finnst þau koma mikið betur út heldur en Bridgestone dekkin sem voru undir honum þegar ég keypti hann, en ég viðurkenni að ég hefði ekki keypt þau nema hafa reynslu af þeim fyrir.
Það er alveg hægt að kaupa góð dekk á "lægri" upphæðir, þótt það séu kínadekk, það munaði um tvöföldu verði miðað við þessi "góðu dýru" dekk.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Tbot » Mið 28. Sep 2016 10:55

Þeir framleiðendur sem ég taldi upp hafa reynst mér best, en það er sama þar að gerðirnar frá þeim geta verið misjafnar.

En heilt yfir þá reynast dekk betur frá þekktum framleiðendum heldur en Kína dekkin.



Skjámynd

EOS
has spoken...
Póstar: 192
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 19:38
Reputation: 37
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf EOS » Mið 28. Sep 2016 13:43

Yokohama eru þau einu sem hafa reynst mér vel :/ Hef keypt rándýr dekk og svo hræódýr og þau eru öll "lala" miðað við mína reynslu af Yokohama.


Turn: Intel i5 6500 - ASRock Z170M Pro4S - 16gb Kingston DDR4 HyperX Black Fury 2666 - Samsung Evo 850 250gb - EVGA GTX970SSC 4gb - CoolerMaster Silencio 352 - EVGA 500B 80+ Bronze - Windows 10
Skjár: AOC 27" LED 144Hz
Annað: Trust GXT 285 - Corsair M65 Pro RGB

Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Lallistori » Mið 28. Sep 2016 15:29

Mæli með Hankook dekkjunum, er að fara inn í minn 3 vetur á nagladekkjunum sem eiga nóg eftir :happy


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf vesley » Mið 28. Sep 2016 15:46

Lallistori skrifaði:Mæli með Hankook dekkjunum, er að fara inn í minn 3 vetur á nagladekkjunum sem eiga nóg eftir :happy


Átti einmitt Hankook Winter I Pike ónelgd, var búinn að fara 30.000km á dekkjunum áður en ég seldi bílinn og var varla búinn að taka eftir sliti í dekkjunum.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf HalistaX » Fös 30. Sep 2016 19:38

Þó "því dýrara því betra" eigi ekki endilega við hér, þá hefur það alltaf verið höfuð regla hjá mér og minni fjölskyldu að ef það er of gott til að vera satt að fá umganginn á undir 80k, þá er það það, of gott til að vera satt þar að segja.

Er sjálfur á einhverjum afnelgdum vetrardekkjum og ég er ekki frá því að tvö dekkin leki... Það þarf að fjárfesta góðum hundraðkalli í góð dekk fyrir veturinn og svo almennileg sumardekk í vor og henda þessum úr plokkuðu nagladekkjum sem ég er á.

Eins og Chaplin, my main man, sagði; Dekkin er það eina sem maður sparar ekki í hvað varðar bílinn.

Farið nú varlega inní veturinn drengir, mér þykir vænt um ykkur alla! :D


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Höfundur
Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Arena77 » Fim 06. Okt 2016 16:19

Félagi minn var á dekkjaverkstæði áðan og var boðið svaka tilboð á umgangi, sem átti að hafa kostað 130.000 en hann gat fengið þau á 58.000.
Hann ætlaði að hugsa málið og googlaði dekkinn og var allt made in china. það er ágæt regla að googla dekk sem ykkur er boðin sem heita einhverju nafni enginn kannast við. [-X




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Tesli » Þri 25. Okt 2016 12:49

Mér langar að halda þessari umræðu aðeins gangandi því ég er að leita mér að dekkjum og það snjóaði smá í morgun :mad1 .
Ég er með 17" felgur og vill eingöngu nagladekk.
Málið er að mér langar í góð nagladekk en þau eru svo svívirðilega dýr á 17" dekk.
Nokian HAKKAPELIITTA 8 dekk kosta til dæmis 50.000kr meira í 17" en í 16". (með afslætti)

Því spyr ég ykkur bílanörda:
Ætti ég að kaupa
a) 16" felgur + 16" Nokian = sirka 40.000kr + 100.000kr =140.000kr
b) 17" Nokian = 150.000kr

Veit að ég spara umfelgun með öðru felgusetti. Nýju felgurnar væru ljótar, en mér er svosem sama.

Eða ætti ég kanski að fara í önnur dekk eða einhverjar aðrar pælingar?
Eru svona dýr og góð dekk þess virði miðað við ódýrari?
Er betra/verra/þæginlegra/óþæginlegra að vera á einu eða tveim felgu settum?

Ég er alveg tvístígandi og næ ekki að klára dæmið :crazy



Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf PikNik » Þri 25. Okt 2016 12:55

Tesli skrifaði:Mér langar að halda þessari umræðu aðeins gangandi því ég er að leita mér að dekkjum og það snjóaði smá í morgun :mad1 .
Ég er með 17" felgur og vill eingöngu nagladekk.
Málið er að mér langar í góð nagladekk en þau eru svo svívirðilega dýr á 17" dekk.
Nokian HAKKAPELIITTA 8 dekk kosta til dæmis 50.000kr meira í 17" en í 16". (með afslætti)

Því spyr ég ykkur bílanörda:
Ætti ég að kaupa
a) 16" felgur + 16" Nokian = sirka 40.000kr + 100.000kr =140.000kr
b) 17" Nokian = 150.000kr

Veit að ég spara umfelgun með öðru felgusetti. Nýju felgurnar væru ljótar, en mér er svosem sama.

Eða ætti ég kanski að fara í önnur dekk eða einhverjar aðrar pælingar?
Eru svona dýr og góð dekk þess virði miðað við ódýrari?
Er betra/verra/þæginlegra/óþæginlegra að vera á einu eða tveim felgu settum?

Ég er alveg tvístígandi og næ ekki að klára dæmið :crazy


Hvaða dekkjastærð ertu að notast við? 225/50/17?




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Tesli » Þri 25. Okt 2016 13:07

PikNik skrifaði:Hvaða dekkjastærð ertu að notast við? 225/50/17?


Er með 215/55/17



Skjámynd

PikNik
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Mið 29. Sep 2010 17:11
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf PikNik » Þri 25. Okt 2016 13:21

Spurning er líka hvort þú getir ekki farið í "algengari" stærð. 4stk af Yokohama iG55 nagladekkjum 215/55 er 130.596 á fullu verði hjá Dekkjahöllini,
Svo getum við líka farið einu skrefi neðar, Hankook W-419 4stk 215/50 á 116.100 kr í Dekkjahúsinu. Hankook dekkin eru að koma virkilega vel út segja dekkjastrákarnir hér í Toyota.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf bigggan » Þri 25. Okt 2016 15:06

Tesli skrifaði:Mér langar að halda þessari umræðu aðeins gangandi því ég er að leita mér að dekkjum og það snjóaði smá í morgun :mad1 .
Ég er með 17" felgur og vill eingöngu nagladekk.
Málið er að mér langar í góð nagladekk en þau eru svo svívirðilega dýr á 17" dekk.
Nokian HAKKAPELIITTA 8 dekk kosta til dæmis 50.000kr meira í 17" en í 16". (með afslætti)

Því spyr ég ykkur bílanörda:
Ætti ég að kaupa
a) 16" felgur + 16" Nokian = sirka 40.000kr + 100.000kr =140.000kr
b) 17" Nokian = 150.000kr

Veit að ég spara umfelgun með öðru felgusetti. Nýju felgurnar væru ljótar, en mér er svosem sama.

Eða ætti ég kanski að fara í önnur dekk eða einhverjar aðrar pælingar?
Eru svona dýr og góð dekk þess virði miðað við ódýrari?
Er betra/verra/þæginlegra/óþæginlegra að vera á einu eða tveim felgu settum?

Ég er alveg tvístígandi og næ ekki að klára dæmið :crazy


Þú kaupir tvö ný dekk og setur að aftan og færir þau gömlu fram. Gildir ef þú ert með framhjoladrif, öfugt ef afturhjóladrif.

Annars þá var norska vetrardekkja samanburðinum að koma út og þar var Nokian og continental tvö efstu sætin https://www.naf.no/forbrukertester/dekk ... test-2016/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf GuðjónR » Þri 25. Okt 2016 17:55

[quote="bigggan"][quote="Tesli"]
Þú kaupir tvö ný dekk og setur að aftan og færir þau gömlu fram. Gildir ef þú ert með framhjoladrif, öfugt ef afturhjóladrif./quote]
Ég myndi ALLTAF hafa betri dekkin að framan, hvort sem bíllinn er aftur eða framjóladrifinn.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Klemmi » Þri 25. Okt 2016 18:49

GuðjónR skrifaði:Ég myndi ALLTAF hafa betri dekkin að framan, hvort sem bíllinn er aftur eða framjóladrifinn.


Tek undir með því... það eru framdekkinn sem stýra bílnum og meira álag á þau þegar bremsað er, mikilvægast að þau séu með gott veggrip.

Ég sparaði í dekkjum þangað til ég renndi mér á vegrið eftir eitt af fyrstu frostunum 2013, gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil hálka var og byrjaði bara allt í einu að skauta. Engar skemmdir eða meiðsli á neinu nema bílnum, hefði geta farið mikið verr ef ég hefði rennt mér á ljósastaur, framan á einhvern eða bara gangandi vegfarenda.
Eftir þetta atvik hef ég keypt vandaðari dekk og ekki reynt að láta dekkin "endast einn vetur enn".



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf Moldvarpan » Þri 25. Okt 2016 20:17

Svo er líka bara að keyra varlega á veturnar.

Ekki vera að flýta sér og hafa augun á veginum.

Auðvitað hjálpa góð dekk, en þau segja ekki allt.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Varið ykkur á ódýrum dekkjum

Pósturaf DJOli » Mið 26. Okt 2016 14:50

Tek undir þetta með ódýru dekkinn. fékk einhversstaðar nýjan umgang á 15" fyrir 54 þúsara. Dauðsé eftir því, enda hafa dekkin verið alveg hræðileg. Ofan á að slitna ógeðslega hægt, bjóða upp á hrikalegt yfirborðsgrip, þá eru þrjú búin að eyðileggjast á einu ári, og ég hef ekki spáð í að hafa til peninga fyrir nýjum umgang þess á milli. Kaupi nýjan umgang á amk 80k næst.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|