Mig vantar góðan HDMI2 kapal, kapal sem getur flutt 4k efni í 60Hz án þess að selja hægri höndina.
Er búinn að skoða þetta svolítið en finn mjög litlar upplýsingar hjá söluaðilum nema á snúrum sem kosta yfir 10k.
T.D er u þessar HDMI 1.4 eða HDMI 2?
linkur 1
linkur 2
linkur 3
Dýrir kaplar með uppgefnum speccum:
linkur 4
linkur 5
Ég er með þrjá kapla, á tveimur stendur HDMI 1.3 og á einum stendur HDMI Standard ...
Ælta að tengja tölvu við TV og spila efni í 4k upplausn, þarf því HDMI 2 kapal sem ræður við 4k @60Hz.
HDMI 1.3 eru líklega úreldir þannig að venjulegir HDMI2 kaplar @30Hz ættu að vera í fínu lagi (AppleTV og IPTV)
Any thoughts?
Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Will I need to buy new HDMI 2.0 cables?
That depends. You can use your existing HDMI cables with new HDMI 2.0 connections as the connectors themselves haven't changed. While there's no such thing as an HDMI 2.0 cable per se, displaying 4K at 50/60Hz will require a High Speed/Category 2 HDMI cable. You can pick one up for a few pounds/dollars online. Don't spend any more.
That depends. You can use your existing HDMI cables with new HDMI 2.0 connections as the connectors themselves haven't changed. While there's no such thing as an HDMI 2.0 cable per se, displaying 4K at 50/60Hz will require a High Speed/Category 2 HDMI cable. You can pick one up for a few pounds/dollars online. Don't spend any more.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Getur notað hvaða HDMI kapal sem er, svo framarlega sem hann er í lagi. HDMI 2.0 er physically alveg eins og HDMI 1.x (kaplarnir og tengin)
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Að merkja kapla með hdmi version er bara sölutrykk, það er ekkert version á köplum eins og version með tengin, það eru bara tengin sem eru með version. Bara high speed cable er nóg.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Var byrjaður að skrifa þetta svar en póstaði aldrei. Skelli því inn núna sem n.k. samantekt á því sem aðrir hafa sagt í sambærilegum þráðum fyrir þá sem detta í svona pælingar í framtíðinni. Soldið seinn en hey...
HDMI stofnunin skiptir köplum í nokkra flokka nú til dags: Standard (category I) með/án Ethernet, High Speed (category II) með/án Ethernet, bíla og Premium. Engin version númer þarna enda eiga þau bara við um tækin sem tengt er við.
Ef kapall er sagður vera High Speed þá á hann að geta flutt 10,2 Gbps / 4k@30Hz ef tækin eru með HDMI 1.4. Tæki með útgáfu 2.0 nota betri aðferð við merkjaflutning þannig að það er hægt að flytja 18 Gbps / 4k@60Hz með sama high speed kapli. Aftur: Ef kapallinn er auðkenndur sem High Speed þá á að vera tryggt að hann ræður við þetta - ef hann ræður ekki við þetta þá einfaldlega ætti hann ekki að vera auðkenndur sem High Speed (fölsun?).
Það eru semsagt tækin sem þurfa að styðja HDMI 2.0, ekki kapallinn. Ef tæki styður HDMI 2.0 þá getur það sent merki á þennan hagkvæmari hátt eftir sama High Speed kaplinum og 1.3 eða 1.4 tæki notuðu til að flytja verra merki.
Kapallinn sem þú átt sem er merktur HDMI standard gengur væntanlega ekki, en HDMI 1.3 kaplarnir gætu gengið og ættu að ganga ef þeir eru certified Category 2 / High Speed. "Venjulegir HDMI2 kaplar @30Hz" ættu að vera í fínu lagi. Gamla HDMI 1.4 tækið þitt réð bara við 4k@30Hz en nú ertu kominn með tæki með HDMI 2.0 þannig að betri flutningsaðferð þýðir að hægt er að senda 4k@60Hz eftir þessum sama kapli.
Af köplunum sem þú linkar á uppfylla nr. 2-4 pottþétt það sem þú þarft. Ekki hægt að fullyrða með 1 en það eru 99% líkur á að hann sé líka það sem þú ert að leita eftir.
Ef þú ætlar að kaupa nýjan kapal fyrir venjulega heimilisnotkun skaltu bara kaupa ódýran kapal sem er merktur High Speed og jafnvel annaðhvort HDMI 1.4 eða HDMI 2.0 (stundum er minnst á 18Gbps eða 10Gbps flutningsgetu). Allir þessir kaplar ráða við 4k@60Hz ef merkingarnar á þeim eru ekki lygi. Ekki láta hafa þig að fífli með einhverjum 10þús kr. köplum.
Það sem þarf að varast eru eins og áður segir falsanir (merktir High Speed Certified en uppfylla ekki skilyrðin) og léleg framleiðsla (skermun, kápa -> ending). Held það sé almennt hægt að treysta helstu verslunum hér á landi til að halda uppi standard og selja þokkalegar vörur sem standa við það sem gefið er upp.
Það er hægt að fá kapla sem uppfylla þessi skilyrði í Elko og öllum helstu tölvuverslunum og þeir kosta frá svona 2þús. Ef þú hefur þolinmæði til að bíða í 3-4 vikur geturðu sparað pening með því að versla beint frá Kína.
Það kann að hljóma undarlega að það sé hægt að flytja miklu betra merki með sama kaplinum. Maður er einhvern veginn orðinn vanur því að nýrri og betri tækni fylgja oft nýjir kaplar auk þess sem markaðsdeildirnar eru duglegar að skella tækniorðum, skammstöfunum og hærri tölum á vörur til að gera þær söluvænlegri. Langar samt að benda á tvö dæmi:
1. Símalínurnar. Þegar ég var krakki var boðið upp á 28.8kbps Internettengingu og ekki hægt að tala í símann á sama tíma ef bara ein lína. Síðan varð það 33.6, 56k, ISDN, ADSL, ... Núna er maður með ljósnet allt að 100Mbps og síma á sama tíma. Skilst að það sé stefnt á 1Gbps í nánustu framtíð. Samt sama gamla koparlínan í húsinu.
2. Coax. Frá analog sendingum yfir í fullt af stöðvum margar hverjar HD. Sami coax kapallinn í húsinu.
Miklar framfarir. Það sem hefur breyst er endabúnaðurinn. Tæknin sem mótar, sendir, tekur á móti og afmótar merkinu. Ekki kapallinn.
HDMI stofnunin skiptir köplum í nokkra flokka nú til dags: Standard (category I) með/án Ethernet, High Speed (category II) með/án Ethernet, bíla og Premium. Engin version númer þarna enda eiga þau bara við um tækin sem tengt er við.
Ef kapall er sagður vera High Speed þá á hann að geta flutt 10,2 Gbps / 4k@30Hz ef tækin eru með HDMI 1.4. Tæki með útgáfu 2.0 nota betri aðferð við merkjaflutning þannig að það er hægt að flytja 18 Gbps / 4k@60Hz með sama high speed kapli. Aftur: Ef kapallinn er auðkenndur sem High Speed þá á að vera tryggt að hann ræður við þetta - ef hann ræður ekki við þetta þá einfaldlega ætti hann ekki að vera auðkenndur sem High Speed (fölsun?).
Það eru semsagt tækin sem þurfa að styðja HDMI 2.0, ekki kapallinn. Ef tæki styður HDMI 2.0 þá getur það sent merki á þennan hagkvæmari hátt eftir sama High Speed kaplinum og 1.3 eða 1.4 tæki notuðu til að flytja verra merki.
Kapallinn sem þú átt sem er merktur HDMI standard gengur væntanlega ekki, en HDMI 1.3 kaplarnir gætu gengið og ættu að ganga ef þeir eru certified Category 2 / High Speed. "Venjulegir HDMI2 kaplar @30Hz" ættu að vera í fínu lagi. Gamla HDMI 1.4 tækið þitt réð bara við 4k@30Hz en nú ertu kominn með tæki með HDMI 2.0 þannig að betri flutningsaðferð þýðir að hægt er að senda 4k@60Hz eftir þessum sama kapli.
Af köplunum sem þú linkar á uppfylla nr. 2-4 pottþétt það sem þú þarft. Ekki hægt að fullyrða með 1 en það eru 99% líkur á að hann sé líka það sem þú ert að leita eftir.
Ef þú ætlar að kaupa nýjan kapal fyrir venjulega heimilisnotkun skaltu bara kaupa ódýran kapal sem er merktur High Speed og jafnvel annaðhvort HDMI 1.4 eða HDMI 2.0 (stundum er minnst á 18Gbps eða 10Gbps flutningsgetu). Allir þessir kaplar ráða við 4k@60Hz ef merkingarnar á þeim eru ekki lygi. Ekki láta hafa þig að fífli með einhverjum 10þús kr. köplum.
Það sem þarf að varast eru eins og áður segir falsanir (merktir High Speed Certified en uppfylla ekki skilyrðin) og léleg framleiðsla (skermun, kápa -> ending). Held það sé almennt hægt að treysta helstu verslunum hér á landi til að halda uppi standard og selja þokkalegar vörur sem standa við það sem gefið er upp.
Það er hægt að fá kapla sem uppfylla þessi skilyrði í Elko og öllum helstu tölvuverslunum og þeir kosta frá svona 2þús. Ef þú hefur þolinmæði til að bíða í 3-4 vikur geturðu sparað pening með því að versla beint frá Kína.
Það kann að hljóma undarlega að það sé hægt að flytja miklu betra merki með sama kaplinum. Maður er einhvern veginn orðinn vanur því að nýrri og betri tækni fylgja oft nýjir kaplar auk þess sem markaðsdeildirnar eru duglegar að skella tækniorðum, skammstöfunum og hærri tölum á vörur til að gera þær söluvænlegri. Langar samt að benda á tvö dæmi:
1. Símalínurnar. Þegar ég var krakki var boðið upp á 28.8kbps Internettengingu og ekki hægt að tala í símann á sama tíma ef bara ein lína. Síðan varð það 33.6, 56k, ISDN, ADSL, ... Núna er maður með ljósnet allt að 100Mbps og síma á sama tíma. Skilst að það sé stefnt á 1Gbps í nánustu framtíð. Samt sama gamla koparlínan í húsinu.
2. Coax. Frá analog sendingum yfir í fullt af stöðvum margar hverjar HD. Sami coax kapallinn í húsinu.
Miklar framfarir. Það sem hefur breyst er endabúnaðurinn. Tæknin sem mótar, sendir, tekur á móti og afmótar merkinu. Ekki kapallinn.
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
Varla hægt að lýsa þessu betur en þetta frappsi vel gert
Þetta HDMI version á köpplum er bara að rugla fólk.
Þetta HDMI version á köpplum er bara að rugla fólk.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvar fást góðir HDMI2 kaplar?
hagur skrifaði:Getur notað hvaða HDMI kapal sem er, svo framarlega sem hann er í lagi. HDMI 2.0 er physically alveg eins og HDMI 1.x (kaplarnir og tengin)
Allavegana færðu ekki nógu góða á ebay. Búinn að brenna mig á því.