Sælir vaktarar
Ég fékk mér nýtt sjónvarp núna nýlega, fór að fikta í stillingum til að fá það mesta út úr því, ég fór nú bara svona eftir því sem sérfræðingarnir mældu með (var með avsforums og rtings stillingar) , eins og á svo mörgum samsung tækjum þá var það "movie mode" sem var svona næst og svo voru smávægilegar breytingar. Nú eftir nokkurn tíma til að venjast finnst mér ennþá vera gulur tónn yfir tækinu og ekki skánar það við að prufa color calibration stillingar frá einhverjum öðrum.
Allavega, mig er farið að langa að kvarða tækið vegna þess ég veit ég á eftir að gera mig geðveikan þangað til ég fæ bara eitthvað sem ég veit að er rétt . Eru einhverjir hér sem eru álíka ruglaðir og hafa dottið inn á svona pælingar? Hvernig er best að snúa sér í þessu, er einhver hér sem á svona colorimeter sem myndi vilja lána hann gegn einhverju samkomulagi? Eru aðilar á Íslandi sem bjóða upp á svona þjónustu á sanngjörnu verði?
Color calibration á sjónvarpi
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Ef þú ert heppinn þá er einhver hjá umboðinu sem nennir að standa í þessu fyrir þig, en það verður líklega ekki ódýrt því þetta væri þá væntanlega rafeindavirki.
Re: Color calibration á sjónvarpi
Bara atvinnumenn í calibration sem geta gert þetta almennilega isf certified eða thx certified gæjar sem eru ekki á íslandi. Getur fiktað í Contrast, Brightness, Color, og sharpness, hitt grayscale og þetta er misjafn á hverju tæki fyrir sig. Því varla hægt að herma eftir hjá öðrum.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
THX certified? Er það eitthvað kvöldnámskeið? Efast um að hann þurfi að fara með sjónvarpið á CAL-lab til að stilla liti í sjónvarpi...
Re: Color calibration á sjónvarpi
Gulur tónn segir hann, það hjómar eins og grayscale vandamál. ekki bara colors.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: Color calibration á sjónvarpi
svanur08 skrifaði:Gulur tónn segir hann, það hjómar eins og grayscale vandamál. ekki bara colors.
Update: eða Color Management eins og það kallast, sem er svipað og með grayscale.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Geek
- Póstar: 837
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 146
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Ég keypti mér græjur í þetta fyrir nokkrum árum,(sem eru því miður týndar) til að geta stillt bíóið hjá mér almennilega. Það var ekkert mjög erfitt að stilla allt eins og maður vildi, vopnaður tækjum og interneti
http://www.color-management-guide.com/calibrate-hd-tv-plasma-monitor-video-projector.html tékkaðu á þessu.
http://www.color-management-guide.com/spyder4tv-hd-review.html þessi er t.d ekki dýr.
http://www.color-management-guide.com/calibrate-hd-tv-plasma-monitor-video-projector.html tékkaðu á þessu.
http://www.color-management-guide.com/spyder4tv-hd-review.html þessi er t.d ekki dýr.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Já, ég er að tala um að fara í color management og white adjustments. svanur08 ég geri mér grein fyrir að hér sé munur á hverju tæki (enda tók ég fram að ég væri óánægður með stillingar úr öðru tæki). Þess vegna fór ég að tala um colorimeter. Jonsig, hvað gerir rafeindavirkja hæfari til þess að vinna þetta verk en einhvern annan? Hér er um að ræða mælitæki sem tengist með usb í tölvu og hugbúnað (bæði frír, eins og HCFR og keyptur t.d. chromapure), stillingarnar eru allar í boði inni í menu í sjónvarpinu (áður fyrr var hluti af þessu í secret menus)... Er ég að misskilja þetta eitthvað - ég er ekki að sjá að ég þurfi mann sem hefur lokið einhverju námskeiði, og hvað þá sérhæfðu námi sem tengist þessu afar takmarkað (nema að það sé einhver hluti af námi í rafeindavirkjun að þjálfa litapalettuna til þess að gera þetta fríhendis) til þess að rukka mig fyrir þetta - ég hefði gaman af því að eyða mínum eigin tíma í þetta.
Hrotti, mér sýnist þú vera eitthvað nær því sem ég vildi gera, mér líst frekar vel á þennan spyder4tv - hann virðist koma með hugbúnaði. Ég hugsa að ef einhver náinn manni fari til bandaríkjanna fljótlega þá sé þetta nobrainer - ég fæ örugglega aldrei neinn til að gera þetta fyrir mig á betra verði en bara það sem þessi spyder kostar.
Nema einhver eigi svona spyder og vilji leigja mér hann?
Hrotti, mér sýnist þú vera eitthvað nær því sem ég vildi gera, mér líst frekar vel á þennan spyder4tv - hann virðist koma með hugbúnaði. Ég hugsa að ef einhver náinn manni fari til bandaríkjanna fljótlega þá sé þetta nobrainer - ég fæ örugglega aldrei neinn til að gera þetta fyrir mig á betra verði en bara það sem þessi spyder kostar.
Nema einhver eigi svona spyder og vilji leigja mér hann?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Ég er að tala um fagmenn sem gera ekkert allan daginn annað en að servica svona tæki og endurstilla eftir warranty repair. Ef einhver þeirra deilir þessu áhugamáli þá ertu kominn í jackpot
Re: Color calibration á sjónvarpi
Það væri sweet að hafa tv-ið 100% rétt calibrated.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Ég hugsa að maður geti aldrei gert þær kröfur með ódýran(ish) mæli sem áhugamaður að fá liti eitthvað 100%, en maður getur sennilega komist nær því rétta en out of the box. Við erum að tala um mælitæki, sem um gildir eins og önnur mælitæki að það hefur ákveðna skekkju og óáreiðanleika í mælingum, sömuleiðis myndast svo einhver frávik sökum notanda etc þannig 100% réttir litir er ekki til í þessu .
Ég skoðaði þetta eitthvað frameftir í gær, þetta ætti ekki að vera neitt stórkostlegt mál að gera þetta sjálfur en er svona leiðinlega dýrt kannski (amk ef maður er ég og sættir sig ekki við ódýra mæla). Þeas ég er kominn á það að ef ég ætti að gera þetta þá myndi ég vilja fara í i1display pro frá x-rite, það er mælir sem er með töluvert betri endingartíma en spyder ásamt því að vera töluvert nákvæmari out of the box (spyder mælarnir faila á dökkum litum). Sá mælir fæst á 2 stöðum á íslandi á 40 þúsund á báðum. Virðist ekki standa til boða að leigja hann enda eru þetta viðkvæm tæki og eflaust erfitt að halda úti einhverri leigu á þessu (þó ég væri sennilega til í að greiða alveg 10k fyrir að fá svona heim yfir helgi).
Element sem gerir þessa DIY leið aðeins súrari er samt klárlega þessir endingartímar, spyder mælir er ekki áreiðanlegri en out of the box calibration á sjónvarpi eftir 2-3 ár, þannig maður er ekki mikið betur settur með keyptan mæli en bara að greiða fyrir staka kvörðun ef það væri í boði. i1display á að endast lengur en ekkert er gefið upp og lítið hægt að tryggja í þannig málum (eflaust unit to unit variance og því erfitt að segja), það kostar eins og tækið að fá þetta endurkvarðað. Þetta þýðir að fyrir svona mann eins og mig, þá sennilega mun hann alltaf ná bara að fylgja núverandi sjónvarpi og ekki endast í það næsta. Jú ég get endurcalibratað sjónvarpið á hálfs árs fresti eða svo ef á á mælinn sjálfur sem er svosem ágætis kostur (skjáir geta breyst með tíma, en við erum samt að horfa á eitthvað voðalega mikið nitpicking) og sömuleiðis get ég kvarðað alla skjái í húsinu (en ekki bara 1 sjónvarp). Nú þarf maður að gera upp við sig hvort peace of mind og það að fá rétta liti í sjónvarp sé 40.000 króna virði
edit: hér er guide fyrir calibration með hcfr fyrir áhugasama, updated guidinn notar hugbúnað sem kostar þannig sá gamli er eiginlega meira relevant. http://www.curtpalme.com/forum/viewtopic.php?t=10457
Ég skoðaði þetta eitthvað frameftir í gær, þetta ætti ekki að vera neitt stórkostlegt mál að gera þetta sjálfur en er svona leiðinlega dýrt kannski (amk ef maður er ég og sættir sig ekki við ódýra mæla). Þeas ég er kominn á það að ef ég ætti að gera þetta þá myndi ég vilja fara í i1display pro frá x-rite, það er mælir sem er með töluvert betri endingartíma en spyder ásamt því að vera töluvert nákvæmari out of the box (spyder mælarnir faila á dökkum litum). Sá mælir fæst á 2 stöðum á íslandi á 40 þúsund á báðum. Virðist ekki standa til boða að leigja hann enda eru þetta viðkvæm tæki og eflaust erfitt að halda úti einhverri leigu á þessu (þó ég væri sennilega til í að greiða alveg 10k fyrir að fá svona heim yfir helgi).
Element sem gerir þessa DIY leið aðeins súrari er samt klárlega þessir endingartímar, spyder mælir er ekki áreiðanlegri en out of the box calibration á sjónvarpi eftir 2-3 ár, þannig maður er ekki mikið betur settur með keyptan mæli en bara að greiða fyrir staka kvörðun ef það væri í boði. i1display á að endast lengur en ekkert er gefið upp og lítið hægt að tryggja í þannig málum (eflaust unit to unit variance og því erfitt að segja), það kostar eins og tækið að fá þetta endurkvarðað. Þetta þýðir að fyrir svona mann eins og mig, þá sennilega mun hann alltaf ná bara að fylgja núverandi sjónvarpi og ekki endast í það næsta. Jú ég get endurcalibratað sjónvarpið á hálfs árs fresti eða svo ef á á mælinn sjálfur sem er svosem ágætis kostur (skjáir geta breyst með tíma, en við erum samt að horfa á eitthvað voðalega mikið nitpicking) og sömuleiðis get ég kvarðað alla skjái í húsinu (en ekki bara 1 sjónvarp). Nú þarf maður að gera upp við sig hvort peace of mind og það að fá rétta liti í sjónvarp sé 40.000 króna virði
edit: hér er guide fyrir calibration með hcfr fyrir áhugasama, updated guidinn notar hugbúnað sem kostar þannig sá gamli er eiginlega meira relevant. http://www.curtpalme.com/forum/viewtopic.php?t=10457
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Color calibration á sjónvarpi
Senda sjónvarpið út ? You get what you pay for " á sérstaklega vel við um mæla.
En að senda simplíska mæla í Cal-lab eru 10-30 þúsund krónur með shipping.
En að senda simplíska mæla í Cal-lab eru 10-30 þúsund krónur með shipping.