Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Allt utan efnis

Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 05. Ágú 2016 00:50

Sælir vaktarar.

Ég er að reyna að fikra mig í bíllausan lífsstíl og þá verður ekki jafn auðvelt að dröslast með fullt af drasli með sér. Það var ekkert mál að vera með sitthvoran pokann fyrir ræktardót og fartölvudótið þegar maður gat geymt þetta í bílnum, en núna þegar ég verð á hjóli myndi ég vilja troða þessu bæði í sama bakpokann. Er ekki einhver hérna í sömu sporum og ég og getur bent mér á góðan bakpoka með stóru hólfi sem rúmar ræktarföt, skó og handklæði og aðskildu hólfi fyrir þunna fartölvu (Macbook Air 13")?



Skjámynd

OddBall
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Þri 22. Okt 2013 17:05
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf OddBall » Fös 05. Ágú 2016 02:18

ég á svipaðan þessum sem ég fékk í Eymundsson

http://www.eymundsson.is/nanar/?product ... 155d691f30



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6379
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf worghal » Fös 05. Ágú 2016 12:53

Ég á bakpoka frá Slappa sem er með fáranlega miklu plássi og mjög þægilegur á bakið.
Getur pantað custom poka líka upp að einhverju leiti.
Er með þennan http://www.slappa.com/MASK-High-Five-17 ... gory=56016 mæli með þeim :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 05. Ágú 2016 13:38

OddBall skrifaði:ég á svipaðan þessum sem ég fékk í Eymundsson

http://www.eymundsson.is/nanar/?product ... 155d691f30


Ég hoppaði í Eymundsson núna áðan að skoða þennan poka. Hann er með sama galla og flestir bakpokarnir sem ég hef skoðað; mjög stórt aftasta hólf þar sem fartölvuvasinn er, en fremra hólfið er síðan lítið. Ef ég vil aðskilja ræktardótið frá tölvudótinu væri miklu betra að fartölvuvasinn væri í hólfi sem rétt rúmaði tölvuna en hitt hólfið væri þá talsvert stærra.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7543
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf rapport » Fös 05. Ágú 2016 15:22

https://www.facebook.com/Timbuk2Iceland/

Þau sérhæfa sig í töskum + ég veit að vörurnar þarna eru þrusu vandaðar og efni sérvalin, meira að segja hægt að fá "vegan" tösku ef þú ert þannig þenkjandi.

Tengdaforeldrarnir eru með þrjú sett af hjólum (3x2 = 6 hjól) og gengu svo langt að kaupa töksusett fyrir þau öll m.v. í hvað ætti að nota hjólin, hversdagslegt eða ferðalög.

Keypti veskið mitt þarna sem ég er þrusu ánægður með + risa æfingatösku sem eldri stelpðan mín notar þegar hún fer í keppnisferðir (allar karatehlífar, brynjur o.þ.h.) + sundtösku fyrir mig + minni æfingatöksu fyrir hana.

Ekkert virðist festast í þessu og því auðvelt að þrífa og þetta þolir vel að eiga hirðulausa eigendur, ekki töskur sem muni lykta illa 4ever þó þú gleymir dótinu þínu útí bíl yfir helgi...



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf vesi » Fös 05. Ágú 2016 16:31

Ég er með http://www.manhattan-products.com/everest-notebook-computer-backpack. eða réttara sagt aðra típu frá þessum framleiðanda og get virkilega mælt með honum.
Búinn að eiga í nokkur ár og það sérst varla á honum, engar rifur í ströppum eða neitt, og er búinn að nota hann í allt.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf asgeirbjarnason » Fös 05. Ágú 2016 17:24

Vinur minn sem er að fara að koma frá útlandinu benti mér á skemmtilegan bakpoka og ætlar að koma með hann fyrir mig, svo þetta er leyst hjá mér. Takk samt fyrir allar ábendingarnar. (Þetta er annars bakpokinn, ef einhver hefur áhuga http://www.crumpler.com/au/backpacks/as ... memorandum)



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf dori » Lau 06. Ágú 2016 14:22

Ég tek undir með Rapport. Timbuk2 töskurnar eru mjög fínar, þunnur fartölvuvasi næst bakinu og svo stór hólf sem er hægt að nota í alls konar. Svo eru Ogio líka góðar (ég keypti mína svoleiðis í A4).




Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 06. Ágú 2016 18:50

Ætla að kíkja í Timbuk2 og skoða töskurnar þar, þótt ég sé að fá poka sem mér líst á, fyrst það eru svona jákvæð viðbrögð við þeim.



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf Heliowin » Þri 16. Ágú 2016 21:31

Ég veit að þetta kemur seint en ég var að sjá þetta á Reebok vef og fannst dálítið sniðugt. Veit hinsvegar ekki hvort að þetta myndi henta fyrir fartölvur líka.

Convert this grip from shoulder to backpack for a hands-free bike commute while electronics and workout clothes stay secure in organized areas inside. Plus, a separate shoe compartment contains soggy or stinky sneaks.

100% Polyester ripstop fabrication
Measurements: 20" L x 11" W x 11.5" H, Capacity: 43 L
Convertible strap system for side or back carrying
Media storage center to keep your electronics secure
Wet compartments for separate storage

Training Unisex Convertible Grip Duffle Bag Gen 1.0




Höfundur
asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Hjóla-/tölvu-/ræktarbakpokar?

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 16. Ágú 2016 23:16

Heliowin skrifaði:Ég veit að þetta kemur seint en ég var að sjá þetta á Reebok vef og fannst dálítið sniðugt. Veit hinsvegar ekki hvort að þetta myndi henta fyrir fartölvur líka.


Jú, þessi taska hefði einmitt hentað mér mjög vel ef ég væri ekki að fara að fá tösku þegar vinur minn kemur frá útlandinu. Virðist vera með lítið fartölvuhólf og stórt aðalhólf.