Íslandspóstur
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Íslandspóstur
Hvernig er það, er Pósturinn að fara til fjandans?
Ég pantaði lyklaborð frá Ameríku fyrir rétt tæpum mánuði. Það eina sem var í boði var venjuleg póstsending. Ég fékk tracking númer svo ég gat fylgst vel með sendingunni.
28. júní panta ég.
7. júlí fór sendingin úr landi (frá Bandaríkjunum).
8. júlí sendi ég inn reikning fyrir vörunni á heimasíðu póstsins (og hengi við tracking númerið sem ég fékk).
Ég fylgist svo daglega með stöðunni á tracking númerinu en aldrei breytist neitt (hvorki á heimasíðu póstsins né erlendu síðunni sem mér var gefin upp).
19. júlí fæ ég bréf inn um lúguna sem tilkynnir mér að ég eigi pakka hjá þeim, frá sama sendanda, allt annað sendingarnúmer. Það sem verra er, þetta var ítrekun. Pakkinn hafði semsagt lent í hillunni hjá þeim 12. júlí (viku áður), en þeir voru ekkert að láta mig vita af því.
Ég veit ekki alveg hvernig þeir vinna þetta, eða afhverju þeir breyttu sendingarnúmerinu, en þetta er ekki í fyrsta, ekki annað og alls ekki þriðja skiptið sem ég eða einhver sem ég þekki lendir í því að bíða eftir pakka og fá svo kannski aðra eða þriðju ítrekun inn um lúguna, án þess að hafa nokkra tilkynningu fengið um pakkann.
Stundum fæ ég SMS, stundum ekki. Veit ekki alveg hvað ræður. Kannski þarf sendandinn að hengja númerið við pakkann.
En þetta er alveg...
Ég pantaði lyklaborð frá Ameríku fyrir rétt tæpum mánuði. Það eina sem var í boði var venjuleg póstsending. Ég fékk tracking númer svo ég gat fylgst vel með sendingunni.
28. júní panta ég.
7. júlí fór sendingin úr landi (frá Bandaríkjunum).
8. júlí sendi ég inn reikning fyrir vörunni á heimasíðu póstsins (og hengi við tracking númerið sem ég fékk).
Ég fylgist svo daglega með stöðunni á tracking númerinu en aldrei breytist neitt (hvorki á heimasíðu póstsins né erlendu síðunni sem mér var gefin upp).
19. júlí fæ ég bréf inn um lúguna sem tilkynnir mér að ég eigi pakka hjá þeim, frá sama sendanda, allt annað sendingarnúmer. Það sem verra er, þetta var ítrekun. Pakkinn hafði semsagt lent í hillunni hjá þeim 12. júlí (viku áður), en þeir voru ekkert að láta mig vita af því.
Ég veit ekki alveg hvernig þeir vinna þetta, eða afhverju þeir breyttu sendingarnúmerinu, en þetta er ekki í fyrsta, ekki annað og alls ekki þriðja skiptið sem ég eða einhver sem ég þekki lendir í því að bíða eftir pakka og fá svo kannski aðra eða þriðju ítrekun inn um lúguna, án þess að hafa nokkra tilkynningu fengið um pakkann.
Stundum fæ ég SMS, stundum ekki. Veit ekki alveg hvað ræður. Kannski þarf sendandinn að hengja númerið við pakkann.
En þetta er alveg...
Re: Íslandspóstur
Jepp kannast við þetta, svo hafa þeir mjög faman að því að semja sýn verð þrátt fyrir kvittun sé til staðar.
-
- Græningi
- Póstar: 26
- Skráði sig: Fim 10. Sep 2015 17:03
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Hef nýlega lent í svipuðu.
Pantaði frá Bretlandi tvo vatnskassa í vatnskælingarverkefnið mitt. Þeir senda það fljótlega eftir að pönunin var lögð inn, en í sitthvoru lagi, þ.e. því tracking númer. Ég fæ svo tilkynningu frá þeim í email um að sendingin væri komin og að það vantaði reikninginn og þetta venjulega. Sendi það inn og allt í góðu. Daginn eftir fæ ég aðra tilkynningu, um að seinni pakkinn væri kominn og ég geri það sama og segi að þetta sé hluti af einni sendingu og sendi inn sama reikning. Svo sé ég að fyrri pakkinn er kominn á pósthúsið og ég næ í hann og borga gjaldið.
Seinni pakkinn? Ennþá á tollalager. Búinn að vera þar í rúmar tvær vikur. Þrisvar búið að skanna hann þar inn tólfta, átjánda og tuttugasta. Engin tilkynning um að það vanti auka gögn. Hann bara liggur þarna á lager hjá þeim samkvæmt tracking númerinu.
Kannski er komið annað tracking númer á þetta eins og hjá þér, hver veit. Þetta er frekar pirrandi, þar sem ég ætlaði að setja þetta saman í sumarfríinu.
Pantaði frá Bretlandi tvo vatnskassa í vatnskælingarverkefnið mitt. Þeir senda það fljótlega eftir að pönunin var lögð inn, en í sitthvoru lagi, þ.e. því tracking númer. Ég fæ svo tilkynningu frá þeim í email um að sendingin væri komin og að það vantaði reikninginn og þetta venjulega. Sendi það inn og allt í góðu. Daginn eftir fæ ég aðra tilkynningu, um að seinni pakkinn væri kominn og ég geri það sama og segi að þetta sé hluti af einni sendingu og sendi inn sama reikning. Svo sé ég að fyrri pakkinn er kominn á pósthúsið og ég næ í hann og borga gjaldið.
Seinni pakkinn? Ennþá á tollalager. Búinn að vera þar í rúmar tvær vikur. Þrisvar búið að skanna hann þar inn tólfta, átjánda og tuttugasta. Engin tilkynning um að það vanti auka gögn. Hann bara liggur þarna á lager hjá þeim samkvæmt tracking númerinu.
Kannski er komið annað tracking númer á þetta eins og hjá þér, hver veit. Þetta er frekar pirrandi, þar sem ég ætlaði að setja þetta saman í sumarfríinu.
Re: Íslandspóstur
Er ekki Tollpóststofan með pakkana þangað til gjöld af þeim eru greidd. Svo eru þeir afhentir Íslandspósti.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
brain skrifaði:Er ekki Tollpóststofan með pakkana þangað til gjöld af þeim eru greidd. Svo eru þeir afhentir Íslandspósti.
Þeir eru ekkert skárri. Ég lenti í því að pakki sat í einhverri hillu þangað til ég sendi þeim póst og benti þeim á það rúmum tveimur vikum eftir að ég sendi þeim reikning. Þá var þetta bara afgreitt beint.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Hef lent nokkrum sinnum í þessu.
Ef það gerist ekkert í 2-3 daga eftir að ég sendi reikning fer ég á netspjallið hjá þeim og rek eftir þessu. Þá er þetta yfirleitt græjað samdægurs.
Ef það gerist ekkert í 2-3 daga eftir að ég sendi reikning fer ég á netspjallið hjá þeim og rek eftir þessu. Þá er þetta yfirleitt græjað samdægurs.
PS4
-
- Græningi
- Póstar: 26
- Skráði sig: Fim 10. Sep 2015 17:03
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Er búinn að hafa samband einu sinni við póstinn, í gegnum netspjallið og spurðist fyrir um þetta. Hún sagðist ætla að ýta á eftir þessu fyrir mig. Það var á mánudaginn fyrir viku. Það eina sem gerðist ekki mikið eftir það.
Re: Íslandspóstur
Íslandspóstur er eina póstsendingafyrirtækið sem leggur metnað sinn í að skila pökkum seint til viðskiptavina sinna. Það er held ég samsæri í gangi um að refsa íslendingum fyrir að panta á netinu, stjórnvöld vilja þetta ekki, þúveist spara gjaldeyri og vernda innlenda verslun.
Ég hef pantað pakka frá USA sem eru sendir út samdægurs frá vöruhúsi. Kominn til Íslands á 2-3 dögum. En sitja svo á Íslandi í kannski viku eða lengur. Þannig að það tekur 2-3 daga að senda frá Kaliforníu til Reykjavíkur, mörg þúsund km, en að koma pakkanum í hendurnar á mér tekur viku. PRICELESS.
Svo skil ég ekki þegar þeir reyna að senda pakkann heim til mín á föstudögum, það tekst aldrei er ekki heima, þannig að ég enda alltaf á að þurfa sækja hann eftir helgi. Ég hefði vel getað sótt hann á næsta pósthús. Svo skil ég ekki opnunartímana hjá þeim. Þeir vilja frekar vera með tugi manns að keyra pakka allt kvöldið heldur en að vera með 2 á einu pósthúsi að afgreiða pakka á kvöldin.
Ríkisfyrirtæki.
Ég hef pantað pakka frá USA sem eru sendir út samdægurs frá vöruhúsi. Kominn til Íslands á 2-3 dögum. En sitja svo á Íslandi í kannski viku eða lengur. Þannig að það tekur 2-3 daga að senda frá Kaliforníu til Reykjavíkur, mörg þúsund km, en að koma pakkanum í hendurnar á mér tekur viku. PRICELESS.
Svo skil ég ekki þegar þeir reyna að senda pakkann heim til mín á föstudögum, það tekst aldrei er ekki heima, þannig að ég enda alltaf á að þurfa sækja hann eftir helgi. Ég hefði vel getað sótt hann á næsta pósthús. Svo skil ég ekki opnunartímana hjá þeim. Þeir vilja frekar vera með tugi manns að keyra pakka allt kvöldið heldur en að vera með 2 á einu pósthúsi að afgreiða pakka á kvöldin.
Ríkisfyrirtæki.
*-*
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Íslandspóstur er í tilvistarkreppu. Einstaklingar og flest fyrirtæki eru hætt að senda út bréfpóst sem þýðir að færri bréf/pakkar bera uppi þjónustuna.
Þar að auki hefur orðið gríðarleg aukning í pökkum frá Kína sem Íslandspóstur mjög lítið greitt fyrir (ca. $1 per kg af pósti) sem þýðir að aðrir þjónustuliðir þurfa að bera kostnaðinn.
Þið hafið kannski tekið eftir ef pakki kemur frá evrópu/usa þá er(var?) mun líklegra að pósturinn keyri pakkan út (því Íslandspóstur fær mun meira greitt fyrir pakka frá evrópu).
Íslandspóstur hefur reynt að gera aðra hluti s.s. MoneyGram og Möppuna en það sem flestir eru hættir að senda bréfpóst þá er grundvöllur Möppunar ekki til staðar.
Ég persónulega vil sjá mun fleirri póstbox um höfuðborgarsvæðið því þau eru opin allan sólarhringinn (þau eru allt of fá í dag og of langt í burtu). Að mínu viti ætti svona póstbox að vera í göngufæri, ekki þurfa að keyra í 10 mínútur til að komast í þau.
Þar að auki hefur orðið gríðarleg aukning í pökkum frá Kína sem Íslandspóstur mjög lítið greitt fyrir (ca. $1 per kg af pósti) sem þýðir að aðrir þjónustuliðir þurfa að bera kostnaðinn.
Þið hafið kannski tekið eftir ef pakki kemur frá evrópu/usa þá er(var?) mun líklegra að pósturinn keyri pakkan út (því Íslandspóstur fær mun meira greitt fyrir pakka frá evrópu).
Íslandspóstur hefur reynt að gera aðra hluti s.s. MoneyGram og Möppuna en það sem flestir eru hættir að senda bréfpóst þá er grundvöllur Möppunar ekki til staðar.
Ég persónulega vil sjá mun fleirri póstbox um höfuðborgarsvæðið því þau eru opin allan sólarhringinn (þau eru allt of fá í dag og of langt í burtu). Að mínu viti ætti svona póstbox að vera í göngufæri, ekki þurfa að keyra í 10 mínútur til að komast í þau.
Re: Íslandspóstur
appel skrifaði:Íslandspóstur er eina póstsendingafyrirtækið sem leggur metnað sinn í að skila pökkum seint til viðskiptavina sinna. Það er held ég samsæri í gangi um að refsa íslendingum fyrir að panta á netinu, stjórnvöld vilja þetta ekki, þúveist spara gjaldeyri og vernda innlenda verslun.
Ég hef pantað pakka frá USA sem eru sendir út samdægurs frá vöruhúsi. Kominn til Íslands á 2-3 dögum. En sitja svo á Íslandi í kannski viku eða lengur. Þannig að það tekur 2-3 daga að senda frá Kaliforníu til Reykjavíkur, mörg þúsund km, en að koma pakkanum í hendurnar á mér tekur viku. PRICELESS.
Svo skil ég ekki þegar þeir reyna að senda pakkann heim til mín á föstudögum, það tekst aldrei er ekki heima, þannig að ég enda alltaf á að þurfa sækja hann eftir helgi. Ég hefði vel getað sótt hann á næsta pósthús. Svo skil ég ekki opnunartímana hjá þeim. Þeir vilja frekar vera með tugi manns að keyra pakka allt kvöldið heldur en að vera með 2 á einu pósthúsi að afgreiða pakka á kvöldin.
Ríkisfyrirtæki.
prófaðu Póstbox
http://www.postur.is/einstaklingar/postbox/
getur nálgast pakkann þinn 24/7
Re: Íslandspóstur
Ég panta næstum vikulega og hef ekki sömu sögu að segja. Ég set inn track á postur.is set inn allar info + reikning og innihald, vel flýtimeðferð og borga 495kr fyrir það. Fæ sms daginn sem pakkarnir koma og og get sótt eftir kl 16 í flestum tilfellum.......
Easy písý
Easy písý
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Er að lenda í þessu rugli núna, varan sem ég pantaði er búin að liggja hjá póstinum síðan 26.ágúst og virðist ekkert vera að frétta með að þetta ætli að skila sér til mín, búið er að reikna aðflutningsgjöld og allt er klárt en ég get samt ekki sótt þetta fyrr en þetta drullast til að koma á pósthúsið.
Þegar ég hringi í þau er fátt um svör en er alltaf reynt að fá mig til að borga auka pening til að þetta fari í flýtiþjónustu..
Þegar ég hringi í þau er fátt um svör en er alltaf reynt að fá mig til að borga auka pening til að þetta fari í flýtiþjónustu..
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
vesley skrifaði:Er að lenda í þessu rugli núna, varan sem ég pantaði er búin að liggja hjá póstinum síðan 26.ágúst og virðist ekkert vera að frétta með að þetta ætli að skila sér til mín, búið er að reikna aðflutningsgjöld og allt er klárt en ég get samt ekki sótt þetta fyrr en þetta drullast til að koma á pósthúsið.
Þegar ég hringi í þau er fátt um svör en er alltaf reynt að fá mig til að borga auka pening til að þetta fari í flýtiþjónustu..
Ef að þú borgar þessa flýtiþjónustu, þá gerist akkurat það sem að þú ert að biðja um, þú færð pakkann í hendurnar eins fljótt og hægt er.
Ef ekki, þá ertu bara í röðinni ásamt hinum 2000 pökkunum sem að komu þann daginn og öllum hinum sem að komu dagana á undan.
Þú getur semsagt ekki fengið flýtiafgreiðsluna án þess að borga fyrir hana.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 957
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Tengdur
Re: Íslandspóstur
Aldrei lent í neinu veseni með þetta og ég panta slatta í sem er sent í gegnum póstinn, kerfið virðist þó virka svoleiðis að mistök einnar manneskju geti leitt til þess að pakki standi í vikur í bið hjá þeim.
Re: Íslandspóstur
Aldrei verið í veseni með Íslandspóst. væri þó til í fleiri Póstbox, algjör snilld.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
vesley skrifaði:Er að lenda í þessu rugli núna, varan sem ég pantaði er búin að liggja hjá póstinum síðan 26.ágúst og virðist ekkert vera að frétta með að þetta ætli að skila sér til mín, búið er að reikna aðflutningsgjöld og allt er klárt en ég get samt ekki sótt þetta fyrr en þetta drullast til að koma á pósthúsið.
Þegar ég hringi í þau er fátt um svör en er alltaf reynt að fá mig til að borga auka pening til að þetta fari í flýtiþjónustu..
kókaín sendingar eiga það til að tefjast, og bara vesen að nálgast þær.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Aldrei lent í svona vandræðum en Íslandspóstur eða tollurinn er ofboðslegur flöskuháls þegar maður er að panta sér eitthvað að utan.
Ég er yfirleitt búinn að senda allar nótur um leið og ég fæ tracking frá seljanda þrátt fyrir það þá er alltaf bið í nokkra daga þegar pakkinn er kominn til landsins.
Ég er yfirleitt búinn að senda allar nótur um leið og ég fæ tracking frá seljanda þrátt fyrir það þá er alltaf bið í nokkra daga þegar pakkinn er kominn til landsins.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Eitt sem gleður mig óstjórnlega með Íslandspóst eða tollstjóra kannski. Þessi kvöð að maður þurfi alltaf að skila inn reikningum, sérstaklega þegar maður fær pakkann síðan í hendurnar og sér að upplýsingarnar á pakkanum eru þær sömu, ef ekki ítarlegri en þær í reikningnum sem maður sendi.
Einhvernveginn var það hægt hérna áður fyrr að tolla útfrá upplýsingunum á pakkanum. Ótrúlegt að það sé ekki hægt lengur.
Einhvernveginn var það hægt hérna áður fyrr að tolla útfrá upplýsingunum á pakkanum. Ótrúlegt að það sé ekki hægt lengur.
Re: Íslandspóstur
Islandspóstur og Tollpóststofan eru ekki sama fyrirtækið.
Íslandspóstur sér bara um að senda póst og pakka.
Endilega ekki rugla þessu samsan
Íslandspóstur sér bara um að senda póst og pakka.
Endilega ekki rugla þessu samsan
-
- Fiktari
- Póstar: 80
- Skráði sig: Mið 31. Ágú 2016 19:47
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Endalaus ánægja mín með póstinn heldur áfram.
Mig langaði að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um verkferlana hjá póstinum?
Ég pantaði vöru á netinu.
- Tvær mismunandi sendingar
- Voru báðar í plast(poka)umslögum
- Bæði umslögin voru jafn stór, komust inn um bréfalúgu.
- Annað var borið heim að dyruml
- Hitt mátti ég sækja á pósthúsið. Þurfti ekki að borga neitt, bara að sækja.
Hef fengið vöru borna heim að dyrum af bréfberanum, þ.e. sá starfsmaður sem ber út bréfin en ekki bögglana.
- Varan var í pakka sem hefði aldrei komist inn um neina bréfalúgu.
- Veit að þetta er ekki einsdæmi.
Veit einhver svarið. Hvernig eru eiginlega verkferlarnir?
Mig langaði að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um verkferlana hjá póstinum?
Ég pantaði vöru á netinu.
- Tvær mismunandi sendingar
- Voru báðar í plast(poka)umslögum
- Bæði umslögin voru jafn stór, komust inn um bréfalúgu.
- Annað var borið heim að dyruml
- Hitt mátti ég sækja á pósthúsið. Þurfti ekki að borga neitt, bara að sækja.
Hef fengið vöru borna heim að dyrum af bréfberanum, þ.e. sá starfsmaður sem ber út bréfin en ekki bögglana.
- Varan var í pakka sem hefði aldrei komist inn um neina bréfalúgu.
- Veit að þetta er ekki einsdæmi.
Veit einhver svarið. Hvernig eru eiginlega verkferlarnir?
-
- Kóngur
- Póstar: 6399
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Tengdur
Re: Íslandspóstur
Risadvergur skrifaði:Endalaus ánægja mín með póstinn heldur áfram.
Mig langaði að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um verkferlana hjá póstinum?
Ég pantaði vöru á netinu.
- Tvær mismunandi sendingar
- Voru báðar í plast(poka)umslögum
- Bæði umslögin voru jafn stór, komust inn um bréfalúgu.
- Annað var borið heim að dyruml
- Hitt mátti ég sækja á pósthúsið. Þurfti ekki að borga neitt, bara að sækja.
Hef fengið vöru borna heim að dyrum af bréfberanum, þ.e. sá starfsmaður sem ber út bréfin en ekki bögglana.
- Varan var í pakka sem hefði aldrei komist inn um neina bréfalúgu.
- Veit að þetta er ekki einsdæmi.
Veit einhver svarið. Hvernig eru eiginlega verkferlarnir?
ég lennti í því á dögunum að ég pantaði tvo ps4 leiki af sömu netversluninni í bretlandi. Báðir leikirnir kostuðu 15 pund og var enginn sendingarkostnaður og þetta voru tvær panntanir svo þettu voru tvær sendingar. Fyrri sendingin kom á pósthúsið og var þar 1400kr í toll og gjöld en hinn fór einnig á pósthúsið en þá voru engin gjöld... þurfti bara að kvitta.
svo má ekki gleyma að ef það er frí sending, þá setur tollurinn bara auka 10% á heildar verðið og rukka svo toll og skatt af því! þetta eru glæpamenn!
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Íslandspóstur
worghal já þetta eru glæpamenn, mjög pirrandi.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Íslandspóstur
Þetta með að það sé misjafnt eftir því hvort þið fáið pakkann heim eða ekki, veltur oftast á sendandanum hvort hann haki við heimsendingu þegar hann sendir pakkann frá sér. Þetta með að þurfa að senda inn reikning, þá taka þeir ekki gildar vörulýsingar sem eru skrifaðar á stöðluð form póstfyrirtækisins erlendis sem eru svo settar utan á pakkann, heldur vilja þeir sjá alvöru reikning frá seljanda/framleiðanda vörunnar, og hunsa allar innihaldslýsingar & verðmætislýsingar sem eru utan á pökkunum, en það er einmitt gjörsamlega óþolandi og óskiljanlegt af hverju þeir geta ekki tekið innihaldslýsingarnar gildar, þetta gerist aldrei erlendis. Ég kaupi og sel talsvert á milli landa og hef sent pakka út um allan heim, og aldrei hefur viðtakandi þurft reikning til að koma sínum pakka í gegnum toll þarlendis, heldur dugði innihaldslýsingin sem ég fyllti út hjá Póstinum.
Það sem ég geri í dag ef ég hef enga þolinmæði fyrir svona rugl, er að reyna eftir fremsta megni að panta með UPS eða FedEx - það gengur töluvert betur og hraðar fyrir sig, og er ekki endilega dýrara þegar upp er staðið ef maður ber saman öll rugl gjöldin sem Pósturinn nær að smala saman og bæta ofan á pakkana. Svo er hitt trixið að hafa vaðið fyrir neðan sig og *aldrei* reikna með að það séu nægileg gögn sem fylgja pakkanum heldur senda alltaf kvittun á viðkomandi innflutningsaðila áður en pakkinn lendir, þá gengur þetta smurt.
Það sem ég geri í dag ef ég hef enga þolinmæði fyrir svona rugl, er að reyna eftir fremsta megni að panta með UPS eða FedEx - það gengur töluvert betur og hraðar fyrir sig, og er ekki endilega dýrara þegar upp er staðið ef maður ber saman öll rugl gjöldin sem Pósturinn nær að smala saman og bæta ofan á pakkana. Svo er hitt trixið að hafa vaðið fyrir neðan sig og *aldrei* reikna með að það séu nægileg gögn sem fylgja pakkanum heldur senda alltaf kvittun á viðkomandi innflutningsaðila áður en pakkinn lendir, þá gengur þetta smurt.