Varðandi Registry og windows xp uppsetningu

Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Varðandi Registry og windows xp uppsetningu

Pósturaf Nemesis » Fim 28. Okt 2004 00:02

Daginn. Ég installaði forriti sem heitir NetPeeker sem er eldveggur o.fl.
Svona viku fékk ég alltaf blue screen er ég kveikti á vélinni og var Netpeeker.sys ástæðan. Ég startaði þá í safe mode og deletaði fælnum, en núna virkar ekki að installa forritinu aftur. Á korkum framleiðandans er manni bent á að eyða "legacy" registry þráðum, en þegar ég reyni að gera það, segir regedit einfaldlega "error deleting legacy_netpeeker" [ef einhver kann að eyða þessari möppu væru upplýsingar varðandi það vel þegnar].

Ég fór þá á netið án eldveggjarins og viti menn! Tölvan mín fylltist samstundis af óboðnum processum, spyware, popups og rugli sem ég get ómögulega losnað við. Til að losna við þetta spyware, eyða út þessari "legacy_netpeeker" registry möppu, skella inn xp sp2 o.fl. hef ég ákveðið að setja upp windows upp á nýtt.

Málið er hins vegar að ég er með tvo harða diska, einn 80gb og hinn 40gb, og vitanlega eru báðir fullir. Ég fann þá mjög sniðugt tól, Partition Magic, sem ég notaði til að taka 5gb af 80gb disknum og gera nýtt partition með því plássi. Þá get ég sett upp nýtt, hreint windows án þess að formatta. Eða hvað? Ef ég installa Windows Xp á nýja partitionið, mun gamla windowsið bögga mig eitthvað, eða get ég einfaldlega eytt WINDOWS möppunni ef ég er að nota hitt og þá er eins og það hafi aldrei verið til? Svo langar mig að vita hvort registry hreinsist þegar ég set upp Windows aftur...

Með fyrirfram þökk.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 28. Okt 2004 09:07

Registry hreinsast ekki nema þú gerir clean install (format og allur pakkinn). Hefurðu prófað að installa NetPeeker aftur og uninstalla? Þú getur yfirleitt ekki gert uninstall eftir að þú ert búinn að eyða skránnum út..

Og varðandi spyware/adware.. firewall stoppa það líklegast ekki.. kemur mest í gegnum IE og firewallinn blokkerar það ekki. Ertu með forrit eins og Ad-aware og/eða Spybot?



Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Nemesis » Fim 28. Okt 2004 13:06

Ég er að tala um clean install, bara á annað partition. Ég myndi formatta það partition og setja inn hreint xp install. Spurningin er þá hvort ég sé alveg laus við gamla windowsið og það registry?

Mig langar samt mest að geta deletað þessum legacy driverum, það virðist bara ekki virka - sama hvað ég reyni.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 28. Okt 2004 14:37

Nei.. gamla windowsið hverfur ekki þó þú setjir upp stýrikerfi á öðru partitioni :).. En þú getur hinsvegar valið hvoru partitioninu þú ræsir upp af.. ætti að vera sér registry fyrir nýja partitionið..