Ég man í gamla daga að stökkið í PC þróuninni milli ára var svakalegt. Ég endurnýjaði tölvuna á innan við 2ja ára fresti og það var alltaf heljarinnar stökk í performance í hversdagslegri vinnslu. 386 í 486 í pentium í pentium 2, pentium 3, pentium 4, etc. þetta var alltaf kynslóðastökk á stuttum tíma.
En núna get ég alveg eins notað þessa 4,5 ára gömlu tölvu lengur, kannski 2-3 ár í viðbót. Ég er ekki að sjá neitt sem nýjustu tölvurnar eru að gera sem mín gerir bara alveg svipað vel.
Er maður bara orðinn gamall kall eða er endurnýjun á PC tölvum eiginlega að verða úrelt fyrirbæri?

Eina ástæðan fyrir því að ég er að íhuga uppfærslu á tölvunni er útaf virtual reality, en samt finnst mér það ekki nægileg réttlæting. Maður er ekki forfallinn leikjafíkill sem sækir í nýjustu topp leikina sem krefjast topp vélbúnaðar, þannig að kannski er ég biased.
