Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 09. Júl 2016 20:20
Ég er með pfSense sýndarvél tengda við lítinn 8 porta TP-Link sviss með VLAN stuðningi. WAN interfaceið er bara VLAN sem kemur inn um sama port og hin VLÖNin á pfSense vélinni. Virkar allt eins og skildi, en mér dytti ekki í hug að mæla með þessu við nokkurn annann, þar sem þetta er mjög mikið maus. Lenti í fullt af veseni, eins og til dæmis að OpenVSwitch (internal sýndarsvissinn sem KVM sýndarvélarnar tengist við hjá mér) skilgreinir VLAN 0 sem default VLAN ólíkt öllum öðrum vendorum. Fyrir mér er þetta skemmtilegt fikt, svo það er kannski hægt að mæla með þessu við Vaktara, en það eru ekkert margir sem myndu nenna þessu. Ef þú hefur háan fiktþolþröskuld er þetta áhugavert, túlkar það eins og þú vilt.