Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi


Höfundur
thorn41160
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 06. Júl 2016 00:19
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf thorn41160 » Mið 06. Júl 2016 00:59

Sælir vaktarar, er að flytja inn í íbúð með ljósleiðaraboxi sem er staðsett í töflu við útidyrnar, er ekki alveg klár á þessum tengingum á myndinni (ef þið þekkið svona flækjur) og bið ykkur um góð ráð varðandi tengingar á Router og afruglara, ætla ekki að hafa fleirri enn einn fyrsta kastið. Væri betra að hafa boxið í stofunni við TV?, sýnist vera cat-5 tengingar í stofu og herbergjum frá boxinu.

Vildi kaupa mér sæmilegan router fyrir venjulega heimilisnotkun, 50-100 mbs tengingu, hvað er þokkalegt hér á markaði heima fyrir? 15-25 þús? og hvað væri ég bættari með ennþá dýrari græju?

Væri þakklátur fyrir ábendingar, kv, Valur

Mynd




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 06. Júl 2016 06:43

Skiptir ekki öllu máli hvar ljósleiðaraboxið er staðsett ef það eru góðar cat-5 lagnir frá því að öllum mikilvægum stöðum í húsinu. Ef það liggja tvær cat-5 frá ljósleiðaraboxinu að staðnum sem þú ætar að hafa routerinn á þá geturðu sett WAN yfir aðra þeirra og LAN yfir hina þeirra og haft síðan sviss hjá ljósleiðaraboxinu til að dreifa innranetinu á hina cat-5 endapunktana.

Eftir góða persónulega reynslu síðasta hálfa árið mæli ég með TP-Link Archer C7 og setja síðan open source firmware á hann. Hérna er hann á tecshop.is, sem selja hann talsvert ódýrar en aðrar búðir á íslandi. Ég er sem sagt sjálfur með þennan router, er að keyra OpenWRT á honum. Er reyndar ekki að nota hann sem router lengur heldur bara þráðlausan punkt (er með pfSense sem router núna), en hann stóð sig mjög vel þegar ég var að nota hann sem router.

Það sem þú færð í dýrari (consumer level) routerum akkurat núna eru hlutir eins og 3x3 eða 4x4 MIMO (Multiple Input and Multiple Output), MU-MIMO (Multi User-Multiple Input and Multiple Output), beam-forming, multi-band, USB3 harðadisk sharing, öflugan ARM örgjörva, snjallara vefviðmót, aflmeiri loftnet og sjálfvirkar QoS (Quality of Service) stillingar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.

Ég mæli nánast alltaf með verðklassanum 20-30 þúsund frekar en einhverju dýrara. Fyrir ofan það er maður oftast farinn að lenda í diminishing returns og client-vélarnar sem myndu tala við routerinn eru oftast ekki að styðja neitt mikið meira en tæknina í þessum verðklassa. (Þessi verðklassi á samt bara við um heimaroutera. Fyrirtæki ættu oftast að fara í talsvert hærri verðklassa fyrir netbúnað)

Ef þig langar í frekar hardcore útskýringar á listanum hérna fyrir ofan þá ætla ég aðeins að útskýra hvern lið fyrir sig. Það læðast örugglega einhverjar villur í þetta, svo ef aðrir vaktarar sjá villur látið mig vita!

  • MIMO notast við fleiri en 1 loftnet samtímis til að auka bandvídd milli tölvu og routers og til að minnka líkurnar á interference. Stærð MIMO-arraysins er oftast skrifað sem SxM, þar sem S og M eru fjöldi Sendingar- og Móttökuloftneta, en nánast undantekningalaust gildir þó að S=M. Archer C7 routerinn sem ég mæli með hérna að ofan er með 3x3 MIMO-array. Til að ná sem bestri nýtni úr MIMO þarf tölvan að vera með jafn stórt MIMO array og routerinn en 2x2 er ennþá mjög algengt í dagsdaglegum ferðatölvum og 4x4 er mjög, mjög óalgengt. Á þessum tímapunkti myndi ég því ekkert sérstaklega leitast eftir meira en 3x3 MIMO.
  • MU-MIMO. Hingað til hefur MIMO ekki virkað mjög vel þegar fleiri en ein tölva er að reyna að nota mikla bandbreidd samtímis. Nýjasti wifi staðallinn bætti við multi-user fídusum, sem aðallega byggjast á miklu flóknari „signal processing“ til að skilja traffíkina frá sitthverju tækinu frá hverju öðru. Stuðningurinn við MU-MIMO er ennþá frekar lélegur. Sem stendur þarf maður að fara í frekar dýran verðklassa til að fá MU-MIMO en eftir aðstæðum gæti það verið vel þess virði.
  • Beam-forming er fyrir routera að einbeita sendingarstyrk sínum í ákveðnar áttir, til að ná betri drægni og minna interference við ákveðnar tölvur. Hingað til hafa þráðlausir routerar sent merkið jafnt í allar áttir en nýjasti wifi staðallinn bætti við þessum stefnuvirku sendingum, þar sem routerinn reynir að komast að því í hvaða átt tölvan sem hann er að hafa samskipti við er og bara senda traffíkina þangað. Multi user beam-forming er síðan þegar routerinn getur gert þetta sama við fleiri en eina tengingu samtímis.
  • Multi-band er þegar routerar eru með fleiri en eitt sett af loftnetum og tíðnum í gangi samtímis. MIMO setur fleiri loftnet í eitt samvirkandi sett á meðan multi-band hefur fleiri en eitt sett af ekki-samvirkandi loftnetum. Nánast allir routerar síðustu árin hafa verið að minnsta kosti dual-band, og haft annað settið af loftnetum á 2,4 ghz tíðnisviðinu en hitt settið á 5 ghz tíðnisviðinu. Nýrri og dýrari routerar eru síðan tri- eða quad-band, þá oftast með eitt sett af 2,4 ghz loftnetum og tvö eða þrjú sett af 5 ghz loftnetnum. Þetta leyfir manni að vera með fleiri þráðlaus tæki í gangi á netinu sínu samtímis. Eins og er finnst mér þetta mestmegnis óþarfi á heimanetum.
  • ARM örgjörvi eru örgjörvar af um það bil sömu gerð og í snjallsímum. Hingað til hafa low-power MIPS örgjörvar verið algengastir í heimarouterum, en síðustu árin hefur orðið sprenging í hversu aflmiklir örgjörvarnir í snjallsímum eru, svo netheimurinn er smám saman að þróast yfir í að nota þessa sömu örgjörva. Þetta leyfir hönnuðum routerana að keyra hugbúnað sem reynir meira á sjálfan örgjörvan í routernum. Flest allt sem routerar gera snertir örgjörvan lítið sem ekkert heldur fer í gegnum sérsniðnar rökrásir sem eru bara ætlaðar einum tilgangi. Þess vegna hafa heima routerar komist upp með það að vera með mjög afllitla örgjörva. Núna þegar routerar eru í meira mæli farnir að bjóða upp á server-fídusa eins og filesharing, bittorrent, þyngri vefviðmót og fleira þá reynir meira á örgjörvan. Persónulega finnst mér betra að vera bara með alvöru server til að sinna þeim hlutverkum, en það er náttúrulega ekki eitthvað sem allir vilja.
  • Sjálfvirkar QoS stillingar. Quality of service er þegar routerinn flokkar mismunandi nettraffík í mismunandi „gæða“ flokka og gefur flokkunum mismunandi forgang. Sjálfvirkt QoS er þegar routerinn reynir að fyrra bragði að giska á hvaða nettraffík ætti að fá forgang án þess að maður þurfi handvirkt að setja upp QoS reglur. Dýrari routerar eru oft með betri reglur fyrir þessa sjálfvirku hegðun.
  • USB3 harðadisk sharing, aflmeiri loftnet og snjallari vefviðmót finnst mér segja sig um það bil sjálft, svo ég ætla ekki að útskýra það frekar.




Höfundur
thorn41160
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 06. Júl 2016 00:19
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf thorn41160 » Mið 06. Júl 2016 11:36

Takk fyrir greinargóðar skýringar á helstu fúnksjónum á nútíma router, skýrir margt fyrir mér og líst sérlega vel á þennan router og er að fá góða dóma hjá tomsguide.com sem gott "budget value" og að skila sínu skammlaust og vel. http://www.tomsguide.com/us/tp-link-arc ... -3289.html
Og þokkalegt verð, hingað kominn hjá tecshop.is open source firmware gefur ýmsa góða möguleika sýnist mér.

Sýnist vera aðeins eitt cat-5 tengi í stofu og herbergjum, þyrfti þá að hafa router hjá boxinu í ganginum? og ruglarann í stofu hjá TV cat-5 tenginu til að fá basic not af ljósleiðaranum eða hvað?




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 06. Júl 2016 14:26

Getur líka verið með splitter á sitthvorum endanum á cat-5 strengnum milli stofunar og gangsins. 100mb/s ethernet notar ekki nema tvö pör af fjórum í cat-5, svo það er hægt að fá splittera sem leyfir manni að hleypa tveimur aðskildum ethernet „rásum“ yfir sama cat-5 strenginn. Þá gætirðu verið með routerinn inni í stofu en samt getað komið víraða netinu að hinum cat-5 strengjunum í húsinu. Værir þá takmarkaður við 100mb/s frá ljósleiðaraboxi að router og frá router að svissi. Ef þig langar að vera mjög exótískur er líka hægt að hafa VLAN-svissa á sitthvorum endanum, en það gæti orðið mjög mikið bögg.

Get eiginlega ekki ráðlagt um hvaða kost þú ættir að velja án þess að vita talsvert meira um aðstæðurnar. Þetta eru allaveganna þeir þrír kostir sem ég sé í fljóti bragði í stöðunni.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf Hizzman » Mið 06. Júl 2016 14:38

AFHVERJU eru þessar sjónvarpsveitur ennþá með sér tengi ?

er ekki kominn tími til að þetta verði alvöru IPTV sem er ekki bundið við eitthvað?




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 06. Júl 2016 14:45

Ah! Fökk! Ég var búinn að gleyma því að sjónvarpsboxin eru á sér strengjum (hef ekki nennt að vera með sjónvarp síðustu árin). Þá fer þetta að verða aðeins flóknara.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 45
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf Squinchy » Mið 06. Júl 2016 17:09

Þú getur alltaf fjarlægt coax kaplana og dregið Cat5 í staðinn, mjög líklegt að þeir endi á góðum stað fyrir tv tengingu og jafnvel router.
Getur sent mér pm ef þú vilt fá fagmann í verkið.

Ég var að fá mér svona router http://tl.is/product/asus-rt-ac56u-broa ... gh-perform
Mjög sáttur með hann, öflug loftnet þannig að wifi merkið er sterkt um alla íbúð.

Á ljósleiðara boxinu er port 1 og 2 ætlað router, 3 og 4 fyrir TV


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf jonsig » Mið 06. Júl 2016 19:08

Hizzman skrifaði:AFHVERJU eru þessar sjónvarpsveitur ennþá með sér tengi ?

er ekki kominn tími til að þetta verði alvöru IPTV sem er ekki bundið við eitthvað?


Því að sjónvarpið er á amk 2 gígantískum gagna straumum og einum minni . Og svo vilja þeir getað managað sitt betur með að hafa þetta skorðað af.


+ ekki rífa coax lagnir nema í neyð . Það er plenty use fyrir coax ennþá .




Höfundur
thorn41160
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 06. Júl 2016 00:19
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf thorn41160 » Mið 06. Júl 2016 23:24

Hvar eru menn að staðsetja ljósleiðara router svona yfirleitt? Svo best not séu af hvorutveggja. þarf greinilega að skoða málið vel og ekki að rífa coax í burtu. Er ekki best að hafa router miðsvæðis og ofarlega í íbúðum svo þráðlausa signalið dreifist sem best?




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf asgeirbjarnason » Fim 07. Júl 2016 00:03

thorn41160 skrifaði:Er ekki best að hafa router miðsvæðis og ofarlega í íbúðum svo þráðlausa signalið dreifist sem best?


Jú, allajafna er það best en síðan fer það náttúrulega eftir stærð íbúðar, hvernig veggir eru, hversu sterk loftnet eru á routernum/þráðlausa punktinum og fleira hvort maður þurfi eitthvað að hafa áhyggjur af því. Best er bara einfaldlega að prófa að setja routerinn á ákveðin stað og prófa hvernig wifi-ið er á nokkrum stöðum í íbúðinni. Ef þú nærð góðu wifi allstaðar í íbúðinni þegar routerinn er á ganginum hjá ljósleiðaraboxinu þá er þetta ekkert vandamál.




Höfundur
thorn41160
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Mið 06. Júl 2016 00:19
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf thorn41160 » Fim 07. Júl 2016 00:40

Prófa mig áfram með þetta og athuga lagnir betur. Keypti TP-Link Archer C7 sem ætti að þjóna heimillinu vel. Tala kannski betur við Gagnaveituna um núverandi tengingar þegar ég flyt inn og splitter útbúnaðinn á boxinu og kærar þakkir allir Vaktarar fyrir góðar ábendingar og ráð. Aldeilis frábært vefsvæði sem ég kíki oft á.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: Spurningar um tengingar á ljósleiðaraboxi

Pósturaf asgeirbjarnason » Fim 07. Júl 2016 01:02

Kúl! Þú kannski heldur okkur upplýstum um framhaldið.