Fyrir og eftir ýmsar útfærslur.
Fyrir:
Hér var ég víst byrjaður að rífa snúrur frá, annars voru engar snúrur sýnilegar nema þessi stubbur frá Gamepad.
Eftir:
Það á eftir að klára að fela snúrur á þessari mynd
Það var byggður falskur veggur til að hengja hilluna á og meiningin var að snúrur færu þangað, en það bíður betri tíma þarr til ég fæ bracket fyrir VESA festingar á nýju skjáina og aðeins lengri snúrur í þá 2m eru víst aðeins of stutt
Snillingur hjá Ódýrinu sýndi mér snúru-Hub með USB og sdxc/rsmmc og micro kortalesurum sem ég féll flatur fyrir.
Svo bara fyrir kjánalegu lætinn setti ég upp LED strip undir borðið
Þarna bættust 2 BenQ EW2775 í hópinn og nýir Thonet & Vander, Kürbis hátalarar (gamla 5.1 kerfið var bara ekki að gera sig fyrir mig lengur)
Einnig var stólnum skipt út og fékk mér Markus frá IKEA.