Góðan daginn,
ég er að fara að setja saman næstu tölvu og er í fyrsta skiptið að kaupa sjálfur hlutina í hana í staðinn fyrir að kaupa tilbúinn pakka.
Er kominn með ágætis hugmynd að vélinni (er mikið að vinna í myndbandagerð en vil líka geta spilað einhverja leiki á hana) en þarf klárlega ráðleggingar varðandi Móðurborð, Aflgjafa og Tölvukassa. Er að hugsa budget í kringum 250.000 kr, en hér er það sem ég held að sé orðið klárt hjá mér:
Örgjörvi: Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz
Skjákort: GTX 1070
Minni: 16GB (fer væntanlega eftir móðurborði hvaða týpur af minni ég enda í)
HDD: 500 GB Samsung 850 EVO + 3 TB Seagate 7200
Allar ráðleggingar væru mjög vel þegnar, takk!
Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2016 13:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
aguststefans skrifaði:Góðan daginn,
ég er að fara að setja saman næstu tölvu og er í fyrsta skiptið að kaupa sjálfur hlutina í hana í staðinn fyrir að kaupa tilbúinn pakka.
Er kominn með ágætis hugmynd að vélinni (er mikið að vinna í myndbandagerð en vil líka geta spilað einhverja leiki á hana) en þarf klárlega ráðleggingar varðandi Móðurborð, Aflgjafa og Tölvukassa. Er að hugsa budget í kringum 250.000 kr, en hér er það sem ég held að sé orðið klárt hjá mér:
Örgjörvi: Intel i7 6700K 4.0 ~ 4.2 GHz
Skjákort: GTX 1070
Minni: 16GB (fer væntanlega eftir móðurborði hvaða týpur af minni ég enda í)
HDD: 500 GB Samsung 850 EVO + 3 TB Seagate 7200
Allar ráðleggingar væru mjög vel þegnar, takk!
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2991
Þetta móðurborð er eitt af mest seldu Z170 borðunum. Tengdabróðir minn á svona og líkar mjög vel við það. Það er með allskonar features sem hann héllt að hann myndi aldrei nota, en það er eitthverskonar Asus audio suit með sem er suprisngly useful. Allavegana, gerist ekki betera fyrir peninginn í mínum huga. Stílhreint, Z170 og tonn af features.
http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1022
EVGA G2 aflgjafar eru hreinlega þeir bestu á markaðinum. Eitt af einu aflgjöfum sem jonnyguru hefur gefið 10/10. HAnn er uppseldur núna en þeir fá reglulega nýjar sendingar, svo þú getur prófað að heyra í þeim með það. Ég veit að hann er dýr, en hann mun endast.
Með minnið, fáðu þér bara hraðasta DDR4 fyrir verðið, ekki mikið science bakvið þetta. Nema hafðu það kit af 2, eins og 2x4 gb stick fyrir 8gb til að enablea dual channel, sem er hraðara.
Með kassa, það er bara persónulegt. Á sjálfur hvítan NZXT S340 sem ég keypti hjá tölvutækni. Mjög stílhreinn og flottur.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2016 13:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
Geggjað, takk kærlega fyrir mjög góðar upplýsingar!
-
- Vaktari
- Póstar: 2581
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
Myndi taka frekar 4tb disk.
Ég er skít hræddur við failure rateið á þessum 3tb.
Ég er skít hræddur við failure rateið á þessum 3tb.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2016 13:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
já ok, hafði ekki heyrt af því, 4 TB gáfulegri kaup, takk fyrir!
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
4TB diskur betri kaup. Varðandi aflgjafa viltu eitthvað í kringum 600W+ en það sem skiptir meira máli er að þú fáir góðann aflgjafa, þeas góðann framleiðanda og 80+ gold eða platinum rating.
Ekki eyða alltof mikið í minni, færð svo lítið fyrir auka peninginn. Held að 2400MHz DDR4 minni sé sweet spot.
Svo einhverja hljóðláta og þægilega örgjörvakælingu, þarft ekkert svakalegt, þessi örgjörvi runnar ekki mjög hot.
Fyrst þú ert ekki að fara í einhverja svakalega yfirklukkun þarftu ekki að eyða neitt svakalega í móðurborð. Færi í eitthvað mid-range með þeim tengjum sem þú þarft.
Annars lítur þetta mjög vel út. Glæsileg video editing vél sem ætti að runna hvaða leik sem er líka.
Ekki eyða alltof mikið í minni, færð svo lítið fyrir auka peninginn. Held að 2400MHz DDR4 minni sé sweet spot.
Svo einhverja hljóðláta og þægilega örgjörvakælingu, þarft ekkert svakalegt, þessi örgjörvi runnar ekki mjög hot.
Fyrst þú ert ekki að fara í einhverja svakalega yfirklukkun þarftu ekki að eyða neitt svakalega í móðurborð. Færi í eitthvað mid-range með þeim tengjum sem þú þarft.
Annars lítur þetta mjög vel út. Glæsileg video editing vél sem ætti að runna hvaða leik sem er líka.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 4
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2016 13:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Er að setja saman tölvu, vantar ráðleggingar
Takk kærlega fyrir, bíð núna bara spenntur eftir því að fara í verslunarferð og setja svo græjuna saman. Algjörlega ómetanlegt að geta fengið ráðleggingar hérna fyrir kaupin!