NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Skjámynd

Höfundur
lnaurate
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf lnaurate » Þri 28. Jún 2016 18:02

Daginn,
ég var að fá mér annan router hérna heima til að ná wifi í öllu húsinu. Er með lan snúru úr router 1 (sem tengist í ljósleiðarann) í wan port á router 2 og þetta virðist virka mjög fínt, síminn hoppar á milli þráðlausu netanna og tölvan inní herbergi sem er beintengd í router 2 er að virka fínt. Hinsvegar er ég með svona plug and play NAS disk (Lacie Cloudbox) sem ég nota sem gagnageymslu fyrir allar tölvurnar á heimilinu og tengist við sjónvarpið. Það kemur ekki lengur upp í network tabinum á tölvunni inní herbergi. Ég kemst enn inná hann í gegnum browser þaðan með internal ip tölunni (192.168.3.3) en það er óþolandi hægt og leiðinlegt viðmót.
Hvað þarf ég að gera (layman's terms) til að fá þetta til að virka eins og það gerði áður (mappa kemur upp í network dæminu í file explorer og virkar eins og allar aðrar möppur)?




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf asgeirbjarnason » Þri 28. Jún 2016 18:15

Ertu búinn að prófa að fara beint á ip töluna í Windows Explorer? Sem sagt að slá inn slóðina \\192.168.3.3 í location slóðina á skráarglugga? (það ætti að segja okkur hvort það er sjálf skráarþjónustan eða automatic discovery fyrir hana sem er ekki að virka)



Skjámynd

Höfundur
lnaurate
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf lnaurate » Þri 28. Jún 2016 18:51

Greip fartölvuna til að prófa. Þetta virkar eins og þetta gerði áður þegar hún er tengd wifi eða beint í router 1 en þegar hún tengist wifi á router 2 finnur hún það ekki. \\192.168.3.3 í windows explorer virkar ekki heldur. Það er eins og þetta sé ekki að fara í gegn yfir á router 2 nema þegar ég fer í gegnum browser.
Þetta eru btw Huawei HG659 routerar frá Vodafone.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf Diddmaster » Þri 28. Jún 2016 19:52

þetta er útaf því að router 2 einangrar sig og verður annað network allt deilist á milli router 1 sem er network 1 svo kemur hin routerinn og allt sem tengist honum verður network 2 þetta er ástæðan fyrir þessu en hversvegna veit ég ekki þarft að breita honum í network extender og ég kann það ekki og nenni ekki heldur að finna það út


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

Höfundur
lnaurate
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf lnaurate » Þri 28. Jún 2016 20:01

Takk samt :) Veit allavegna hverju ég á að leita að núna




playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 75
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf playman » Þri 28. Jún 2016 20:47

Hafa routerana með sama SSID og password, las annarstaðar að best væri að hafa þá báða á sama wifi channel líka.
Þegar að wifi netið er orðið svona þá skipta tækin (sími ferðavél osf) sjálfkrafa yfir á þann router sem er með besta signalið.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

Höfundur
lnaurate
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf lnaurate » Þri 28. Jún 2016 21:29

playman skrifaði:Hafa routerana með sama SSID og password, las annarstaðar að best væri að hafa þá báða á sama wifi channel líka.
Þegar að wifi netið er orðið svona þá skipta tækin (sími ferðavél osf) sjálfkrafa yfir á þann router sem er með besta signalið.


Þetta er samt að gerast snúrutengt, ekki bara á wifi. Og routerarnir eru báðir með sama SSID og pw. Reyndar báðir stilltir á auto channel.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf tdog » Mið 29. Jún 2016 00:10

Slökktu á DHCP á seinni gaurnum, tengdu inn á hann á LAN port og allt verður eins og það á að vera.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 29. Jún 2016 01:22

Til að koma með smá dýpri útskýringu á því sem tdog sagði þá viltu í rauninni ekki að seinni routerinn keyri sem „router“ heldur sem „sviss“ eða „access point.“ Munurinn á þessu er í mjög einfölduðu máli að routerar eru tæki sem tengja saman mismunandi net, svo sem innranet og internetið, á meðan svissar og access points tengja mörg tæki saman í eitt net. Það sem er líklega í gangi hjá þér núna er að routerarnir tveir búa til sitthvort innranetið sem ná ekki að tala sín á milli. Ef þú ferð eftir því sem tdog segir þá mun seinni routerinn hinsvegar vera á innranetinu sem fyrri routerinn skilgreinir og þá ættu öll tækin að geta talað saman. Það er hægt að skrifa svona 10 blaðsíðna textavegg til að útskýra nákvæmlega hvað er í gangi, en það er óþarfi nema þig langi virkilega að lesa það.



Skjámynd

Höfundur
lnaurate
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf lnaurate » Mið 29. Jún 2016 17:58

Takk fyrir svörin, prófaði að slökkva á DHCP dæminu sem ég fann (mynd að neðan) og tengdi snúruna úr router 1 í lan port á router 2 og þá hætti tölvan að ná netsambandi og ég komst ekki inná routerinn (allavegana ekki í gegnum 192.168.1.1 eins og áður). Endaði á því að grunnstilla hann til að fá inn gömlu stillingarnar aftur og komst á netið. Hvað er ég að gera vitlaust hérna?
Mynd




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 29. Jún 2016 18:42

Til styttingar og til að ganga úr skugga um að við séum á sömu blaðsíðunni ætla ég að nota nöfnin router A fyrir routerinn sem er tengdur beint við internetið og router B fyrir routerinn sem á ekki að vera tengdur beint við internetið

Í fyrsta lagi þarftu líklega að breyta IP tölunni á öðrum hvorum routernum. Breyttu IP á router B í til dæmis 192.168.1.2.

Flestir heimarouterar koma uppsettir með IP töluna 192.168.1.1 og með LAN netið skilgreint sem 192.168.1.0/24 (þ.e. að öll tæki bakvið routerinn fái sjálfkrafa IP tölur á forminu 192.168.1.x þar sem x er einhver tala á bilinu 1 og 254). Með því að breyta IP tölunni á router B frá þeirri tölu sérðu til þess að þú getir náð sambandi við bæði tækin.

Í öðru lagi þarftu að sjá til þess að router B sé tengdur með LAN porti við LAN port á router A.

Heimarouterar hafa sem sagt innranetið á LAN portunum og internetið á WAN portinu. Til að routar B hætti að hegða sér eins og router heldur bara sviss eða þráðlaus punktur þarftu því að sjá til þess að það fari engin traffík á honum yfir WAN portið.

Í þriðja lagi þarftu að ganga úr skugga um að router A sé með kveikt á DHCP og router B sé með slökkt á DHCP.

DHCP er sem sagt staðall sem segir til um hvernig routerar eða serverar geta úthlutað öðrum tækjum á netunum sínum IP tölum. Ef það eru fleiri en eitt tæki á sama netinu sem eru með kveikt á DHCP þjónustu þá er það eiginlega handahófskennt hvaðan tækin fá IP töluna sína, og það getur leitt til mikilla vandamála, þó það geti reyndar virkað undir vissum kringumstæðum.

Þegar þessir þrír hlutir eru komnir þá eru mestar líkur á að netið eigi eftir að virka hjá þér. Ef ekki eða ef koma upp einhverjar fleiri spurningar láttu mig vita.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 70
Staða: Ótengdur

Re: NúbbaNAS ekki að koma upp í windows lengur

Pósturaf asgeirbjarnason » Mið 29. Jún 2016 19:48

Var reyndar allt í einu að muna að þú segir að IP talan á NAS boxinu sé 192.168.3.3. Hvers vegna ertu með NAS boxið á þeirri IP tölu? Er einhver annar partur af netinu þínu á 192.168.3.0/24 netinu?