4G dreifikerfið


Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

4G dreifikerfið

Pósturaf Tigereye » Mán 27. Jún 2016 23:41

Vitið þið hver er með stærsta 4G dreifikerfið ? Siminn, Nova, Vodafone ?



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf Hnykill » Þri 28. Jún 2016 00:41

Veit bara að ég er með 4G net pung hérna lengst inní Eyjafirði. og ég er mjög sáttur. en á ekki Síminn þetta allt saman hvort eð er.. svo þeir ættu alltaf að vera með besta sambandið.. spurninginn sem þú ættir að vera spyrja, hverjir bjóða besta verðið kannski ? :)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 28. Jún 2016 10:32

Það eru held ég bara 2 dreifikerfi í gangi, Siminn og Vodafone.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6379
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf worghal » Þri 28. Jún 2016 10:36

KermitTheFrog skrifaði:Það eru held ég bara 2 dreifikerfi í gangi, Siminn og Vodafone.

Er nokkuð viss um að það séu bara 2. Svo eru hinir bara að piggybacka. Nova fer til dæmis gegnum vodafone síðast þegar ég gáði en mig minnir að þeir hafi verið að plana sitt eigið dreifikerfi.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf Blackened » Þri 28. Jún 2016 14:36

Nova eru með sitt eigið dreifikerfi að einhverjum hluta.. amk á Akureyri og nærsveitum og Mývatni



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf Halli25 » Þri 28. Jún 2016 16:04

Blackened skrifaði:Nova eru með sitt eigið dreifikerfi að einhverjum hluta.. amk á Akureyri og nærsveitum og Mývatni

Minnir að Voda/nova kerfið væri byggt upp í samvinnu þeirra tveggja
eru þá 2 kerfi Síminn og Nova/Vodafone


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf Snorrlax » Þri 28. Jún 2016 17:17

Síminn er með sitt eigið kerfi og Vodafone líka, Nova notar bæði sína eiginn senda og Vodafone sendana þegar þeir hafa ekki senda á staðnum


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: 4G dreifikerfið

Pósturaf russi » Þri 28. Jún 2016 17:31

Síminn er með sitt kerfi. Á þeim fáu stöðum sem Síminn er ekki með samband fæst roaming-samband við aðra senda. Sama á við önnur fyrirtæki, þau fá að roama inná Símasenda þar sem þeirra sendar nást ekki.

Nova fékk að nýta Vodafone í 3G ásamt því að setja upp nokkra senda sjálft, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, þegar kom að 4G var því öfugt farið - allavega var það þannig í byrjun.
Held að það hafi ekki mikið breyst.

Aftur á móti höndlar Nova traffíkina á annan hátt en Vodafone og fyrir vikið hafa notendur fengið stundum mismunandi upplifun af netsambandi þrátt fyrir að vera á sömu sellu.