Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Jún 2016 22:53

Er með Skoda Octavia 2013 og í vetur þá tók konan eftir því að miðstðin farþegamegin frammí blæs yfirleitt köldu lofti á lappirnar sama hvaða stilling er notuð.
Ef miðstöðin er stillt á heitt og blásturinn á gluggann þá kemur smá blástur með á fæturnar og sá blástur er ískaldur.
Ef miðstöðin er stillt á að blása á fæturnar þá kemur heitur blástur nálægt miðjunni (vinstra megin) en nær hurðinni (hægra megin) kemur kalt, sem sagt kalt og heitt á sama tíma.
Ég hringdi í umboðið og þeir sögðu að það kostaði amk. 30.000.- að bilanagreina bílinn og þá ætti eftir að laga, en líklega væri þetta eitthvað rafmagnstengt þar sem miðstöðin er rafmagnsstýrð. Persónulega þá finnst mér í hærra lagi að borga 30k fyrir viðgerð á þessu í bíl sem var ekki orðinn þriggja ára (minni á fimm ára ábyrgðarregluna) hvað þá að borga það fyrir bilanagreiningu.
Kannast einhver við svona bilun?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf appel » Mið 15. Jún 2016 23:00

Bílaumboðin eru krimmasamtök.

Þessvegna ek ég um á nær 20 ára gömlum bíl sem mér er skítsama um, og ef hann bilar þá bara fer ég til næsta fúskara sem yfirleitt nær að laga hann fyrir peanuts.


*-*

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf GuðjónR » Mið 15. Jún 2016 23:08

appel skrifaði:Bílaumboðin eru krimmasamtök.

Þessvegna ek ég um á nær 20 ára gömlum bíl sem mér er skítsama um, og ef hann bilar þá bara fer ég til næsta fúskara sem yfirleitt nær að laga hann fyrir peanuts.

Algjörlega, það skal engin segja mér að þetta sé eitthvað einsdæmi. Og auðvitað mátti strákgreyjið ekki segja mér hvað var að því þá hefði umboðið hugsanlega orðið af 30k+
Ekki séns að ég láti laga þetta hjá umboðinu,frekar hef ég þetta svona áfram. Svo er auðvitað spurning um að láta reyna á fimm ára regluna.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf pattzi » Mið 15. Jún 2016 23:22

Það þýðir ekkert að versla við umboðið ætluðu að rukka mig 200k fyrir tímareima og vatnsdæluskipti og smurningu í octaviu 1.8t 2002 árgerð

Slapp við það að eiga við þá og lét gera það á verkstæði hér á akranesi fyrir 100þ

samt sammála appel best að eiga bíla sem manni er sama um ..en ekki þannig með skodann hjá mér ..þetta er nefnilega ágætis bíll nema á sín rafmagnsvandamál ss flöktir í mælaborði og vill ekki alltaf í gang en finnst ekkert hvað er að búinn að reyna allt ss skipta um kerti háspennukefli og ég veit ekki hvað og hvað ábyggilega búið að eyða 400-500þ í hann núna á síðustu 2 árum ..............



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1524
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf vesi » Mið 15. Jún 2016 23:34

Ég myndi ath verkstæði, Reyna að fynna einhvern sem gæti lesið tölvuna í honum, látið mig fá kóðann sem kemur upp í henni og taka ákvörðun út frá því.
gætir þurft að borga 5-10k(síðast þegar ég var í veseni,soldið síðan).

Þessir lásu fyrir mig síðast og voru mjög sanngjarnir. það gæti hafa breyst.
http://www.bilson.is/

Varðandi svona bilanir, þá er þetta ekki allveg eins og skipta um bremsuklossa eða disk, það er frekar simple á flestum. En ég hef lent í að þurfa rífa allveg fram í "hvalbak" til að losa lauf frá einhverju vatnskassa-elementi þar sem það hafði komist niður framhjá grófsíunni í loftinntakinu. ef þetta er ekki gert rétt þá endar yfirleitt eithvað brotið,ekki í sambandi og ískur eða smellir innúr.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf lukkuláki » Mið 15. Jún 2016 23:40

Bílson er rétti staðurinn fyrir svona vesen talaðu við Halldór, toppmaður.
Og Bjarki er algjör meistari.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf brain » Fim 16. Jún 2016 02:28

Spurstöð N1 Ártúni les kóda frítt.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 68
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf demaNtur » Fim 16. Jún 2016 09:05

Þetta er að öllum líkindum vatnslás, hitar bíllinn sig eðlinlega hjá þér? Fer nálin (hitamælis) af bláu línunni jafn hratt upp í miðju og hann gerði þegar þú fékkst hann fyrst? Flöktir nálin eitthvað í keyrslu? (kannski rétt niður að kalda, eða rétt upp að hita)




Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf Axel Jóhann » Fim 16. Jún 2016 09:39

Sæll, getur kíkt til okkar í Bílvogi, erum að þjónusta alla VW Skoda, Audi Mmc og fleiri bíla.

Lestur kostar 4.700 hjá okkur og tímagjaldið er 12.500 m/vsk síminn er 564-1180 eða bilvogur@simnet.is


i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2016 09:39

demaNtur skrifaði:Þetta er að öllum líkindum vatnslás, hitar bíllinn sig eðlinlega hjá þér? Fer nálin (hitamælis) af bláu línunni jafn hratt upp í miðju og hann gerði þegar þú fékkst hann fyrst? Flöktir nálin eitthvað í keyrslu? (kannski rétt niður að kalda, eða rétt upp að hita)


Ef þetta væri vatnslásinn þá væri væntanlega allur blástur úr miðstöðinni kaldur, ekki bara til fóta farþegamegin ....

Er þessi 5 ára ábyrgð bara orðin tóm? Fellur þetta e.t.v. ekki undir ábyrgð?




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf vesley » Fim 16. Jún 2016 10:18

hagur skrifaði:
demaNtur skrifaði:Þetta er að öllum líkindum vatnslás, hitar bíllinn sig eðlinlega hjá þér? Fer nálin (hitamælis) af bláu línunni jafn hratt upp í miðju og hann gerði þegar þú fékkst hann fyrst? Flöktir nálin eitthvað í keyrslu? (kannski rétt niður að kalda, eða rétt upp að hita)


Ef þetta væri vatnslásinn þá væri væntanlega allur blástur úr miðstöðinni kaldur, ekki bara til fóta farþegamegin ....

Er þessi 5 ára ábyrgð bara orðin tóm? Fellur þetta e.t.v. ekki undir ábyrgð?


Get margvottað fyrir það að þessi ábyrgð hjá Heklu er vonlaus,svo gott sem nýr Wv Caddy í eigu pabba kom í 15-20þúskm skoðun að mig minnir og endaði reikningurinn nálægt 200þús krónum, reyndu að segja honum að klossarnir og diskarnir væru ónýtir eftir 15-20þús km sem er út í hött og neituðu svo að leyfa honum að skoða klossana og diskana sem voru á bílnum áður en skipt var um, eitthvað fleira var gert sem ég man ekki eftir.

Vw Polo í minni eigu, kemur loftpúðaljós í bílinn og er hann enn í ábyrgð (ekki orðinn 3 ára gamall). Reyna að fullyrða við mig að þetta hreinlega getur ekki bilað og því verður ekki skipt um þetta nema rukkað sé fyrir það, lesið var af bílnum og var svissinn til að slökkva á púðanum farþegamegin frammí gallaður og er það nokkuð algengt í þeim bílum, og þegar tiltekinn starfsmaður hjá Heklu fletti upp hvort þessi varahlutur hafi verið pantaður, sem hann hafði fullyrt við mig fyrr um að hafi aldrei verið pantaður í bíla hjá Heklu þá sá hann að það var oft búið að panta þetta í þessa bíla.

Vw Golf í eigu vinar míns, bíllinn ekki orðinn 2 ára gamall og hætta allir takkar og loftpúðinn í stýrinu að virka skyndilega, hefur hann samband við Heklu og láta þeir hann vita að þetta sé í ábyrgð og að hann mætti koma með bílinn til þeirra og láta skipta þessu út án einhvers kostnaðar, þegar hann kemur svo að sækja bílinn reyna þeir að rukka hann 90þús krónur fyrir vinnu og varahluti.

Ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég kaupi nýlegann bíl aftur sem er þjónustaður af Heklu.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 68
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf demaNtur » Fim 16. Jún 2016 11:46

hagur skrifaði:
demaNtur skrifaði:Þetta er að öllum líkindum vatnslás, hitar bíllinn sig eðlinlega hjá þér? Fer nálin (hitamælis) af bláu línunni jafn hratt upp í miðju og hann gerði þegar þú fékkst hann fyrst? Flöktir nálin eitthvað í keyrslu? (kannski rétt niður að kalda, eða rétt upp að hita)


Ef þetta væri vatnslásinn þá væri væntanlega allur blástur úr miðstöðinni kaldur, ekki bara til fóta farþegamegin ....

Er þessi 5 ára ábyrgð bara orðin tóm? Fellur þetta e.t.v. ekki undir ábyrgð?


Full fljótur á mér, las ekki allan póstinn, aðallega topic-ið og stykkorð úr lýsingunni :japsmile




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf B0b4F3tt » Fim 16. Jún 2016 19:26

Ég sé að menn eru frekar ósáttir með verðið og þjónustu hjá Heklu en ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég er mjög ánægður með þeirra þjónustu og verð. Ég átti Skoda Octavia 2005 módel og þurfti að láta skipta um tímareim og annað tilheyrandi. Hafði samband við nokkur verkstæði og Hekla var bara á pari við hina varðandi verð eða sirka 100 þúsund kall þannig að ég tók þeirra tilboði.
Svo keypti ég mér nýjan Octavia 2014 og eftir hálft ár var gírkassinn orðinn eitthvað leiðinlegur við mig þegar ég skipti milli 1. og 2. gírs. Þeir skoðuðu bílinn og komust að því að vatn hefði líklega komist inn á gírkassann og hann var farinn að ryðga að innan. Því var nýr gírkassi pantaður og ég fékk nýjan Mitsubishi Outlander til láns á meðan frá þeim. Ég borgaði ekki krónu fyrir neitt af þessu nema diesel olíuna sem fór á Outlanderinn sem var rífleg þar sem ég var með bílinn í láni sirka mánuð og ég keyri daglega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
Þannig að ég er sáttur við þjónustuna hjá þeim :)




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf AntiTrust » Fim 16. Jún 2016 19:48

Ég er örugglega búinn að eiga fleiri bíla en síma (lesist: marga) og það er frekar skondið hvað það er mikill service munur hjá Heklu á milli þess að mæta með Skoda/VW eða Audi. Premium brand, premium þjónusta - amk mín upplifun Audi megin hjá þeim.



Skjámynd

daddni
Fiktari
Póstar: 84
Skráði sig: Þri 20. Des 2005 22:53
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf daddni » Fim 16. Jún 2016 20:11

Þetta var að gerast með minn líka (Opel Vectra), þurfti bara að fylla á frostlög og þá lagaðist það.


Intel Core i7 6700 | ASUS Z170-Pro | STRIX GTX1070 |16.0GB DDR4 | 500B Samsung SSD 850 EVO


robbi553
Nörd
Póstar: 130
Skráði sig: Þri 24. Maí 2016 20:21
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf robbi553 » Fös 17. Jún 2016 13:08

Ég er enginn sérfræðingur, en gæti þetta ekki verið "heater core" sem er orðinn ónýtur... Hægt að panta nýjan á ebay fyrir skít á priki.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf kjartanbj » Fös 17. Jún 2016 20:45

robbi553 skrifaði:Ég er enginn sérfræðingur, en gæti þetta ekki verið "heater core" sem er orðinn ónýtur... Hægt að panta nýjan á ebay fyrir skít á priki.


Varahluturinn kostar kannski klink.. en að rífa mælaborðið nánast úr bílnum til þess að skipta um hann.. það kostar brjálað



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf DaRKSTaR » Lau 18. Jún 2016 03:47

prufa að resetta tölvuna með þvi að taka plúsinn af geymirinum í nokkrar min.

endalausir nemar og rusl í þessum bílum í dag.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


fantis
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fös 16. Okt 2009 19:19
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Miðstöð í Skoda Octavia blæs alltaf köldu

Pósturaf fantis » Lau 18. Jún 2016 07:26

Er teppið bakvið bílstjóra sætið blautt?