sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080


Höfundur
htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf htmlrulezd000d » Mán 13. Jún 2016 15:03

Góðann daginn. Ég er að velta fyrir mér verðinu á Gigabyte 1080 sem er væntanlegt hjá ykkur.
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814125869 hér er sama kort sem kostar 80.275kr, ef við bætum VAT á þetta kort þá er það 80.275 + 19.266 = 99.541.
Svo eruð þið að bæta ofan á þetta 50 þúsund krónum ? Þið kaupið þetta í stykkjatali og fáið afslátt á það svo ég er að spá hvernig í ósköpunum réttlætið þetta verð. Ég skil að þið þurfið auðvitað að skila hagnaði en fyrir mér lítur þetta út fyrir að vera eintóm græðgi.
Ég er opin fyrir leitréttingum og langar að fá svar hjá ykkur um þetta.


Svona hljómar bréfið sem ég sendi þeim í gær, hvað finnst ykkur. Er ég galinn eða er ekki frekar truflandi að þeir bæta 50.000kr verðlagninu á skjákortið. Langar að skapa umræðu og er opin fyrir leiðréttingum ef ég er að reikna vitlaust.

Gigabyte 1080 á newegg 650$ = 80.275 + 19.266 = 99.541.
Gigabyte hjá tölvutek 149.990 kr.
https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gtx-1 ... 8gb-gddr5x

EDIT :

í tölvulistanum kostar MSI útgáfan 160.000kr http://tl.is/product/geforce-gtx-1080-gaming-x-8gb
Síðast breytt af htmlrulezd000d á Mán 13. Jún 2016 15:38, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Njall_L » Mán 13. Jún 2016 15:10

Vantar ekki að gera ráð fyrir flutningskostnaði, tollskýrslugerð og öðrum gjöldum í þessu dæmi hjá þér?

EDIT: Þar að auki færðu tveggja ára ábyrgð hérna og þarft ekki að senda kortið út til USA ef eitthvað bilar


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf brain » Mán 13. Jún 2016 15:18

Góð ábending hjá þér Njall_L

Líka að vsk er reiknaður allra síðast þannig að er ekki rétt upphæð.
Flestallar verslanir eru líka með ábyrgðargjald sem er % af upphæðini

Engin ábyrgð ef keypt er frá newegg.

htmlrulezd000d

Af hverju sendiru ekki hinum verslununum sama email ? 'Á bara að rtáðast á þann sem er með lægra verðið ?
Síðast breytt af brain á Mán 13. Jún 2016 16:04, breytt samtals 1 sinni.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Dúlli » Mán 13. Jún 2016 15:23

brain skrifaði:Góð ábending hjá þér Njall_L

Líka að vsk er reiknaður allra síðast þannig að er ekki rétt upphæð.
Flestallar verslanir eru líka með ábyrgðargjald sem er % af upphæðini

Engin ábyrgð ef keypt er frá newegg.

htmlrulezd000d

Af hverju sendiru ekki hinum verslununum sama email ? 'Á bara að rtáðast á þann sem er með lægsta verðið ?
Allveg samála þér þar, en tölvutek er ekki með lægsta verðið ef þú skoðar verðvaktinna, þá eru þeir með nánast hæsta verð munar um 5 krónur frá því að vera hæstir.

Tölvutækni á skilið hrós fyrir að vera með sangjarnt verð.




Höfundur
htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf htmlrulezd000d » Mán 13. Jún 2016 15:24

Njall_L skrifaði:Vantar ekki að gera ráð fyrir flutningskostnaði, tollskýrslugerð og öðrum gjöldum í þessu dæmi hjá þér?

EDIT: Þar að auki færðu tveggja ára ábyrgð hérna og þarft ekki að senda kortið út til USA ef eitthvað bilar


Jú örugglega, er sá kostnaður himinhár eða ? Er kannski 150.000kr réttlætanlegt verð. Mér finnst það bara svo skrítið í ljósi þess að Founders Edition (refrence) kortin hjá nvidia eru dýrari en costume kortin í USA en dýrari hérna heima.
Án þess að vita það þá kaupa þeir þessi kort í stykkjatali og fá magnafslátt. Kostar kannski smá slikk að senda það hingað og eru þeir að borga mikið fyrir tollskýrslugerð ?




Höfundur
htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf htmlrulezd000d » Mán 13. Jún 2016 15:32

brain skrifaði:Góð ábending hjá þér Njall_L

Líka að vsk er reiknaður allra síðast þannig að er ekki rétt upphæð.
Flestallar verslanir eru líka með ábyrgðargjald sem er % af upphæðini

Engin ábyrgð ef keypt er frá newegg.

htmlrulezd000d

Af hverju sendiru ekki hinum verslununum sama email ? 'Á bara að rtáðast á þann sem er með lægsta verðið ?


Ég ákvað bara í forvitni minni að senda þeim email útaf þeir voru með svo hátt verð á þessari vöru. Ég hefði kannski getað orðað emailið betur og það hljómar eins og ég sé að ráðast á þá, þessvegna langaði mig að fá álit ykkar á vaktinni.
Þú getur keypt eins og tveggja ára ábyrgð frá newegg á 35 og 60 dollara, svo það er rangt hjá þér.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Henjo » Mán 13. Jún 2016 15:34

haha meðan við tölum um Tölvutek,

https://www.tolvutek.is/vara/steam-styr ... ar-svartur

Hann kostar innan við 50 dollara úti. Sem eru um 6000kr. Hann kostar síðan 25.000 hjá Tölvutek?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Dúlli » Mán 13. Jún 2016 15:46

htmlrulezd000d skrifaði:
brain skrifaði:Góð ábending hjá þér Njall_L

Líka að vsk er reiknaður allra síðast þannig að er ekki rétt upphæð.
Flestallar verslanir eru líka með ábyrgðargjald sem er % af upphæðini

Engin ábyrgð ef keypt er frá newegg.

htmlrulezd000d

Af hverju sendiru ekki hinum verslununum sama email ? 'Á bara að rtáðast á þann sem er með lægsta verðið ?


Ég ákvað bara í forvitni minni að senda þeim email útaf þeir voru með svo hátt verð á þessari vöru. Ég hefði kannski getað orðað emailið betur og það hljómar eins og ég sé að ráðast á þá, þessvegna langaði mig að fá álit ykkar á vaktinni.
Þú getur keypt eins og tveggja ára ábyrgð frá newegg á 35 og 60 dollara, svo það er rangt hjá þér.



Það vita allir að tölvutek er orðin mesta okur búð landsins.

En jemminn þarft að kynna þér örlítið áður en þú þrætir.
  • Tölvutek er með aftermarket kort, Gigabyte kort er klukkað hærra, betri kæling og að mínu mati drullu töff fyrir áhuga menn.
  • Þótt þú kaupir ábyrgð á newegg og segjum að kortið bilar eftir 2 mánuði þá er það á þínum vegum að koma því til þeirra og þú greiðir úr þínum eigin vasa með ef þú ferð með kortið í tölvutek og það sést að það er bilað áttu að fá strax nýtt kort.
  • Að sjálfsögðu þarf tölvutek að bæta álagningu, þú þarft að hugsa að þeir þurfa að reikna út frá því hvað það kosti að flytja inn stk. Ekki eins og þeir séu að kaupa inn 100+ kort, það eru mjög fáir sem geta hent 100þ + í skjákort og ef þeir endan með lager þá tapa þeir á þessu.

Bottom line þótt þetta sé ekki topp of the line fyrirtæki þeir þurfa samt að geta greitt laun, tryggingar, húsnæði. Að auki er þetta vitlaust reiknað hjá þér.

bætt Við :

Frekar myndi ég drulla yfir Tölvulistan, þeir eru að rukka meira fyrir 1080 founders edition kort en Tölvutek vill fyrir Gigabyte útgáfuna.
Síðast breytt af Dúlli á Mán 13. Jún 2016 15:50, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jún 2016 15:50

Verð miðast almennt af framboði og eftirspurn, og það á þá ekki einungis við hjá Tölvutek, heldur einnig þeirra birgjum. Finnst líklegt að Tölvutek taki t.d. Gigabyte vörurnar sínar í gegnum dreifileiðir í Evrópu. Með það fyrir sjónum, að þá vitum við ekkert hvaða verð þeir eru að kaupa þetta inn á, það getur alveg verið munur á verði milli heimsálfa, þar sem oft er boðið lægra verð í USA en í Evrópu.

Auk þess linkar þú á kort hjá NewEgg sem er ekki einu sinni til á lager, þannig að þú gætir ekki keypt það á þessu verði í dag þó þú vildir. Ég ætla ekki að fara út í alla þá þætti sem saman mynda verðlagið á Íslandi, þar sem sú umræða hefur oft verið tekin hér á Vaktinni, en það má helst nefna að sendingarkostnaður, sérstaklega með hraðsendingum, er umtalsverður, sem og allur rekstarakostnaður (laun, húsnæði og þ.m.t. fasteignagjöld, tryggingar ofl.).

Ef þú ert ósáttur með verðlagið, þá bara pantar þú að utan. Það er ekki eins og þetta séu matvæli eða önnur nauðsynjavara, sem ég tel að við eigum frekar að eyða púðri í að krefjast réttlætingar á frá búðareigendum.




Höfundur
htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf htmlrulezd000d » Mán 13. Jún 2016 15:53

Takk fyrir svörin !




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Manager1 » Mán 13. Jún 2016 16:00

Er ekki Newegg að borga laun, fasteignagjöld, tryggingar ofl. sem og allar aðrar verslanir í heiminum? Að réttalæta mismun á verði hjá verslunum með þessum hlutum á ekki rétt á sér að mínu mati. Strúktúrinn hjá Newegg og Tölvutek er kannski ekki sá sami og gjöldin ekki þau sömu eftir því en í grunninn eru allar verslanir að borga þessa hluti.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 466
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf worghal » Mán 13. Jún 2016 16:03

eru búðirnar hérna heima að borga erlendu retail verðin fyrir sín kort frá byrgjum?
ég neita að trúa því að kort sem kostar 650$ á newegg kosti þá hérna heima 650$ frá byrgjum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf htmlrulezd000d » Mán 13. Jún 2016 16:26

Ég ætla ekki að vera með neinn áróður á tölvutek svo ég læt svarið fylgja. Ég veit það næst að vera ekkert að rífa mig um hluti sem ég veit ekki um en sé samt ekki eftir því þar sem ég reynslunni ríkari.

Takk fyrir ábendinguna en þar sem við erum í beinu samstarfi við GIGABYTE erum við settir undir hatt hjá Evrópu sem söluaðili og er verð okkar í samræmi við verð í Evrópu.
Ábyrgðarmál í Evrópu eru í nokkuð betri málum en í Bandaríkjunum þar sem framleiðendur komast upp með að setja ábyrgð alveg niður í 30 daga en við veitum fulla 2ja ára ábyrgð á kortinu án óeðlilegra fyrirvara.

Ef þú prufar að haka við „2 year extended Repair coverage“ hjá Newegg sem þó er háð takmörkunum umfram Evrópska ábyrgð hækkar kortið hjá Newegg í 719,99.USD og er þá komið í um 115 þúsund án flutningskostnaðar, tollgjalda og annars kostnaðar en ef kortið bilar þarft þú að senda það á þinn kostnað til Newegg býst ég við. En þú gætir borið okkur saman við Amazon í Bretlandi þar sem kortið kostar 599,99.GBP á sérstöku tilboði núna sem skilar þá 104.995+VSK=130.194 án flutningskostnaðar og tollgjalda sem telur um 10-15 þúsund krónur og þá ertu kominn nokkuð nálægt okkar verði kr. 149.990 með ábyrgð á Íslandi og þjónustu ef eitthvað kemur uppá.

Miðað við okkar skoðun hérlendis sem erlendis eru þessi betri kort en Founders Edition (kort eins og GIGABYTE GAMER G1, ASUS Strix, MSI Gaming) öll að kosta um 150 þúsund meðan hægt er að fá Founders Edition kort alveg niður í 125 þúsund.

Með von um að þú sjáir þér hag í að versla kortið á heimaslóðum, en við verðum að sjálfsögðu vakandi fyrir verðlækkunum ef tækifæri bjóðast.

Bestu kveðjur,
Einar Þór Sigurgeirsson
Innkaupastjóri




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Klemmi » Mán 13. Jún 2016 16:27

Manager1 skrifaði:Er ekki Newegg að borga laun, fasteignagjöld, tryggingar ofl. sem og allar aðrar verslanir í heiminum? Að réttalæta mismun á verði hjá verslunum með þessum hlutum á ekki rétt á sér að mínu mati. Strúktúrinn hjá Newegg og Tölvutek er kannski ekki sá sami og gjöldin ekki þau sömu eftir því en í grunninn eru allar verslanir að borga þessa hluti.


Finnst þú vera í mótsögn við sjálfan þig. Þú segir að gjöldin séu ekki þau sömu, en samt finnst þér það ekki réttlæta verðmun? :svekktur

Risa vöruhús sem selur tug- ef ekki hundruði þúsundi vara á dag einungis í gegnum netið er að borga talsvert minna í allan kostnað tengdan hverri sölu heldur en retail verslun á Íslandi. Þetta er bara engan veginn sambærilegt.




AIBomania
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 13. Jún 2016 16:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf AIBomania » Mán 13. Jún 2016 16:49

Verðið á GTX 1080 kortunum vega þungt á mínu litla hjarta en samkvæmt mínum útreikningum eru verðin hérna á Íslandi ekki óraunhæf. En það er eitt sem ég skil ekki alveg og það er hvernig verslanir hér eru að selja aftermarket kort á mun hærra verði en Founders Edition kortin? Hvernig stendur á því? Allstaðar annarstaðar eru FE kortin dýrari en AIB.

Hefur einhver hugmynd hver ástæðan fyrir því gæti verið?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1263
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Njall_L » Mán 13. Jún 2016 17:13

AIBomania skrifaði:Verðið á GTX 1080 kortunum vega þungt á mínu litla hjarta en samkvæmt mínum útreikningum eru verðin hérna á Íslandi ekki óraunhæf. En það er eitt sem ég skil ekki alveg og það er hvernig verslanir hér eru að selja aftermarket kort á mun hærra verði en Founders Edition kortin? Hvernig stendur á því? Allstaðar annarstaðar eru FE kortin dýrari en AIB.

Hefur einhver hugmynd hver ástæðan fyrir því gæti verið?


Framboð og eftirspurn


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf mind » Mán 13. Jún 2016 18:55

Klemmi skrifaði:Ef þú ert ósáttur með verðlagið, þá bara pantar þú að utan. Það er ekki eins og þetta séu matvæli eða önnur nauðsynjavara, sem ég tel að við eigum frekar að eyða púðri í að krefjast réttlætingar á frá búðareigendum.


Ég verð bara taka undir með Klemma. Það er hérna verið að ræða um hátt verð á gott sem hátískuvöru sem er ekki nauðsynjavara, er til í mjög takmörkuðu upplagi, er fáanleg frá öðrum mörkuðum, er í geira sem er ekki þekktur fyrir háar álagningar (apple undanskilið).

Jafnvel þó maður keypti þetta kort á hæsta verðinu þá ef maður myndi skoða hlutina í árslok, þ.e. hvar maður borgaði of mikið fyrir eitthvað sem var ekki þess virði, þá efast ég um að svona hlutur kæmist einusinni fyrir á blaðinu.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf audiophile » Mán 13. Jún 2016 21:56

Mér finnst alveg gegnumgangandi hér á vaktinni lítill skilningur fyrir hvernig rekstur virkar. Álagning borgar allan rekstrarkostnað. Ekki bara laun, fasteignagjöld, rafmagn, hita eða leigu af húsnæði, heldur allt niður í heftin sem notuð voru til að hefta kassakvittunina við ábyrgðarnótuna þína.

Svo er vælt yfir lélegri þjónustu hægri vinstri. Hvað haldiði að borgi fyrir topp þjónustu og starfsfólk með mikla reynslu?

Það vilja allir allt fyrir ekkert. Það bara virkar ekki þannig.

:-k


Have spacesuit. Will travel.


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Manager1 » Mán 13. Jún 2016 22:13

audiophile skrifaði:Mér finnst alveg gegnumgangandi hér á vaktinni lítill skilningur fyrir hvernig rekstur virkar. Álagning borgar allan rekstrarkostnað. Ekki bara laun, fasteignagjöld, rafmagn, hita eða leigu af húsnæði, heldur allt niður í heftin sem notuð voru til að hefta kassakvittunina við ábyrgðarnótuna þína.

Svo er vælt yfir lélegri þjónustu hægri vinstri. Hvað haldiði að borgi fyrir topp þjónustu og starfsfólk með mikla reynslu?

Það vilja allir allt fyrir ekkert. Það bara virkar ekki þannig.

:-k

Það gera sér allir grein fyrir því að það þarf að vera álagning á vörunni, en það má endalaust deila um hvað sé "rétt" álagning og það er það sem er verið að gera hérna :-)



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf mind » Mán 13. Jún 2016 23:40

Manager1 skrifaði:
audiophile skrifaði:Mér finnst alveg gegnumgangandi hér á vaktinni lítill skilningur fyrir hvernig rekstur virkar. Álagning borgar allan rekstrarkostnað. Ekki bara laun, fasteignagjöld, rafmagn, hita eða leigu af húsnæði, heldur allt niður í heftin sem notuð voru til að hefta kassakvittunina við ábyrgðarnótuna þína.

Svo er vælt yfir lélegri þjónustu hægri vinstri. Hvað haldiði að borgi fyrir topp þjónustu og starfsfólk með mikla reynslu?

Það vilja allir allt fyrir ekkert. Það bara virkar ekki þannig.

:-k

Það gera sér allir grein fyrir því að það þarf að vera álagning á vörunni, en það má endalaust deila um hvað sé "rétt" álagning og það er það sem er verið að gera hérna :-)


Vissulega, en það er smá öfugsnúið að vilja kaupa almennt talið hraðvirkasta skjákortið á markaðinum en vera ósáttur við verðið. Ef við færum þetta t.d. í samhengið að vilja kaupa hraðvirkasta bílinn á markaðinum en kvarta yfir verðinu á honum. Ef magnið af hlutnum er takmarkað þá ertu meira að keppa við hvað aðrir eru tilbúnir að borga fyrir hann frekar en annað, sbr. þegar listaverk fara á upphæðir sem væri hægt að kaupa lítil lönd fyrir :D




ormurinnlangi
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 13. Júl 2010 14:30
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf ormurinnlangi » Sun 03. Júl 2016 23:45

Afsakið að ég sé að endurvekja 2 vikna þráð.

En skv því sem ég hef tekið eftir eru aftermarket kortin orðin dýrari erlendis en Founders Edition 1080 (áðurnefnt Reference card) þar sem NVIDIA eru að gefa út Founders Editionið sjálfir og þannig að halda sér í samkeppninni. MSRP á að vera um 600$ en flestir aftermarket framleiðendur eru rétt yfir 700$ til 750$.


ASUS P8H61, Intel i5 - 2500k 3.3 GHz, GTX 560 Ti, 8Gb Ram.

Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: sendi Tölvutek bréf varðandi verð á Gigabyte 1080

Pósturaf Hnykill » Mán 04. Júl 2016 00:58

Tölvutek eru umboðsaðili Íslands fyrir Gigabyte vörur.. hvort það er skjákort eða annað... Tölvutek er samt einhvervegin eina fyrirtækið sem heldur að það sé ekki fylgst með þeim á netinu og annað. alltaf 10 kalli dýrari en aðrir ! .. en samt 3d party kæling er allt.. og já.. ég er að bíða eftir GTX 1070 :)


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.