SELT. ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
muslingur
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 10:05
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

SELT. ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf muslingur » Sun 05. Jún 2016 10:51

Keypti 2 svona kort hér og planið var að "crossfire" en eftir mikið hugs þá er það hálfgert overkill svo annað er til sölu á sama og ég náði niður í verði eða 31þ. :þ Umbúðir fínar og fylgihlutir. https://www.asus.com/Graphics-Cards/R9290DC24GD5/
Síðast breytt af muslingur á Sun 05. Jún 2016 20:08, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hvislarinn
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 07. Apr 2012 18:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: (TS) ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf hvislarinn » Sun 05. Jún 2016 19:40

Hvaða bésvítans... moðerfokk!

Ég er með GTX 760 sem ég er búinn að vera mjög sáttur við, en fór um daginn að spá í hvort ég ætti ekki að fá mér annað og keyra SLI. Blessunarlega áttaði ég mig á því að ég er spasstískur og móbóið mitt er Crossfire áður en ég fjárfesti í öðru korti, en er núna farinn að fylgjast með ATI kortum hérna á Vaktinni uppá að uppfæra núna og vera svo með möguleikann á að bæta öðru korti í Crossfire seinna. (cool story bro, ég veit)

Aaaallavega, mér leist fínt á spekkana á kortinu þínu en grunaði sterklega að þig vantaði smá verðlögreglufylgd, enda veit ég allt miklu betur en allir aðrir. Ég gúglaði þetta allt í döðlur en því meira sem ég skoða þetta, því minna skil ég. Hvar keyptirðu þetta kort eiginlega og hvenær? Ég finn engin ummerki um það hjá neinni íslenskri tölvuverslun. En þær eru flestar með R9 380 kortin a milli 50 og 60 þúsundkélla, sem mér finnst benda til þess að 30 þúsundkéll fyrir R9 290 sé bara frekar sanngjarn prís. Benchmörkin virðast staðfesta að þau performi svipað en verðið á R9 290 er allsstaðar miklu hærra en á 380. Og svo til að fullkomna furðulegheitin er R9 290 líka dýrara en R9 290X, sem ku vera mun afkastameira þrátt fyrir að vera bara oggopoggulítið yfirklukkað--core klukkan úr 947MHz í 1000MHz og minnisklukkan úr 1125MHz í 1250MHz skilar boosti á 3DMark 11 einkuninni úr 14570 stigum í 32271 stig!

Semsagt, 5,6% yfirklukkun á kjarnanum og 9% á minninu skilar sér í 2.2X betri 3DMark 11 skori! Og 70% hærra particle simulation skori!

Mynd

Eins og sést er hvort kortið eldra en hitt skv. GPUboss en staðreyndin að þau komu bæði út á undan hinu er klárlega ekki það undarlegasta við tilveru þessara korta.

En jæja, ég er kominn með blóðnasir í bæði augun af þessu öllu og ætla að slútta þessari ritgerð áður en ég tapa því litla sem eftir er af glórunni. Mig langaði bara að bera þessar leyndardómsfullu tölur undir þig ef svo vildi til að þú skildir þetta betur en ég, og spyrja þig hvar þú hafir keypt þessi kort og hvenær. Já og ég hef semsagt áhuga á að kaupa af þér aukreitiskortið og vildi benda á að tvö R9 290 í Crossfire er "hálfgert overkill" á svipuðum skala og að losa sig við fílapensla með haglabyssu :megasmile




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 386
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: (TS) ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf Haflidi85 » Sun 05. Jún 2016 19:57

haha, þvílík lesning.

Sko 290 og 290x (fyrir utan 295x2, sem er enthusiast dual cpu kort) voru flaggskipin fyrir 200 línuna hjá AMD á sínum tíma. 290 er basicly bara gimpað 290x. Svo kemur 300 línan og 390 og 390X eru bara uppfærð 290 og 290x þ.e. búið að stækka minnin í þeim úr 4gb í 8 gb og laga architecturinn eitthvað örlítið og hækka klukkutíðnina svo þau skila eitthvað örlítið meiri hraða en 290 og 290x kortin.

Ég man ekki hvaðan 380 kemur, held að það sé nýtt kort frá grunni, það er samt talsvert verra kort en gamla 280x ef ég man rétt.

Ég vona að þetta skýri þetta eitthvað smá, en 290 er betra kort en 380, getur vel verið að eitthvað að þessu sé ekki alveg rétt hjá mér en minnir að þessi kort séu nokkurnveginn svona.




Höfundur
muslingur
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 10:05
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: (TS) ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf muslingur » Sun 05. Jún 2016 20:07

Auðvitað er þetta kort selt og það gerðist strax :þ



Skjámynd

hvislarinn
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 07. Apr 2012 18:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: (TS) ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf hvislarinn » Sun 05. Jún 2016 23:11

Haflidi85 skrifaði:haha, þvílík lesning.

Sko 290 og 290x (fyrir utan 295x2, sem er enthusiast dual cpu kort) voru flaggskipin fyrir 200 línuna hjá AMD á sínum tíma. 290 er basicly bara gimpað 290x. Svo kemur 300 línan og 390 og 390X eru bara uppfærð 290 og 290x þ.e. búið að stækka minnin í þeim úr 4gb í 8 gb og laga architecturinn eitthvað örlítið og hækka klukkutíðnina svo þau skila eitthvað örlítið meiri hraða en 290 og 290x kortin.

Ég man ekki hvaðan 380 kemur, held að það sé nýtt kort frá grunni, það er samt talsvert verra kort en gamla 280x ef ég man rétt.

Ég vona að þetta skýri þetta eitthvað smá, en 290 er betra kort en 380, getur vel verið að eitthvað að þessu sé ekki alveg rétt hjá mér en minnir að þessi kort séu nokkurnveginn svona.


Takk fyrir þetta, ég var með öll þessi vélbúnaðarmál á hreinu fyrir ekki svo mörgum árum síðan en maður má ekki líta af þróuninni í þessu nema í nokkrar mínútur án þess að heilu kynslóðirnar fari alveg framhjá manni. Ég vissi t.d. ekki að þetta "X2" ævintýri væri komið aftur af stað í GPU deildinni; ég hélt að GeForce 9800 GX2 katastrófan forðum daga hefði sýnt ótvírætt allar ástæðurnar fyrir því að það er bara ekki halal að troða tveimur svona orkuhákum saman í eina PCIe X16 rauf.

muslingur skrifaði:Auðvitað er þetta kort selt og það gerðist strax :þ


Já, skrambans ólukka... ég var nokkuð vongóður afþví þú varst bara nýbúinn að pósta auglýsingunni þegar ég sá hana en það var alveg fullt dagsverk að gúgla þetta allt, lesa benchmörk, skrifa doðrantinn hér að ofan, rífa hár mitt og skegg og sitja kjökrandi inni í fataskáp smyrjandi kotasælu í handarkrikana á mér. Það var náttúrulega við því að búast að Vaktarnördarnir yrðu fljótir að sjá að þetta væri alveg Bernaise kort á tómatsósuverði. Eins og þeir segja vestra: he who hesitates, masturbates.

EN þó ég sé núna orðinn kexruglaður af óhóflegri kaffidrykkju og ofgúglun í dag er ég með eitt alveg á krystaltæru: þú hreinlega verður að yfirklukka skjákortið þitt aðeins. Það er svo væg yfirklukkun að fara með það í 1000MHzGPU/1250MHzVRAM að þú þarft hugsanlega ekki einusinni að yfirvolta það neitt og performance boostið er sjokkerandi miðað öll benchmörkin sem ég sá í dag.

Og ég lofa að hætta að nota þetta sölutopic sem bloggið mitt ef þú gefur mér þó ekki væri nema smávísbendingu um hvar þú fékkst þessi kort á þessu verði. [-o<




Höfundur
muslingur
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Þri 05. Nóv 2013 10:05
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: SELT. ASUS Radeon R9 290 DirectCU II

Pósturaf muslingur » Sun 05. Jún 2016 23:34

Keypti 2 svona kort hér og planið var að "crossfire" en eftir mikið hugs þá er það hálfgert overkill ..... eins og ég sagði fyrst þá fékk ég kortin hér á Vaktinni og var sett 35 á hvort en slegin á 31..selt aftur 31 :þ