Sælir Vaktarar
Þannig er mál með vexti að ég er nýbúnin að fá mér 144 Hz skjá (keypti mér http://att.is/product/asus-24-vg248qe-skjar) sem að hefur verið að virka æðislega vel fyrir mig. Hinsvegar er skjákortið mitt GTX 760 c.a. 3 ára gamalt farið að hamla FPS í leikjum hjá mér (Yfirleitt í kringum 70-80 í meira intense leikjunum. Þannig að ég held að það sé kominn tími að uppfæra og lýtur GTX 970 best út. Hinsvegar er ég að velta fyrir mér hvort að nýja serían frá NVidia sé væntanleg því að það er ekkert verra en að kaupa sér nýjan íhlut og fá svo að vita að það er að koma betri sería innan skamms.
Er það þess virði að uppfæra úr GTX 760 2GB í GTX 970 4GB eða ætti ég frekar að bíða eftir nýjustu seríu frá NVidia og fá kort sem að mun hugsanlega endast lengur?
Skjákort sem þið mælið með
-
- Skrúfari
- Póstar: 2400
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort sem þið mælið með
Það eru orðrómar um að það mundi eitthvað af nýjustu kynslóð frá Nvidia koma á markað Júní/júlí. Hvort að það vera hige end kortin eða low/mid er óljós.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- has spoken...
- Póstar: 159
- Skráði sig: Fös 16. Jan 2015 23:57
- Reputation: 13
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort sem þið mælið með
En 970 er bara 3.5gb. Ertu búinn að íhuga AMD 390/390x sem er 8gb og kraftmeiri ?
i7 8700K - H100i GTX - Asus Z370-A Prime - GTX 1080 STRIX - Corsair Vengeance 16GB 2400mhz DDR4 - Samsung 970 EVO+ 250GB NVMe - Samsung 850 Pro 512GB - 4TB HDD - Corsair RM1000 - Corsair Obsidian 450D - 34" LG 34UC87M-B - Logitech G9x - Logitech Z623
Re: Skjákort sem þið mælið með
Persónulega myndi ég bíða, nýju Pascal kortin eiga að vera stórt stökkí útaf nýrri framleiðslu aðferð 16nm í stað 28nm sem hefur verið í notkun síðann 2011.
Qnix Qx2710 @ 110Hz - MK disco - logitech g502 - 16 GB dd3 - i5 4670k @ 4.5Ghz delid 1.335v - Corsair H60 - EVGA 1070 FTW - Samsung Evo.
Re: Skjákort sem þið mælið með
GTX 970 virkilega gott kort í 1080p og er mjög svipað og r9 390 í þeirri upplausn. En ef þú ferð í stærri upplausn þá er 390 mikið betra. 3.5Gb skiptir engu máli í 1080p nema þú sért að modda t.d. skyrim með super stórum 4k sömplum. Þannig að ef þú þarft ekki að nota Nvidia fítusana þá er r9 390 betri kostur EF þú ert með nógu góðan aflgjafa því að 390 þarf miklu meiri straum.Ef þú ert ekkert að drífa þig þá ættu nýju kortin að koma á markaðinn í sumar og þá er kannski hægt að picka upp góðan díl á núverandi kortum. ATH hvorugt kortið mun runna BF4 í Ultra í 144 fps en með örfáum stillingum ekki í max ættir þú að ná því.
Re: Skjákort sem þið mælið með
Persónulega myndi ég bíða eftir að sjá hvernig nýju nVidia kortin verða. GTX970 er góður kostur en það er svo stutt í að hin verði kynnt. Ég prófaði sjálfur að vera með AMD 390X kort og sá mikið eftir að hafa keypt það, fannst það alls ekki þess virði fyrir peninginn. Það var hávært, performaði alls ekki vel, það var mikið um stuttering og allt sem að hét hugbúnaðrlegur stuðningur frá AMD var ekki til fyrirmyndar.
Löglegt WinRAR leyfi
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 24
- Skráði sig: Lau 09. Apr 2016 01:17
- Reputation: 11
- Staða: Ótengdur
Re: Skjákort sem þið mælið með
Takk fyrir svörin
Ég vildi helst uppfæra um miðjan júní til að vera með öflugari vél þegar No Man's Sky kemur út.
Held ég bíði rólegur þangað til að eitthvað kemur frá NVidia.
Ég vildi helst uppfæra um miðjan júní til að vera með öflugari vél þegar No Man's Sky kemur út.
Held ég bíði rólegur þangað til að eitthvað kemur frá NVidia.