Verð á tölvum á Íslandi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fim 21. Apr 2016 20:25

http://www.visir.is/sameiginlegt-tolvuu ... 6160429821

Hvað á maður að lesa úr þessu um verðlagningu á tölvum til neytenda?

Að geta boðið 50% afslátt...

Maður fær á tilfinninguna að þetta sé svipað ástand og var hjá BYKO og húsó fyrir hrun, verð voru almennt ofur há og svo fékk fagfólk þrusu afslátt.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf chaplin » Fim 21. Apr 2016 20:43

Ég man þegar ég átti að finna vinnustöðvar jálk (workstation) fyrir vinnuna, það þurfti að vera Quadro kort í vélinni. Til að gera langa sögu stutta, að þá fór ég á síðuna hjá Opnum Kerfum og fann skjákort sem kostaði $99 á 99.900 kr. Kort sem kostaði undir 20.000 Kr komið heim með öllum gjöldum kostaði 100.000 kr. +500% álagning

edit
Dæmi: Quadro NVS450 - OKBeint: 126.252 Kr - Amazon: $190 (tæplega 30.000 Kr)

Dálítið erfitt að finna kortið á netinu enda 5 ára gamalt.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf GuðjónR » Fim 21. Apr 2016 20:47

chaplin skrifaði:Ég man þegar ég átti að finna vinnustöðvar jálk (workstation) fyrir vinnuna, það þurfti að vera Quadro kort í vélinni. Til að gera langa sögu stutta, að þá fór ég á síðuna hjá Opnum Kerfum og fann skjákort sem kostaði $99 á 99.900 kr. Kort sem kostaði undir 20.000 Kr komið heim með öllum gjöldum kostaði 100.000 kr. +500% álagning


Svo gefa þeir 50% afslátt af 100k og selja það á 50k sem er "bara" 250% álagning, og ríkið hæstánægt að fá 50% afslátt.
Það er snilld!



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf chaplin » Fim 21. Apr 2016 20:55

Ég einmitt bað um verð frá Tölvutækni og gátu þeir útvegað sama kortinu á 20-25.000 Kr (með 2-3 ára ábyrgð) en það var vandamál að versla það þaðan vegna ríkiskaupasamningar (ef ég man rétt). Mig minnir að verslun þurfi að geta sýnt fram á að þeir geti þjónustað bæjarfélagið og sýnt fram á að verkstæðið gæti staðið undir álagsins.

Eitthvað rosalega kjánalegt og skrítið en mig minnir að við enduðum með að kaupa kortið hjá annarri verslun því þeir gátu boðið kortið á 60.000 Kr og voru inn í ríkiskaupasamningnum.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf hkr » Fim 21. Apr 2016 20:56

Veit ekki hvort þetta sé þetta uppboð en:
http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/ ... ugbunadur/

Miðað við þessar upplýsingar að þá eru þetta Advania, Nýherji, Omnis, Opin Kerfi, Epli og Tölvulistinn.

Hvernig er það annars, er "listaverð" með vsk?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fim 21. Apr 2016 21:41

GuðjónR skrifaði:
chaplin skrifaði:Ég man þegar ég átti að finna vinnustöðvar jálk (workstation) fyrir vinnuna, það þurfti að vera Quadro kort í vélinni. Til að gera langa sögu stutta, að þá fór ég á síðuna hjá Opnum Kerfum og fann skjákort sem kostaði $99 á 99.900 kr. Kort sem kostaði undir 20.000 Kr komið heim með öllum gjöldum kostaði 100.000 kr. +500% álagning


Svo gefa þeir 50% afslátt af 100k og selja það á 50k sem er "bara" 250% álagning, og ríkið hæstánægt að fá 50% afslátt.
Það er snilld!


ATH - veit fyrir víst að þó að vinnustöðvar séu innan rammasamnings, þá eru íhlutir það ekki. Þú verður að kaupa tölvuna af einhverjum innan rammasamnings en mátt kaupa skjákortið hvar sem er, svo lengi sem að viðskipti á íhlutum fari ekki yfir, held 2,5 milljónir á ári c.a. því að þá verður þér skylt að bjóða það út.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf Klemmi » Fim 21. Apr 2016 22:14

Málið er að það er ekki hægt að kenna búðunum um þetta.

Það er ríkið sem er að skemma fyrir neytandanum hér. Það heimtar 50% afslátt af listaverði, en er nokk sama um hvað listaverð vörunnar er, svo lengi sem þeir fá sinn 50% afslátt.
Þannig geta Ríkiskaup auglýst að þeir hafi sparað ríkinu svo og svo mikinn pening... út frá svakalegum afslætti frá listaverði.

Búðirnar geta ekki sagt ríkinu að eiga sig, þeir muni bara gefa x% afslátt, því að þá fer ríkið bara til einhvers annars sem skellir fram hærri prósentutölu.

Þetta gerir það að verkum að söluaðilar á vöru og þjónustu verða að verðleggja sig þannig að þeir fái ágætis framlegð eftir að vera búnir að gefa, í þessu tilfelli, 50% afslátt.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf chaplin » Fim 21. Apr 2016 22:33

Nú veit ég ekki betur en er

Ríkið != Reykjavíkurborg/Kópavogsbær/etc..?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 00:19

chaplin skrifaði:Nú veit ég ekki betur en er

Ríkið != Reykjavíkurborg/Kópavogsbær/etc..?


Það eru reyndar sveitafélög, þau eru almennt ekki aðilar að rammasamningum Ríkiskaupa heldur gera sína eigin rammasamninga.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 00:30

Klemmi skrifaði:Málið er að það er ekki hægt að kenna búðunum um þetta.

Það er ríkið sem er að skemma fyrir neytandanum hér. Það heimtar 50% afslátt af listaverði, en er nokk sama um hvað listaverð vörunnar er, svo lengi sem þeir fá sinn 50% afslátt.
Þannig geta Ríkiskaup auglýst að þeir hafi sparað ríkinu svo og svo mikinn pening... út frá svakalegum afslætti frá listaverði.

Búðirnar geta ekki sagt ríkinu að eiga sig, þeir muni bara gefa x% afslátt, því að þá fer ríkið bara til einhvers annars sem skellir fram hærri prósentutölu.

Þetta gerir það að verkum að söluaðilar á vöru og þjónustu verða að verðleggja sig þannig að þeir fái ágætis framlegð eftir að vera búnir að gefa, í þessu tilfelli, 50% afslátt.



Þetta gengur ekki þannig fyrir sig.

Heimatilbúið dæmi:

Ríkið segir t.d. í þessu tilviki:

Kröfur til búnaðar eru eitthvað XXX fyrir borðtölvur, YYY fyrir fartölvutýpu 1 og ZZZ fyrir fartölvutýpu 2.

Stofnanir í samningi eru:

A
B
C
D

Þessar stofnanir ætla að kaupa:

A = 300 borðtölvur og 20 fartölvu 1
B = 20 borðtölvur
C= 40 bortölvur og 20 fartölvu 2
D = 20 fatölvu 1 og 20 fartölvu 2

= 440 tölvur, 360 borðölvur, 40 fatölvur 1 og 40 fartölvur 2

Sá aðili sem bíður lægst verð í tölvur sem standast þessar lágmarkskröfur, hann vinnur.

Það er því ekki ríkið sem er að skemma neitt fyrir neytendum.

Það er ekki ríkinu að kenna að þeim buðust svona lág verð.

En mér finnst reyndar sárvanta info inn á vef Ríkiskaupa, hvaða aðili vann þetta útboð og hvað verið var að kaupa margar tölvur.

Best væri að fá spekkana, hvort þetta sé eitthvað nýtt og shiny eða outdated dóterý sem verið var að kaupa.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf Klemmi » Fös 22. Apr 2016 08:55

rapport skrifaði:Þetta gengur ekki þannig fyrir sig.

Heimatilbúið dæmi:

Ríkið segir t.d. í þessu tilviki:

Kröfur til búnaðar eru eitthvað XXX fyrir borðtölvur, YYY fyrir fartölvutýpu 1 og ZZZ fyrir fartölvutýpu 2.

.....

Sá aðili sem bíður lægst verð í tölvur sem standast þessar lágmarkskröfur, hann vinnur.

Það er því ekki ríkið sem er að skemma neitt fyrir neytendum.

Það er ekki ríkinu að kenna að þeim buðust svona lág verð.


Þú ert að tala um útboð. Það fer ekki allt í útboð, og eftir því sem ég best veit að þá er almennt samið um ákveðna afsláttarprósentu frá listaverði.

asf.PNG
asf.PNG (8.04 KiB) Skoðað 2423 sinnum

Capture.PNG
Capture.PNG (21.21 KiB) Skoðað 2423 sinnum



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 10:22

Klemmi skrifaði:Þú ert að tala um útboð. Það fer ekki allt í útboð, og eftir því sem ég best veit að þá er almennt samið um ákveðna afsláttarprósentu frá listaverði.

asf.PNG

Capture.PNG



Það er alltaf útboð, skv. lögum um opinber innkaup.

Fyrst er farið í rammasamningsútboð (sem er rugl að mínu mati, bara gert til að Ríkiskaup fá sína prósentu).

Svo er farið í örútboð innan rammasamnings (eins og var gert í þessu tilfelli sem fréttin fjallar um).

Það gildir því eingöngu þetta verð í þessar ákveðnu tölvur og í þessu ákveðna útboði, það geta ekki allar stofnanir ríkisins núna keypt tölvur með þessum afslætti.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf Klemmi » Fös 22. Apr 2016 10:29

rapport skrifaði:Það gildir því eingöngu þetta verð í þessar ákveðnu tölvur og í þessu ákveðna útboði


Annað segir textinn sem ég setti inn, og er kominn af heimasíðu Ríkiskaupa, undirsíðunni Tölvu- og hugbúnaður.
http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/ ... ugbunadur/

1) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð milli seljenda á þeim þáttum fyrirhugaðra kaupa sem kunna að hafa breyst í samningstíma t.d. einingaverð sem tengt er erlendu gengi og ný vörunúmer.

Líkt og kemur svo fram neðar, þá skal gera örútboð þegar einstök kaup fara yfir 1.000.000kr.-, en það eru þó einnig undanþágur frá því :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 12:29

Klemmi skrifaði:Annað segir textinn sem ég setti inn, og er kominn af heimasíðu Ríkiskaupa, undirsíðunni Tölvu- og hugbúnaður.
http://www.rikiskaup.is/rammasamningar/ ... ugbunadur/

1) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð milli seljenda á þeim þáttum fyrirhugaðra kaupa sem kunna að hafa breyst í samningstíma t.d. einingaverð sem tengt er erlendu gengi og ný vörunúmer.

Líkt og kemur svo fram neðar, þá skal gera örútboð þegar einstök kaup fara yfir 1.000.000kr.-, en það eru þó einnig undanþágur frá því :)


Ríkiskaup fer í útboð til að ákveða hvaða fyrirtæki standast kröfur og fá að vera hluti af rammasamning.

Stofnanir geta þá keypt búnað skv. rammasamningsverðum hjá þeim aðilum eða farið í örútboð innan rammasamnings sbr. seinna atriðið sem þú vitnar í.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf Klemmi » Fös 22. Apr 2016 13:22

rapport skrifaði:Ríkiskaup fer í útboð til að ákveða hvaða fyrirtæki standast kröfur og fá að vera hluti af rammasamning.

Stofnanir geta þá keypt búnað skv. rammasamningsverðum hjá þeim aðilum eða farið í örútboð innan rammasamnings sbr. seinna atriðið sem þú vitnar í.


Einmitt, hvernig stangast þetta þá á við það sem ég sagði í upphafi? :)



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 14:16

Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Ríkiskaup fer í útboð til að ákveða hvaða fyrirtæki standast kröfur og fá að vera hluti af rammasamning.

Stofnanir geta þá keypt búnað skv. rammasamningsverðum hjá þeim aðilum eða farið í örútboð innan rammasamnings sbr. seinna atriðið sem þú vitnar í.


Einmitt, hvernig stangast þetta þá á við það sem ég sagði í upphafi? :)



Þú sagðir að það væri samið um afslátt, en það er alltaf gert í kjölfar rammasamningsútboðs.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf Klemmi » Fös 22. Apr 2016 15:23

rapport skrifaði:Þú sagðir að það væri samið um afslátt, en það er alltaf gert í kjölfar rammasamningsútboðs.


Já?

Mögulega hefði ég mátt koma þessu betur frá mér, en staðan er s.s. þannig að ef að fyrirtæki er ekki tilbúið til að gefa ríflegan afslátt af sínu listaverði, þá mun ríkið ekki eiga í miklum viðskiptum við það fyrirtæki. Rammasamningarnir halda þessu þannig og binda hendur fyrirtækja á bæði þeim vörum sem um ræddi í útboðinu, sem og öðrum vörum þar sem miðað er við fastan afslátt.

Þar með, þá þurfa verslanir að stilla listaverði sínu þannig upp að þeir geti gefið þennan ríflega afslátt, og samt fengið ásættanlega framlegð að því loknu :)

Því ætla ég víst að stilla því þannig upp að þetta sé vandamál sem er skapað af ríkinu og öðrum stórum fyrirtækjum sem hafa slíka samningsstöðu sökum stærðar og umfangi innkaupa.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf chaplin » Fös 22. Apr 2016 15:43

Klemmi, er ég að skilja þetta rétt? (edit. not counting on it.)

Dæmi er með nákvæmlega sama vélbúnað

Verslun A. Verð á tölvu: 45.000 Kr (m. 10% afslátt af listaverði)
Verslun B. Verð á tölvu: 50.000 Kr (m. 50% afslátt af listaverði)

Verður þá ríkið að kaupa vöru af Verslun B því þeir bjóða meiri afslátt?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 15:48

Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Þú sagðir að það væri samið um afslátt, en það er alltaf gert í kjölfar rammasamningsútboðs.


Já?

Mögulega hefði ég mátt koma þessu betur frá mér, en staðan er s.s. þannig að ef að fyrirtæki er ekki tilbúið til að gefa ríflegan afslátt af sínu listaverði, þá mun ríkið ekki eiga í miklum viðskiptum við það fyrirtæki. Rammasamningarnir halda þessu þannig og binda hendur fyrirtækja á bæði þeim vörum sem um ræddi í útboðinu, sem og öðrum vörum þar sem miðað er við fastan afslátt.

Þar með, þá þurfa verslanir að stilla listaverði sínu þannig upp að þeir geti gefið þennan ríflega afslátt, og samt fengið ásættanlega framlegð að því loknu :)

Því ætla ég víst að stilla því þannig upp að þetta sé vandamál sem er skapað af ríkinu og öðrum stórum fyrirtækjum sem hafa slíka samningsstöðu sökum stærðar og umfangi innkaupa.



Ég er algjörlega sammála...

Þetta var smá erfið fæðing hjá okkur :catgotmyballs

Þetta er svona sambærilegt og afsláttafrenzyið sem var hjá BYKO og húsó fyrir hrun.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 15:51

chaplin skrifaði:Klemmi, er ég að skilja þetta rétt? (edit. not counting on it.)

Dæmi er með nákvæmlega sama vélbúnað

Verslun A. Verð á tölvu: 45.000 Kr (m. 10% afslátt af listaverði)
Verslun B. Verð á tölvu: 50.000 Kr (m. 50% afslátt af listaverði)

Verður þá ríkið að kaupa vöru af Verslun B því þeir bjóða meiri afslátt?


Nei, það er krónutalan sem gildir.

En rammasamningurinn við ríkið segir að það fái alltaf 25% afslátt.

Fyrir vikið þá fer fyrirtækið að hafa almenn verð hjá sér hærri en annars bara þvi að það vill ekki lenda í einhverju tapi ef að ríkið mætir á svæðið og ætlar að kaupa einhvern helling.

En þá er samt varnagli, ef ríkið mætir á svæðið og ætlar að kaupa fyrir meira en milljón, þá eiga þau kaup að fra í örútboð innan rammasamnings.

Sem er skít auðvelt, segir bara tæknispekkana á því sem þig vantar + kröfur um ábyrgð og þjónustu og svo senda þeir sem eiga slíkt tæki inn sín verð. Svona örútboð getur tekið viku ef rétt er staðið að því.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf chaplin » Fös 22. Apr 2016 15:55

Rammasamningar = Afsláttur > Gott verð

Afsakið, ég á bara erfitt að skilja logíkina, er þetta málið?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 17:14

chaplin skrifaði:Rammasamningar = Afsláttur > Gott verð

Afsakið, ég á bara erfitt að skilja logíkina, er þetta málið?



Nei, ekki alveg.

Meiningin er sú að ef þú ferð út í búð sem neytandi og kaupir þér tölvu þá er hún líklega dýrari en hún þarf að vera því að ríkið er búið að semja um svo háa afslætti.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf vesley » Fös 22. Apr 2016 17:16

rapport skrifaði:
Meiningin er sú að ef þú ferð út í búð sem neytandi og kaupir þér tölvu þá er hún líklega dýrari en hún þarf að vera því að ríkið er búið að semja um svo háa afslætti.



Og er þetta jákvætt á einhvern hátt ?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 22. Apr 2016 18:21

vesley skrifaði:
rapport skrifaði:
Meiningin er sú að ef þú ferð út í búð sem neytandi og kaupir þér tölvu þá er hún líklega dýrari en hún þarf að vera því að ríkið er búið að semja um svo háa afslætti.



Og er þetta jákvætt á einhvern hátt ?



Nei, alls ekki....

En það var meiningin sem ég var að reyna að koma áfram, að þegar fyrirtæki geta boðið ríkinu 50% afslátt af listaverði, þá er markaðurinn líklega orðin svolítið brenglaður.




hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Verð á tölvum á Íslandi

Pósturaf hkr » Fös 22. Apr 2016 18:54

rapport skrifaði:En það var meiningin sem ég var að reyna að koma áfram, að þegar fyrirtæki geta boðið ríkinu 50% afslátt af listaverði, þá er markaðurinn líklega orðin svolítið brenglaður.


Er eitthvað að marka þetta listaverð?

Er það ekki vísvitandi uppsprengt til þess að geta boðið "50%" afslátt?

Advania, Nýherji, Opin Kerfi og álíka búllur fókusera nánast eingöngu á fyrirtækjamarkaðinn: smella +100% álagningu á alla hluti og svo þegar fyrirtæki óska eftir tilboðum að þá fá þau þennan flotta afslátt.

Ekki ósvipað og hefur gerst þegar það eru tilboðsdagar og fyrirtæki hækka verðið á vörunni viku fyrir og setja síðan 30%/50% afslátt af "listaverði".