Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?


Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 16:27

Ég keypti Zenbook ux303LN hjá Tölvulistanum og náði að njóta hennar í 60 daga...Ég notaði hana eingöngu við námið og fór mjög vel með hana. Einn dag brakar í henni þegar ég er að fara að loka henni og ég uppgötva að önnur lömin er brotin. Og ég er ekki sú eina sem hefur lent í þessu með ux303.... Á Amzon sem selur þær líka eru ótrúlega margir sem hafa lent í nákvæmlega því sama http://www.amazon.com/ASUS-UX303-13-Inc ... geNumber=1

Tölvulistinn sagði að það tæki 4-6 vikur að fá lömina senda en þeir gera við hana í ábyrgð. Þetta var ferlegt fyrir mig og snéri öllu náminu mínu á kvolf.. En ég sætti mig við biðina og fékk lánaða fartölvu hjá þeim á meðan. Fartölvan sem ég fékk lánaða er ferlegur traktor..hæg frís stundum osfr. og þetta hefur bitnað á náminu mínu en ég er að fara útskrifast í vor og stefni á Háskólann í haust..

Í dag hringja þeir og ég hélt að tölvan væri tilbúin en þá kemur í ljós að þeir höfðu brotið skjáinn við að skipta um lömina. Þeir höfðu því pantað annan skjá og nú er aftur 4 vikna bið !

Nú er farið að síga í mig !! Hvað er ásættanlegur biðtími eftir nýrri tölvu í viðgerð ?




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 16:36

Ég myndi helst vilja fá tölvunna endugreidda eða nýja í staðin ! Hef skrifað þeim það en ekki fengið svar enþá :/ Ég er á kafi í lokaprófum og hef ekki tíma í að standa í stappi eða að flytja gögnin mín oft á milli fartölva. Lánstölvan er gömul ferlega hæg og kom með ný uppsett með windows 8 og var endalaust að uppdate a sig fyrstu dagana osfr...




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Klemmi » Mán 11. Apr 2016 16:40

Eftir því sem ég best veit, þá hefur þú í raun ekki rétt á neinu, en hins vegar þætti mér mjög óeðlilegt ef þeir myndu ekki vilja reyna að leysa þetta á einhvern annan hátt heldur en að þú þurfir aftur að bíða í þetta langan tíma.

Ég myndi vera ákveðin, segja að þú getir ómögulega beðið, þú hafir átt rétt á sambærilegri lánstölvu, en þeir sem hún hafi látið þig hafa sé engan vegin sambærileg. Núna sért þú búin að bíða í mánuð eftir viðgerð og að þú getir einfaldlega ekki sætt þig við að þurfa að bíða í annan.
Þú viljir fá nýja sambærilega tölvu, það sé svo þeirra mál hvað þeir geri við hina þegar hún er loksins orðin heil.




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 16:41

Þessar fartölvur sem Tölvulistinn bauð á sínum tíma með stór afslátt voru fartölvur sem höfðu bilað í ábyrgð en viðskiptavinirnir höfðu fengið nýja í staðin því biðtíminn eftir varahlut þótti of langur ... þannig að ég velti fyrir mér hvað það hafi þá verið langur tími ? viewtopic.php?f=11&t=64053&hilit=Zenbook




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 16:48

Takk Klemmi , við höfum skrifað á sama tíma :) Já þeir söguðu við mig að ég gæti fengið aðra lánstölvu sem ætti að vera betri veit ekki hvort hún se sambærileg þó. Ég vil helst nýja tölvu og ekkert meira vesen svo ég geti einbeitt mér að lokaprófunum . Já ég ætla fara til þeirra núna. þeir hafa engu svarað skriflega varðandi endurgreiðslu eða aðra tölvu.




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 16:53

Í neytendalögum stendur :
29. gr. Krafa um úrbætur og nýja afhendingu.
Neytandi getur valið á milli þess að krefja seljanda um úrbætur á galla á eigin reikning eða krefjast nýrrar afhendingar af seljanda. Þetta á ekki við ef fyrir hendi er hindrun sem seljandi ræður ekki við eða það hefur í för með sér ósanngjarnan kostnað fyrir seljanda.
Við mat á því hvort kostnaður er ósanngjarn skv. 2. málsl. 1. mgr. skal leggja áherslu á verðmæti ógallaðs söluhlutar, þýðingu gallans og hvort hægt er að beita öðrum úrræðum án verulegs óhagræðis fyrir neytandann.
Þótt neytandi krefjist ekki úrbóta eða nýrrar afhendingar er seljanda heimilt að bæta á eigin kostnað úr galla eða afhenda annan hlut án tafar. Ef seljandi býður fram úrbætur eða nýja afhendingu í samræmi við lögin getur neytandi ekki krafist afsláttar eða riftunar.


http://www.althingi.is/lagas/137/2003048.html

Ég var tilbúin að bíða upphaflega þótt það væri að valda mér óhagræði og vandræðum . En núna eftir að þeir brjóta skjáinn og 4 vikna bið framundan aftur . þá finnst mér þetta orðið of mikið :(



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6379
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf worghal » Mán 11. Apr 2016 17:04

hefði haldið að þar sem þeir voru búnir að lofa X viðgerðartíma að þeir hefðu pantað skjáinn með express sendingu til að geta staðist við það.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tbot » Mán 11. Apr 2016 17:14

Held að þetta sé dæmi fyrir neytendasamtökin.

Það virðist sem lömin sé framleiðslugalli. Að fá varahluti getur stundum tekið tíma þannig að 4 vikur er svo sem ekkert óeðlilegt.
Það að þeir brjóti skjáinn sem hefur enn lengri biðtíma fyrir þig er ekki ásættanlegt.

Þetta gefur til kynna að það sé ansi takmarkaður lager hjá þeim með varahluti.




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 11. Apr 2016 20:01

já ég ætla að ráðfæra mig við neytenda samtökin áður en ég fer til þeirra á morgun. Þeir hafa ekki svarað póstinum mínum og ég náði ekki að fara í dag.

Varðandi varahlutina þá sögðu þeir að þeir væru ekki með neinn varahlutalager hjá sér. Þannig að það þyrfti alltaf að panta varahlutina að utan og að það tæki 4-6 vikur...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf AntiTrust » Mán 11. Apr 2016 20:30

8 vikna heildarbiðtími, og þar af 4 vikur þar sem þeir skemmdu vöruna umtalsvert meira sjálfir?

Færi ekki útúr versluninni nema með endurgreiðslu eða með nýja sambærilega eða betri tölvu í höndunum. Tek það fram að ég hef verið beggja megin við borðið í ófáum svona tilfellum og aldrei hefði mér svo mikið sem dottið í hug að bjóða viðskiptavininum upp á svona þjónustu og viðmót.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf einarhr » Þri 12. Apr 2016 11:21

AntiTrust skrifaði:8 vikna heildarbiðtími, og þar af 4 vikur þar sem þeir skemmdu vöruna umtalsvert meira sjálfir?

Færi ekki útúr versluninni nema með endurgreiðslu eða með nýja sambærilega eða betri tölvu í höndunum. Tek það fram að ég hef verið beggja megin við borðið í ófáum svona tilfellum og aldrei hefði mér svo mikið sem dottið í hug að bjóða viðskiptavininum upp á svona þjónustu og viðmót.


Það sem AntiTrust sagði !


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 12. Apr 2016 11:39

Tölvan bilar -> ekki beint þeim að kenna -> þeir gera við hana -> Sanngjarnt

Þeir skemma tölvuna -> þeim að kenna -> láta þig bíða eftir varahlut -> Ekki sanngjarnt

Þeir hefðu getað logið og sagt að varahluturinn væri ennþá á leiðinni. En þeir kjósa að gera þetta svona, og satt best að segja þá myndi ég bjóða þér nýja tölvu í staðinn ef ég væri þeim megin við borðið. Eða ef biðtíminn eftir skjánum er minni en kannski 2-3 dagar þá láta það sleppa og bjóða þér sérkjör á næstu kaupum.

Þetta er ekki kúl...




GunnarJons
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 24. Okt 2011 18:53
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf GunnarJons » Þri 12. Apr 2016 12:30

Hæ Tigereye,

Skil vel óánægju þína með þetta mál og frá okkar hálfu og þykir okkur þetta mjög leiðinlegt í alla staði. Það tók sem betur fer ekki 4-6 vikur fyrir varahlutinn að koma heldur 3 vikur sem er auðvitað samt alveg nóg. Óhappið sem átti sér stað á verkstæðinu með skjáinn bætti auðvitað gráu ofan á svart og vegna þess ákváðum við innanhúss að láta þig hafa nýja tölvu með sprækari örgjörva, 4K skjá, tvöfalt stærri SSD diski þó skjárinn sé örlítið minni. Vona að þú verðir sátt við þessa lausn og bið þig innilega afsökunar á þessum óþægindum. Ekki hika við að hafa samband við mig ef eitthvað er.

Bestu kveðjur,

Gunnar Jónsson
Sölu- og markaðsstjóri Tölvulistans




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Þri 12. Apr 2016 13:03

Takk Gunnar fyrir skjót og góð viðbrögð . Ég sé við höfum verið að skrifa á sama tíma. Tölvan mín bilaði 11. mars en varahluturin var ekki pantaður strax skilst .En nóg um það. Ég er ánægð með góð viðbrögð og lýst vel á lýsinguna á tölvunni :) Ég hef þó áhyggjur af því að skjárinn sé of smár til að vinna mikið í. En vonandi ekki. Ætla kíkja til ykkar og skoða hana .Takk kærlega fyrir

Ég læt hér svo fylgja það sem ég var búin að vera að skrifa .
Takk fyrir mjög góð svör, mikið finnst mér gott að geta leitað ráða hér. Í morgun fékk svar frá Tölvulistanum og tölvunni verður skipt út fyrir nýja sambærilega eða betri tölvu :) Þar sem þessi tegund af Zenbook er ekki til hjá þeim lengur buðu þau mér Toshipa radius http://www.tl.is/product/satellite-radi ... h-fartolva

Ég er ánægð jákvæð viðbrögð og með þá lausn að fá aðra tölvu . En var að lesa um tölvuna og sé að hún er með minni skjá 12.5 og ekki viss hvort ég sé tilbúin að fara í minni skjá . Annars líta spectarnir ágætlega út í fljótu bragði ? og starfsmaðurinn sem hringdi í mig sagði að þetta væri öflugri tölva. Á eftir að googla review en hafið þið reynslu af þessari gerð ?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Klemmi » Þri 12. Apr 2016 13:19

Getur skoðað hvort Gunnar og félagar vilji bjóða þér þessa í staðin, ef að skjárinn á hinni reynist of lítill. Það verður að taka með í reikninginn að bæði er skjárinn minni og upplausnin meiri, sem þýðir það að allt á skjánum er og virkar minna.

http://www.tl.is/product/kira-107-i7-fartolva




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mið 13. Apr 2016 01:37

Já einmitt allt verður smærra og ég er orðin smá fjarsýn. Hann bauð mér að vera með þessa littlu í nokkra daga til að ath hvort hún henti annars er alveg inni í myndinni að fá hina :)




Höfundur
Tigereye
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Sun 10. Jan 2016 15:18
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð ný tölva og eðlilegur biðtími eftir varahlut ?

Pósturaf Tigereye » Mán 27. Jún 2016 18:25

Maður á líka að láta vita af því sem gott er :) Allt endaði farsællega eftir að Gunnar tók að sér málið :) ég fékk Kira tölvuna og hef verið mjög ánægð með hana :) Náði öllum lokaprófum í vor:) útskrifaðist og á von á að hún muni duga vel í Háskólanum í vetur :)