Límband skrifaði:Já þú ert óheiðarlegur fyrir að nýta þér mistök annarra visvítandi.
Hvernig átti hann að vita hvar mistökin lægju?
1) Í röngum hillumiða (líklegra en að kassakerfið sé að klikka)
2) Í rangri skráningu í kassakerfi
Eins og ég benti á hér áður, þá skiptir það heldur ekki máli, viðskiptavinurinn á að borga lægra verðið af þessum tveim.
Hann er því ekki að misnota einn eða neinn vísvitandi, hann er neytandi í verlsun að kaupa sér vöru, það eina sem hann ber ábyrgð á er að greiða uppsett verð EF hann vill eignast vöruna.
Kaupin eru gerð við kassann en ef fólk fer framhjá kassanum án þess að greiða fyrir vörur, þá er það þjófnaður.
Við kassann gerir hann upp við ELKO, greiðir fyrir vöruna í góðri trú, virkilega sáttur því að kassin sagði að verðið væri 99þ. en á miðanum stóð 120þ.
Það sem gerist í kjölfarið er að í stað þess að ELKO eignist einn súper ánægðan viðskiptavin sem segir vinum sínum frá hvað ELKO er fair and square, þá eru hérna hellingur af fólki sem lærir af því hvað ELKO er tilbúið að gang alangt gegn neytendum í landinu.
Það langt að fletta þeim upp í þjóðskrá og svo ja.is út frá kennitölu á reikningi í von um að viðskiptavinurinn sé tilbúinn að standa í alskonar auka tímafreku veseni og rugli til að bæta upp fyrir þeirra klaufaskap.
Mistökin sem hafa veri gerð í öllu þessu ferli skrifast öll á ELKO og hreinlega ömurlega þjónustu og freku af þeirra hálfu.
1) Þeir klúðruðu þeirri sjálfsögðu þjónustu að hafa sama verð á kassa og á hillumiða.
2) Þeir trufla kaupanda í sínu daglega lífi
3) Þeir vilja að hann eyði meira af tíma sínum.
4) Þeir vilja að hann greiði meira fé til þeirra, á mjög vafasömum forsendum.
Hvaða mistök gerði kaupandinn?
1) Hann treysti á að starfsmenn ELKO vissu hvað þeir væru að gera....