Lyklaborðapælingar


Höfundur
addore
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fim 29. Jan 2015 14:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Lyklaborðapælingar

Pósturaf addore » Fös 11. Mar 2016 11:41

Sæl öll

Ég veit ekki hvort ég er að setja þetta á réttann stað, ef ég er að gera einhvern skandal biðst ég afsökunnar á því.

Málið er að ég er að leita mér að lyklaborði, fjármagn er ekki stór fyrirstaða en ég er að hugsa um eitthvað sem nýtist vel bæði í leikjaspilun og vinnu (ritun). Hverjar eru ykkar skoðanir og hvað þarf maður að spá í?

Það eina sem ég er næstum búinn að ákveða er að þetta verður mekkanískt...en þá opnast flóran af litum á tökkum (cherry mx blue, red, brown...) og ég bara hreinlega er ekki vel að mér í þessu öllu




baldurgauti
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðapælingar

Pósturaf baldurgauti » Fös 11. Mar 2016 13:52

Þú verður eiginlega bara að prufa og sjá hvað þér finnst best, sjálfur er ég með Corsair k95 með rauðum tökkum og finnst mér þeir bara mjög fínir, heyrist ekkert aukahljóð í þeim, brúnu eru alveg eins nema það þú finnur fyrir því þegar þú ýtir á takkana, svo heyrist lúmskur smellur í þessum bláu, ég mæli með að þú farir í einhverja búð og fáir að prufa mismunandi borð og takka og sjá hvað hentar þér mest, annars get ég vel mælt með corsair borðunum, svo eiga Ducky borðin frá tölvutek að vera toppurinn, líka plús að þau með ábrenndu íslensku layouti




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Lyklaborðapælingar

Pósturaf vesley » Fös 11. Mar 2016 13:56

Ég er með Corsair K70 RGB með Cherry MX Red. Er ótrúlega ánægður með það, ef þú ert hinsvegar að skrifa á borðið þá myndi ég íhuga lyklaborð með Cherry MX Brown.