Bestu pönnurnar
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4197
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1351
- Staða: Ótengdur
Bestu pönnurnar
Sælir drengir,
systir mín bað um góða pönnu í stórafmælisgjöf, ég man að það var hér þráður um góða hnífa á sínum tíma en langaði að spyrja hvort það væru ekki einnig einhverjir pönnu sérfræðingar hér?
Hún má alveg kosta smá, 15-20þús, gefið að hún sé góð.
Það var búið að benda mér á Jamie Oliver pönnurnar hjá Ormsson, en ég er með svo mikla fordóma fyrir hlutum sem bera nafn frægs fólks að ég ákvað allavega að spyrja áður en ég færi í eitthvað svoleiðis...
Vona að þið hafið eitthvað frábært til málanna að leggja!
Með fyrirfram þökkum,
Klemmi
systir mín bað um góða pönnu í stórafmælisgjöf, ég man að það var hér þráður um góða hnífa á sínum tíma en langaði að spyrja hvort það væru ekki einnig einhverjir pönnu sérfræðingar hér?
Hún má alveg kosta smá, 15-20þús, gefið að hún sé góð.
Það var búið að benda mér á Jamie Oliver pönnurnar hjá Ormsson, en ég er með svo mikla fordóma fyrir hlutum sem bera nafn frægs fólks að ég ákvað allavega að spyrja áður en ég færi í eitthvað svoleiðis...
Vona að þið hafið eitthvað frábært til málanna að leggja!
Með fyrirfram þökkum,
Klemmi
Re: Bestu pönnurnar
Ég er búinn að vera með Jami Oliver Tefal pönnnu frá Ormsson núna í einhver ár, mæli hiklaust með henni.
-
- /dev/null
- Póstar: 1404
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Reputation: 42
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Ég er bæði með Le Crueset og Jamie Oliver pönnu. Le Crueset er svakaleg þung og hálf erfitt að nota hana ef þú ert ekki vanur henni. Konan notar hana ekkert, segir hana of þunga. Ég kýs hana alltaf umfram Jamie pönnuna bara fyrir hversu heit hún verður og hversu jafn hitinn er yfir alla pönnuna. Svo erum við líka með Le Crueset grillpönnu sem er æði. Þægilegt að geta hent henni heilli inn í ofn. http://www.lifoglist.is/vorur/pottar-po ... cm-raudh_1
Jamie er auðveldur í notkun, rosalega þægilegt handfangið á henni (og pottunum líka). Annars bara frekar venjuleg teflon panna ef þú hefur notað svoleiðis. Auðveldara að þrífa. Pottarnir frá honum eru líka ágætir, sama handfangið og auðvelt að þrífa þá alla. Saladmaster eru betri.
Gangi þér vel að velja.
Jamie er auðveldur í notkun, rosalega þægilegt handfangið á henni (og pottunum líka). Annars bara frekar venjuleg teflon panna ef þú hefur notað svoleiðis. Auðveldara að þrífa. Pottarnir frá honum eru líka ágætir, sama handfangið og auðvelt að þrífa þá alla. Saladmaster eru betri.
Gangi þér vel að velja.
13700K | Asus Z790 Prime| 32GB DDR5 | Zotac 4080 | 2TB 960 Pro m.2 | Corsair AX1200i | Fractal North | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Re: Bestu pönnurnar
Ég komst óvænt að því um jólin að Bónus er að selja Lodge pönnur úr steyptu járni. Voru þar með tvær pönnur í kassa, eina 10" og 8" á algeru steal verði, 9998 kr. Lodge er búið að vera að framleiða svona stöff í um 100 ár og vita hvað þeir eru að gera. Líklega bestu kaup sem ég hef gert hingað til fyrir eldhúsið.
Ég myndi alveg vilja eiga sona Le Creuset pönnu, en þær eru alveg níðþungar og fokdýrar. Lodge pönnurnar eru þungar líka, en létt að þrífa þær með heitu vatni og svo bara bera olíu á þær (seasona) áður en þær fara inn í skáp.
Ég myndi alveg vilja eiga sona Le Creuset pönnu, en þær eru alveg níðþungar og fokdýrar. Lodge pönnurnar eru þungar líka, en létt að þrífa þær með heitu vatni og svo bara bera olíu á þær (seasona) áður en þær fara inn í skáp.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Þessi hefur reynst frábærlega virkar á Span og allar hellur það er eitt sem þarf að spá í við pönnukaup http://ht.is/product/original-pro-servi ... 8436028100
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Hvað sem þær heita ,þá eru pönnur úr flugvélastáli og titanium húðaðar besta sem þú kemst í . Sérstaklega ef þær hafa svipaða efnisþykkt á hliðunum og á botninum þá ertu með eitthvað fullorðins í höndunum .
Einhverntíman prufaði maður að sjóða saltvatn með nokkrum tegundum af pönnum og pottum til að sjá hvort saltið leechaði einhvern óþvera úr pottinum . Og já , járnpottar alveg hiklaust , og teflon .. segjum að ég reyni að forðast þannig dót eins og heitan eldinn núna .
Einhverntíman prufaði maður að sjóða saltvatn með nokkrum tegundum af pönnum og pottum til að sjá hvort saltið leechaði einhvern óþvera úr pottinum . Og já , járnpottar alveg hiklaust , og teflon .. segjum að ég reyni að forðast þannig dót eins og heitan eldinn núna .
Re: Bestu pönnurnar
Við erum með venjulega Tefal pönnunni frá ormsson og það sést ekki á henni, þó hún sé orðin nokkra ára gömul.
Re: Bestu pönnurnar
jonsig skrifaði:Hvað sem þær heita ,þá eru pönnur úr flugvélastáli og titanium húðaðar besta sem þú kemst í . Sérstaklega ef þær hafa svipaða efnisþykkt á hliðunum og á botninum þá ertu með eitthvað fullorðins í höndunum .
Einhverntíman prufaði maður að sjóða saltvatn með nokkrum tegundum af pönnum og pottum til að sjá hvort saltið leechaði einhvern óþvera úr pottinum . Og já , járnpottar alveg hiklaust , og teflon .. segjum að ég reyni að forðast þannig dót eins og heitan eldinn núna .
Félagi minn var plataður á Saladmaster kynningu, eldað ofaní liðið og síðan haldin sölukynning og þegar þau vildu ekki kaupa pakkan (sem kostaði um 5-600.000 kr þá var bara farið í fýlu.
Ég prufaði annars svona pönnu fyrir nokkrum mánuðum, máltíðin var ekki flóknari en egg og bacon en það límdist all við pönnuna (sem var fullyrt að ætti ekki að vera hægt), e-h sem hefur aldrei gert með my glorious Jamie Oliver pönnu. Ég ætla samt ekkert að draga úr því að þetta er örugglega það besta sem þú kemst í, en ekki sannfærður að þetta sé eins gott og allir fullyrða.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Þetta er happdrætti, dýr panna er ekki endilega góð panna.
Er sjálfur búinn að eiga þrjár pönnur síðustu 20 árin eða svo, allt pönnur sem flokkast sem "góðar" pönnur.
Í dag er ein eftir, dýrasta og fínasta pannan hafði lélegustu endinguna eða um 3 ár, þrátt fyrir að fá bestu meðferðina meðan sú ódýrasta er sú eina sem er ennþá í notkun. Finndu þér pönnu sem er innan þess ramma sem þú ætlar að eyða í gjöfina og þú ert með flotta gjöf, sama hvaða merki þú velur.
Er sjálfur búinn að eiga þrjár pönnur síðustu 20 árin eða svo, allt pönnur sem flokkast sem "góðar" pönnur.
Í dag er ein eftir, dýrasta og fínasta pannan hafði lélegustu endinguna eða um 3 ár, þrátt fyrir að fá bestu meðferðina meðan sú ódýrasta er sú eina sem er ennþá í notkun. Finndu þér pönnu sem er innan þess ramma sem þú ætlar að eyða í gjöfina og þú ert með flotta gjöf, sama hvaða merki þú velur.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Reputation: 68
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Jamie Oliver pönnurnar alveg 100% þess virði, er með fullt sett af þeim. Bestu pönnur sem ég hef notað, ever.
Re: Bestu pönnurnar
Ég hata húðaðar pönnur, mér finnst þær ekki endast, ekki einu sinni þær dýru og konan og krakkarnir geta aldrei stillt sig um að setja málmáhöld í húðina.
Ég endaði á sensuell stálpönnu frá IKEA. https://www.ikea.is/products/37877
Hún er úr stáli með álsamlokubotni, hitnar mjög vel og jafnt. Sést hvergi í álið, þannig að engin tæring. Handfangið á henni er eldfast svo það má stinga henni inn í ofn. Fæst í 3 stærðum. Það er geðveikt gott að hræra í henni, hliðarnar henda matnum aftur inn á pönnuna. Hún er nógu djúp fyrir allar kássur og svoleiðis.
Tvö "vandamál":
Maður þarf að kunna á stálpönnu (eða bara non-non-stick-pönnur yfirhöfuð ) til að festist ekki við hana þegar maður steikir. Nota nægan hita. Ef systir þín neitar að steikja upp úr olíu þá er þetta ekki pannan fyrir hana. Það festist aldrei við hjá mér.
Hún dökknar með notkun/aldri. Mér finnst það bara sjarmerandi en það eru ekki allir sammála. Ég þekki það ekki nógu vel, en skilst að 18/10 stál dökkni ekki.
Ekki láta fæla þig frá að hún sé frá IKEA eða undir budget. Þetta væri massa góð panna þó hún kostaði 20 þús.
Ég endaði á sensuell stálpönnu frá IKEA. https://www.ikea.is/products/37877
Hún er úr stáli með álsamlokubotni, hitnar mjög vel og jafnt. Sést hvergi í álið, þannig að engin tæring. Handfangið á henni er eldfast svo það má stinga henni inn í ofn. Fæst í 3 stærðum. Það er geðveikt gott að hræra í henni, hliðarnar henda matnum aftur inn á pönnuna. Hún er nógu djúp fyrir allar kássur og svoleiðis.
Tvö "vandamál":
Maður þarf að kunna á stálpönnu (eða bara non-non-stick-pönnur yfirhöfuð ) til að festist ekki við hana þegar maður steikir. Nota nægan hita. Ef systir þín neitar að steikja upp úr olíu þá er þetta ekki pannan fyrir hana. Það festist aldrei við hjá mér.
Hún dökknar með notkun/aldri. Mér finnst það bara sjarmerandi en það eru ekki allir sammála. Ég þekki það ekki nógu vel, en skilst að 18/10 stál dökkni ekki.
Ekki láta fæla þig frá að hún sé frá IKEA eða undir budget. Þetta væri massa góð panna þó hún kostaði 20 þús.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Hef notað jamie/Tefal pönnurnar þær eru alveg fínar en overpriced finnst mér.
Þessi hér er ekkert verri https://www.ikea.is/products/79918
Svo þegar ég fékk mér span þá henti ég þessu öllu og keypti mér Stórt sett í ikea á 20-30 þús, en það var bara af því að pannan sem var í settinu er ógeðslega góð og fékkst ekki stök, og fæst ekki lengur. ;/
Þessi hér er ekkert verri https://www.ikea.is/products/79918
Svo þegar ég fékk mér span þá henti ég þessu öllu og keypti mér Stórt sett í ikea á 20-30 þús, en það var bara af því að pannan sem var í settinu er ógeðslega góð og fékkst ekki stök, og fæst ekki lengur. ;/
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
nidur skrifaði:Hef notað jamie/Tefal pönnurnar þær eru alveg fínar en overpriced finnst mér.
Tefal er ágætis merki hvort sem það stendur Jamie Oliver á þeim eða ekki, sama vara úr sömu verksmiðju.
linenoise skrifaði:Hún dökknar með notkun/aldri. Mér finnst það bara sjarmerandi en það eru ekki allir sammála. Ég þekki það ekki nógu vel, en skilst að 18/10 stál dökkni ekki.
Þú þarft 18/10 stál á spanhellur.
Re: Bestu pönnurnar
GuðjónR skrifaði:linenoise skrifaði:Hún dökknar með notkun/aldri. Mér finnst það bara sjarmerandi en það eru ekki allir sammála. Ég þekki það ekki nógu vel, en skilst að 18/10 stál dökkni ekki.
Þú þarft 18/10 stál á spanhellur.
IKEA segir að sensuell virki á spanhellur. Aldrei prófað.
Síðast breytt af linenoise á Þri 01. Mar 2016 15:32, breytt samtals 1 sinni.
Re: Bestu pönnurnar
Einhversstaðar sá ég að ef segull tollir á botninum þá virki pannan/potturinn á spanhellu. Held að það sé ekkert flóknara en það.
Re: Bestu pönnurnar
GuðjónR skrifaði:http://ths.gardenweb.com/discussions/2336150/18-10-stainless-steel
Þarna stendur reyndar að 18/10 sé ekki magnetic. Flestir framleiðendur á nútímapönnum nota sérstakt stál í botninn einmitt til að það virki á spanhellum.
Segultestið virkar fínt ef þú testar botninn. Það er bara yfirborðið sem snertir helluna sem þarf að vera magnetic. Allt annað í botninum, sem spanið hefur ekki áhrif á (eitthvað stál, álið etc), þjónar öðrum tilgangi. Ál virkar til dæmis ekki með spani en er samt í mörgum spanpönnum því það leiðir hita svo vel og er létt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
linenoise skrifaði:GuðjónR skrifaði:http://ths.gardenweb.com/discussions/2336150/18-10-stainless-steel
Þarna stendur reyndar að 18/10 sé ekki magnetic. Flestir framleiðendur á nútímapönnum nota sérstakt stál í botninn einmitt til að það virki á spanhellum.
Segultestið virkar fínt ef þú testar botninn. Það er bara yfirborðið sem snertir helluna sem þarf að vera magnetic. Allt annað í botninum, sem spanið hefur ekki áhrif á (eitthvað stál, álið etc), þjónar öðrum tilgangi. Ál virkar til dæmis ekki með spani en er samt í mörgum spanpönnum því það leiðir hita svo vel og er létt.
Ég veit, er búinn að vera með spanhelllu síðan 2001, er á þriðja helluborðinu.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Spanið virkar bara eins og lossy spennis kjarni og myndar eddie strauma / hringrásar strauma á botni pottsins .
Ef nikkel hlutfallið er hátt í pottinum þá gerist ekki mikið . Þarf helst að vera ál/járnkjarni á botninum koparblanda mundi virka flott.
Ef nikkel hlutfallið er hátt í pottinum þá gerist ekki mikið . Þarf helst að vera ál/járnkjarni á botninum koparblanda mundi virka flott.
Re: Bestu pönnurnar
Ef þú villt alvöru pönnur þá eru það þýsku AMT Gastoguss pönnurnar sem fást í Progastro
http://www.progastro.is/category/vorur/ ... astroguss/
http://www.progastro.is/category/vorur/ ... astroguss/
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
jonsig skrifaði:Spanið virkar bara eins og lossy spennis kjarni og myndar eddie strauma / hringrásar strauma á botni pottsins .
Ef nikkel hlutfallið er hátt í pottinum þá gerist ekki mikið . Þarf helst að vera ál/járnkjarni á botninum koparblanda mundi virka flott.
Hmm, ég er ekki að fatta? ertu að segja fólki að fá sér ál eða kopar pott fyrir span?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
Tek það framm að ég er ekki sérfræðingur í pottum og pönnum, var einfaldlega að segja að pottar með þessum efnablöndum ættu að virka .
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 288
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
- Reputation: 34
- Staða: Ótengdur
Re: Bestu pönnurnar
jonsig skrifaði:Tek það framm að ég er ekki sérfræðingur í pottum og pönnum, var einfaldlega að segja að pottar með þessum efnablöndum ættu að virka .
Það er ágætt þú takir það fram því eftir minni bestu þekkingu þá virkar hvorki ál né kopar á spanhellu - þetta eru of góðir leiðarar skilst mér.