[Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf GuðjónR » Fös 29. Jan 2016 21:07

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér, alveg óháð þessum þræði eða ákveðnum notendum, það er varðandi málfrelsi og ritskoðun.
Ég er og hef alltaf verið fylgjandi málfrelsi, en þó það sé málfrelsi þá þarf fólk ekki alltaf að segja allt sem það hugsar.
Mér blöskrar oft þegar ég sé hvernig fólk tjáir sig t.d. á kommentakerfum fjölmiðlanna í nafni málfrelsis, það er eins og það sé engin stoppari á fólki og allt sem apinn í hausnum á því segir fer niður í puttana og á lyklaborðið.
Svo er annað, fólk er eins misjafnt og það er margt, sumir eru jafnvel með hærra skónúmer en greindarvísitölu, eiga aðrir að sitja undir því að svoleiðis einstaklingar fái að segja allt sem þeim dettur í hug í nafni tjáningar og málfrelsis? Á hvaða tímapunkti, t.d. á þessu spjalli eiga stjórnendur að stoppa eða stýra umræðunni? Ef það væri 100% frelsi þá þyrfti enga stjórnendur en þá færi allt í tómt rugl það vitum við vel.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf jonsig » Fös 29. Jan 2016 21:23

það kæmi ekki á óvart ef hakkarin væri búinn að verða sér útum mypornsecureVPN service og heitir núna kannski "fapparinn" ?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf lukkuláki » Fös 29. Jan 2016 21:28

Menn hljóta nú að geta hamið sig og sleppt því að klikka ekki á það sem þeir vilja ekki lesa fjandinn hafi það er ekki allt í lagi.
Við förum ekki að hanna eitthvað sem útilokar að við sjáum það sem einhver póstar hérna inni á þessu litla spjalli.

Mér finnst "block til user" reyndar frábær eiginleiki í Facebook en það eru líka töluvert fleiri þar og hlutfall þess sem ég vill ekki lesa mun hærra.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


marijuana
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
Reputation: 7
Staðsetning: Seltjarnarnes
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf marijuana » Fös 29. Jan 2016 21:36

GuðjónR skrifaði:Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér, alveg óháð þessum þræði eða ákveðnum notendum, það er varðandi málfrelsi og ritskoðun.
Ég er og hef alltaf verið fylgjandi málfrelsi, en þó það sé málfrelsi þá þarf fólk ekki alltaf að segja allt sem það hugsar.
Mér blöskrar oft þegar ég sé hvernig fólk tjáir sig t.d. á kommentakerfum fjölmiðlanna í nafni málfrelsis, það er eins og það sé engin stoppari á fólki og allt sem apinn í hausnum á því segir fer niður í puttana og á lyklaborðið.
Svo er annað, fólk er eins misjafnt og það er margt, sumir eru jafnvel með hærra skónúmer en greindarvísitölu, eiga aðrir að sitja undir því að svoleiðis einstaklingar fái að segja allt sem þeim dettur í hug í nafni tjáningar og málfrelsis? Á hvaða tímapunkti, t.d. á þessu spjalli eiga stjórnendur að stoppa eða stýra umræðunni? Ef það væri 100% frelsi þá þyrfti enga stjórnendur en þá færi allt í tómt rugl það vitum við vel.


Málfrelsi er ekki algert og síðan þarftu að ábyrgjast orð þín fyrir dómi, Til dæmis er ekki leyfilegt að sverta mannorð og takmarkast enn fremur að er það kemur við sögu að vernda heilsu eða siðgæði einstaklings.

Fyrir mér, persónulega, áttu að draga línuna þar sem dónaskapur og slíkt kemur við sögu. Það er ekki réttlátt í mínum augum að banna notenda hér til dæmis fyrir það eitt að segja skoðanir sínar, en tel réttlátt að banna hann sé hann með dónaskap og fleir í garð annars notenda eða manneskju þá þarf að draga línu.

Það er allavega mitt mat á notendum eins og til dæmis, Hakkarin.

jonsig skrifaði:það kæmi ekki á óvart ef hakkarin væri búinn að verða sér útum mypornsecureVPN service og heitir núna kannski "fapparinn" ?


Fapparin *



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf jonsig » Fös 29. Jan 2016 21:46

Mér finnst þessar reglur sem verið er að útbúa sem snúa að því hvað er hatursáróður og gefa tilteknum hópum sérréttindi hvað þetta varðar ógnvekjandi. Kæmi mér ekki á óvart að "evil"(mitt mat svo ég verði ekki kærður) samtök eins og LÍÚ ,SA ofl fengju þennan status áður en langt um líður . Og nota lögfræðingana sína gera viðeingandi tilfærslur til að láta allt lýta út eins og hatursáróður í sinn garð með tilliti til laganna sé einhver að tjá sig "óviðeigandi".



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Hugmynd] Fela þræði/svör frá ákveðnum notendum

Pósturaf GuðjónR » Fös 29. Jan 2016 22:15

jonsig skrifaði:Mér finnst þessar reglur sem verið er að útbúa sem snúa að því hvað er hatursáróður og gefa tilteknum hópum sérréttindi hvað þetta varðar ógnvekjandi. Kæmi mér ekki á óvart að "evil"(mitt mat svo ég verði ekki kærður) samtök eins og LÍÚ ,SA ofl fengju þennan status áður en langt um líður . Og nota lögfræðingana sína gera viðeingandi tilfærslur til að láta allt lýta út eins og hatursáróður í sinn garð með tilliti til laganna sé einhver að tjá sig "óviðeigandi".


...þú ert að tala um TISA