Tbot skrifaði:Mín skoðun er sú að þú berir ábyrgð á orðum og gjörðum þínum, ásamt því að geta stutt mál þitt.
=> Þannig að rétta ferlið hefði verið að óska eftir því við Guðjón að athuga með hakkarann og hans stöðu. Ekki að heimta ritskoðun í opnum þræði.
Skil ekki hvernig fyrri hlutinn leiðir af sér seinni hlutinn.
Ég er fullkomnlega sammála fyrri hlutanum, en ekki sammála seinni hlutanum.
Segjum að ég sé meðlimur í hóp sem reglulega hittist, horfir á fótbolta og ræðir fótbolta. Inn á milli koma önnur umræðuefni upp, sem er skemmtileg tilbreyting.
Einn daginn fer að mæta gaur, sem hefur engann áhuga á fótbolta, köllum hann krakkarann. Krakkarinn hvorki horfir á fótboltann né tekur þátt í neinum umræðum tengdum honum. Það eina sem hann vill ræða er pólítík og áfengi. Ekkert annað.
Smá hluti af hópnum hefur gaman af því að taka þátt í umræðunni sem sprettur upp, á meðan aðrir sakna þeirra tíma þar sem aðaláherslan var á fótbolta.
Nú sérðu að margir af þeim sem voru upprunalega í hópnum eru hættir að mæta, hins vegar koma aðrir inn, sem þekkja ekki hvernig þetta var í gömlu góðu dagana. Þeir líta á þetta sem normið og þetta er ekki lengur eiginlegur áhugahópur um fótbolta, þetta er meira orðinn bara hópur.
Þú leiðir þetta hjá þér, ferð að mæta aðeins minna en kíkir samt reglulega við.
Svo kemur sá dagur að þú mætir og heyrir þá að krakkarinn er farinn að úthúða flóttamönnum og múslimum. Þér stendur ekki á sama.
Hvernig bregstu við?
1) Tekur þátt í umræðunum og reynir að ræða við hópinn hvort að það sé áhugi fyrir því að hafa krakkarann með í honum.
2) Ferð og ræðir við húsráðanda og biður hann um að fylgjast með krakkaranum, en skiptir þér ekki að öðru leyti að.
Mér finnst leið 1 lógískari.