Gagnaþjónn - ráðleggingar


Höfundur
Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf Olli » Fös 22. Jan 2016 16:40

Hæ vaktin
Nú ætla ég að setja upp gagnaþjón heima fyrir en er svo grænn í þessu að ég veit ekki hvað ég á að nota

Helstu kröfur:
Efni sé aðgengilegt í öllum tækjum, Mac OS, iOS, Windows, Android
Hægt sé að stilla símann á að uploada sjálfkrafa nýjum ljósmyndum inná hann þegar maður tengist heima-wifi
Auðvelt sé að sækja efni af torrent beint inná hann
Auðvelt sé að streyma efni í fullri háskerpu af honum (til græju sem keypt verður undir sjónvarpið síðar)

Hugmyndin sem ég er með núna er að nota, ef ég get, tölvu sem þegar er uppsett:
i5-2500
8GB 1333MHz
GTX 550ti
Windows 8.1 (eða Windows 10 ef það er betra)


Langar mig þá að versla í hana tvo diska sem eru 2-4TB og setja í RAID1

Spurningin er þá mun þessi tölva duga, hvaða týpu af diskum á ég að versla í hana og hvaða hugbúnað á ég að nota?

*Budget er svosem ekki ákveðið og það má alveg vera eitthvað smá áskriftargjald af server hugbúnaðinum

Með bestu kveðju,
Olli



Skjámynd

Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf Stufsi » Fös 22. Jan 2016 17:19

Þetta setup er fínt, settu upp windows 10 frekar enn windows 8.1, jafnvel að setja upp Windows Server 2012 eða Linux Server(Ef þú kannt á linux þ.e. þá er það fínasta hugmynd) enn Windows 10/8.1 ætti að duga.
Hvernig gögn? Ef það eru kvikmyndir, þættir, ljósmyndir, tónlist og þess háttar gögn, þá mæli ég með Plex eða Emby media server

Edit*
Hvaða týpum af diskum: Það fer svoldið eftir því hversu áreiðanlegan disk þú vilt. Ef þú vilt áreiðanlegan þá myndi ég velja Western Digital(Red eða Green minnir mig)

Hvaða Raid: Raid 1 ef þú vilt halda í gögninn


Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD


Höfundur
Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf Olli » Fös 22. Jan 2016 18:43

Hann verður aðallega fyrir ljósmyndir og office skjöl, langar að halda venjulegu Windows til þess að tölvan sé einnig nothæf í vafr og skrifstofuvinnslu öðru hvoru
Plex lítur vel út, spurning um að versla bara þennan disk hjá start og prufa held ég

Er eitthvað sem er betra en plex í þessum tilgangi? Plex virðist vera algjörlega cross-platform able



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf nidur » Fös 22. Jan 2016 19:40

Held að þú ættir að prófa Plex.

Veit ekki hvort þú viljir hardware raid eða software fyrir diskana en hérna eru upplýsingar um hvernig eigi að setja upp raid1 í win stýrikerfi
http://www.buildegg.com/bewp/?p=44

Raid1 er samt ekki hægt að treysta á sem backup.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf AntiTrust » Fös 22. Jan 2016 20:39

Persónulega mæli ég mikið frekar með 3 diskum og RAID5 uppsetningu heldur en R1. Já eða nota bara Storage Spaces sem er innbyggt í W8/W10 og WS2012/R2.

Mæli með því að nota þetta report til að taka meðvitaða ákvörðun um diskaval - https://www.backblaze.com/blog/hard-dri ... or-q2-2015

Plex er by far það besta sem þú finnur þegar kemur að home media server platforms. Emby er mjög flott líka, en það er ekki alveg komið á sama stað og Plexið.

Ég er búinn að keyra Plex server með tugterabætum af efni og deilt með tugum notenda í nokkur ár núna og þetta keyrir bara svo til flawlessly dag eftir dag, mánuð eftir mánuð.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf GuðjónR » Fös 22. Jan 2016 23:22

AntiTrust skrifaði:Mæli með því að nota þetta report til að taka meðvitaða ákvörðun um diskaval - https://www.backblaze.com/blog/hard-dri ... or-q2-2015

Án efa eru HGST bestu diskar sem völ er á, það sýna endalausar kannanir og prófanir, en eru þeir fáanlegir á Íslandi?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 22. Jan 2016 23:40

GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Mæli með því að nota þetta report til að taka meðvitaða ákvörðun um diskaval - https://www.backblaze.com/blog/hard-dri ... or-q2-2015

Án efa eru HGST bestu diskar sem völ er á, það sýna endalausar kannanir og prófanir, en eru þeir fáanlegir á Íslandi?


Er HGST ekki sama batterí og Western Digital?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf GuðjónR » Lau 23. Jan 2016 01:03

KermitTheFrog skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Mæli með því að nota þetta report til að taka meðvitaða ákvörðun um diskaval - https://www.backblaze.com/blog/hard-dri ... or-q2-2015

Án efa eru HGST bestu diskar sem völ er á, það sýna endalausar kannanir og prófanir, en eru þeir fáanlegir á Íslandi?


Er HGST ekki sama batterí og Western Digital?

HGST = Hitachi Global Storage Technologies
https://en.wikipedia.org/wiki/HGST



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf nidur » Lau 23. Jan 2016 10:19

KermitTheFrog skrifaði:Er HGST ekki sama batterí og Western Digital?


Wikipedia skrifaði:On March 8, 2012, Western Digital (WD) acquired Hitachi Global Storage Technologies for $3.9 billion in cash and 25 million shares of WD common stock valued at approximately $0.9 billion. The deal resulted in Hitachi, Ltd. owning approximately 10 percent of WD shares outstanding, and reserving the right to designate two individuals to the board of directors of WD. It was agreed that WD would operate with WD Technologies and HGST as wholly owned subsidiaries and they would compete in the marketplace with separate brands and product lines


Jú, en ekki sömu diskar.

Ætlaði að versla svona diska einusinni en fannst of dýrt að flytja þá inn, sérstaklega þar sem ég er með raid-z2 og ódýrar að skipta út WD diskunum þegar eitthvað bilar.




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf frappsi » Lau 23. Jan 2016 16:05

http://tecshop.is/search?q=hgst
Frekar dýrir. Það er samt Deskstar NAS 3TB á 24þús þarna.

Eru WD RED virkilega svona slæmir?



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf nidur » Lau 23. Jan 2016 17:57

Ef við skoðum nýjustu upplýsingarnar https://www.backblaze.com/blog/hard-dri ... y-q3-2015/

Þá er gaman að sjá 1TB green diskana með svona lága bilanatíðni en með mikið lengri notkunartíma komnir í 6 ár.

Persónulega nota ég bara WD green með WDidle í 300sec, var að enda við að skipta út 4x 1tb fyrir 2tb




Höfundur
Olli
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Reputation: 25
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf Olli » Lau 23. Jan 2016 19:56

Líst ágætlega á HGST deskstar diskana hjá Tecshop

3TB á 24.245 kr.- http://tecshop.is/products/hgst-deskstar-nas-3tb-141318
4TB á 33.263 kr.- http://tecshop.is/products/hgst-desksta ... ata-100212

Miðað við þessi plögg þá fer ég klárlega í annan þessara



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Gagnaþjónn - ráðleggingar

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 23. Jan 2016 20:18

Ég myndi sjálfur fara í RAID-Z1 (RAID-5) uppsetningu og kaupa þessa græju : https://www.ixsystems.com/freenas-mini/ Diskless: á 999.99 $ setja HGST diska í gagnastæðuna (gætir einnig tekið WD RED Drives frá IX systems eins og þeir mæla með) . En eingöngu vegna þess að ég kann á Freenas og ég veit að þeir sem eiga/reka IXsystem komu að þróun á Freenas projectinu og freenas kemur Pre-installed á Dedicated, Internal Flash storage á þessum Mini nas.

Það eru alls konar sniðug plugin sem er hægt að setja upp á Freenas-mini græjuna : https://doc.freenas.org/9.3/freenas_plugins.html


Good luck with the build :D


Just do IT
  √