Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7588
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Þri 12. Jan 2016 21:14

dori skrifaði:
Garri skrifaði:
dori skrifaði:Það er kannski frekar átt við að eigið féð þitt er væntanlega þolinmóðara fjármagn en það sem bankinn lánar þér. Ef þú ert ekki með margar eignir og eitthvað kemur uppá þá gæti reynst sumum erfitt að standa sjálfir undir kostnaði af 80% láni í einhvern tíma (maður hefur alveg heyrt um að það taki allt að ár að koma fólki útúr íbúð frá því það hætti að borga).

Það er hinsvegar valid vinkill. Manns eigið fé getur tekið sveiflum og ekki háð greiðsluflæði. Eftir sem áður í útreikningi á leiguverði þá verður að hafa arðsemiskröfu á þetta eigið fé, annars skiptir engu með greiðsluflæðið, þú ert alltaf að tapa ef arðsemin á eigið fé er undir því sem auðveldlega væri hægt að fá, jafnvel þótt þú fáir einhverjar krónur í vasann..

Mín sýn á þetta er sú að ég myndi ekki fara í að kaupa og leigja út húsnæði (hvort sem það er atvinnu- eða íbúðarhúsnæði, sérstaklega samt ef það er íbúðarhúsnæði) nema ég væri með nógu margar eignir til að hafa líkurnar með mér þannig að einn og einn slæmur leigjandi rústi ekki öllu. Eða ef ég ætti húsnæðið alveg eða svo gott sem. Að ég gæti auðveldlega staðið undir því að borga af lánum þó svo að það komi magur ár í þessu.


Þú velur leigjanda...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf dori » Þri 12. Jan 2016 21:31

Ég geri mér grein fyrir því. Það breytir því ekki að jafnvel þó þú gerir allt sem þú getur, tékkar meðmæli og fleira getur verið hell að losna við einhvern ef hann hættir að borga. Örugglega ekkert rosalega erfitt að finna einhverjar slíkar sögur á netinu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf urban » Mið 13. Jan 2016 09:27

rapport skrifaði:
dori skrifaði:
Garri skrifaði:
dori skrifaði:Það er kannski frekar átt við að eigið féð þitt er væntanlega þolinmóðara fjármagn en það sem bankinn lánar þér. Ef þú ert ekki með margar eignir og eitthvað kemur uppá þá gæti reynst sumum erfitt að standa sjálfir undir kostnaði af 80% láni í einhvern tíma (maður hefur alveg heyrt um að það taki allt að ár að koma fólki útúr íbúð frá því það hætti að borga).

Það er hinsvegar valid vinkill. Manns eigið fé getur tekið sveiflum og ekki háð greiðsluflæði. Eftir sem áður í útreikningi á leiguverði þá verður að hafa arðsemiskröfu á þetta eigið fé, annars skiptir engu með greiðsluflæðið, þú ert alltaf að tapa ef arðsemin á eigið fé er undir því sem auðveldlega væri hægt að fá, jafnvel þótt þú fáir einhverjar krónur í vasann..

Mín sýn á þetta er sú að ég myndi ekki fara í að kaupa og leigja út húsnæði (hvort sem það er atvinnu- eða íbúðarhúsnæði, sérstaklega samt ef það er íbúðarhúsnæði) nema ég væri með nógu margar eignir til að hafa líkurnar með mér þannig að einn og einn slæmur leigjandi rústi ekki öllu. Eða ef ég ætti húsnæðið alveg eða svo gott sem. Að ég gæti auðveldlega staðið undir því að borga af lánum þó svo að það komi magur ár í þessu.


Þú velur leigjanda...


Sem að getur lent í því að slasa sig eða missa vinnuna eða veikjast alvarlega eða missa maka og þá allt í einu hverfur hluti af tekjum
Alveg sama hversu öruggan leigjanda þú ert með í upphafi þá geta aðstæður þeirra breyst.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf Tbot » Mið 13. Jan 2016 12:08

Þetta með fasteignir á móti bankabók.

Held að sumir séu ekki alveg að átta sig á því hvernig verðtrygging og vextir vinna, á móti því sem fæst af leigu íbúðar.

Fé á bankareikningi heldur sér ef það er valinn verðtryggður reikningur + vextir.
þ.e. verðtrygging hækkar upphæðina svo verðgildið haldi sér. Vextir leggjast síðan við en af þeim þarf að borga 20% fjármagnstekjuskatt.

íbúð, þar skiptir öllu máli hvað þarf að taka mikið að láni því, því það ræður ávöxtuninni. Einnig að verðmæti eignar verður að hækka svo það haldi í við verðbólgu.

Síðan má ekki gleyma kostnaðarliðum:
Tryggingar á íbúðinni (hærri á leiguhúsnæði)
hiti+rafmagn+sameignarkostnaður.
Viðhald á fasteign
20% fjarmagnstekjuskattur
Ýmis kostnaður meiri, s.s stimpilgjöld.

Einnig að einstaklingar geta ekki dregið kostnað frá leigutekjum(bara fyrirtæki).



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7588
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Mið 13. Jan 2016 14:45

Þetta er samt orðið nokkuð niðurnjörvað:

Möguleikarnir eru:

a) Verðtryggð bók (u.þ.b. 4% vextir og mjög öruggt)

b) Ríkistryggð bréf (u.þ.b. 5% vextir og mjög öruggt)

c) Fasteign til útleigu (óútreiknanleg verðhækkun, ólíkleg verðlækkun, óöruggt en getur gefið töluvert meira af sér)

d) Hlutabréf (no comment á áhættu og ávöxtun, fer eftir fyrirtæki)

e) Hlutabréfasjóðir ( c.a. 40% árið 2015, áhætta 2016 = gengishöft, RBS búin að vara við væntanlegri kreppu, olíuverð að hrapa ofl. ofl. = áhættusamt)



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf dori » Mið 13. Jan 2016 15:21

Pæling, fyrst þú minnist á væntanlega kreppu og olíuverð að hrapa. Er hægt að kaupa í sjóðum sem eru tengdir við olíuverð (eða aðrar hrávörur)? Núna er olíuverð að hrapa/búið að hrapa en hlýtur að fara upp aftur einhverntíma á næstu árum. Er hægt að taka veðmál um að það hækki um segjum helming á næstu 2 árum og græða á svoleiðis?



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7588
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?

Pósturaf rapport » Mið 13. Jan 2016 16:18

dori skrifaði:Pæling, fyrst þú minnist á væntanlega kreppu og olíuverð að hrapa. Er hægt að kaupa í sjóðum sem eru tengdir við olíuverð (eða aðrar hrávörur)? Núna er olíuverð að hrapa/búið að hrapa en hlýtur að fara upp aftur einhverntíma á næstu árum. Er hægt að taka veðmál um að það hækki um segjum helming á næstu 2 árum og græða á svoleiðis?


Til að geta gert þetta þá þarftu að finna sjóð sem sérhæfir sig í þessu "hedging" á móti lækkandi olíuverði og komast með pninga framhjá höftunum til að fjárfesta...