Mig langaði til að deila jákvæðum viðskiptum sem ég átti á laugardaginn í Tölvutækni.
Þannig er mál með vexti að ég keypti turn í annarri verslun í sumar. Mér hafði alltaf fundist hún full hávær og sá að það voru ekki síður kassavifturnar sem heyrðist í. Þannig að mér datt í hug að hafa samband við verslunina og athuga hvað hægt væri að gera. Þar var nokkurra daga bið í að komast að nema að borga flýtigjald. Þeir mæltu með að skipta um örgjörvaviftuna sem er intel (stock).
Þá datt mér í hug að hafa tékka á Tölvutækni og sá á vefnum að þeir áttu viðnám til að lækka í kassaviftum.
Ég fer með tölvuna á laugardegi til þeirra og bið þá að skoða hvað hægt væri að gera til að lækka hávaðann. Starfsmaður Tölvutækni hringir í mig fyrir lokun og segir mér að tölvan sé tilbúin og að hann hafi bara sett viðnám á kassavifturnar og við það snarlækkaði hávaðinn. Það reyndist sem sagt ekki vera örgjörvaviftan sem olli mesta hávaðanum. Fyrir þetta borgaði ég sáralítið og ekkert flýtigjald.
Sem sagt kudos til Tölvutækni.
jákvæð reynsla í Tölvutækni
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Undantekning ef eg versla annarstadar en i tölvutækni eda att.is
Frabærir stràkar sem vinna tharna, eru oftast nær med lægstu verdin og veita personulegri thjonustu.
Frabærir stràkar sem vinna tharna, eru oftast nær med lægstu verdin og veita personulegri thjonustu.
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
hef bara átt góð viðskipti þarna
hef mælt með þessum stað við alla mína vini
hef mælt með þessum stað við alla mína vini
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Mamma verslaði eitt sinn fartölvu við þá, sú vél var ekkert nema vandræðin. Þeir voru svo góðir að skipta um móðurborð en ekkert skánaði vélin svo þeir skiptu henni bara alveg út fyrir refurbished vél sem sama sagan var með. Við vorum ekkert að bögga þá neitt meira með þessu og notum hana enn í dag, 3,5 árum seinna. Hún bluescreenar samt og er enþá hæg og með leiðindi reglulega.
En topp þjónusta samt sem áður.
En topp þjónusta samt sem áður.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Tengdur
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Hahaha, ég las óvart "jákvæð reynsla í tölvuteki" og skildi ekkert hvað væri að gerast.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
- Reputation: 11
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Reyni að versla hvergi annarstaðar en þarna, hef alltaf fengið topp þjónustu.
Móðurborð sem ég keypti hjá þeim bilaði og áttu þeir það ekki lengur til og fékk ég að velja mér annað móðurborð í staðin og gáfu þeir mér mismunin (um 5000 minnir mig) ekkert nema topp þjónusta
Móðurborð sem ég keypti hjá þeim bilaði og áttu þeir það ekki lengur til og fékk ég að velja mér annað móðurborð í staðin og gáfu þeir mér mismunin (um 5000 minnir mig) ekkert nema topp þjónusta
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Hef ekkert nema gott að segja um Tölvutækni, versla hvergi annarsstaðar nema í algerum neiðartilvikum. Hef keypt alla mína stærri parta þar og ekkert nema herlegheitin þegar maður labbar þarna inn. Bara núna um daginn labbaði ég með skjákortið mitt þarna inn sem var bilað, labbaði upp að kassanum ,,Þetta er bilað" starfsmaðurinn fer með það á bakvið og kemur svo aftur eftir 10 mín eða svo og segir við mig ,,Já, þetta er bilað.". Ég labba svo út með sambærilegt kort bara sáttur
I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690
Re: jákvæð reynsla í Tölvutækni
Ég hef verslað flest allar mínar tölvuvörur af þeim og mun halda því áfram. Topp verslun.
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól