russi skrifaði:HalistaX skrifaði:Hvort maður reyni að halda út þennan tíma og gefi GS séns fyrst það er búið að skipta um eigendur, eða þá að væla einhverjar græjur útúr mílu, svo lengi sem verðmiðinn er innan skynsemismarka. Það er spurning. Annars lofa ég að uppfæra þráðinn um leið og eitthvað gerist, er eins og er að bíða eftir svari frá Mílu.
Annars er þetta mælirinn í dag, búið að fjarlægja þessi 32gb sem var stjarnfræðilega ómögulegt að niðurhala á 7-8 tímum á þessarri tengingu:
Gagnamagn í áskrift (pr. mánuð): 100 GB
Erlent niðurhal frá mánaðarmótum: 17 GB
Samtals eftir: 83 GB
Síðast uppfært: 3.1.2016 08:19:07
Það sem var að gerast hjá þér og öðrum hjá GS, var að SQL sem heldur utan um gagnamagn var ekki hreinsaður af fyrri eiganda og því einhverja hluta vegna varstu líka með Janúar 2015 þarna inni. Allavega gott mál að það sé búið að lagfæra það og ætti því talan að vera rétt núna.
En til að svara ykkur með það sem þið eruð að kalla platta, þá er það samskonar lausn og HalistaX er að nota núna, nema að plattin hans skýtur á sellu sem fleirri en hann er að nota.
Aftur á móti getur HalistaX sett upp sína platta sjálfur, eina sem hann þarf er sjónlína til einhvers sem er með aðgegni að ljósleiðara/ljósneti. Ef það er ekki sjónlína þá þarf skjóta frá stað A yfir á B, sem væri þá með sjónlínu til C(HalistaX). En við það að þurfa að bæta við hoppi tvölfaldast auðvitað kostnaður. Platti kostar frá 30k-150k stk, fer eftir því hvað er verið að leitast eftir og vegalengdum. Við góðar aðstæður eru þeir að ná 150Mbits í báðaráttir, það gefur fólki um 75Mbits niður og 75Mbits upp.
Reyndar er verið að uppfæra kerfin hjá GS og skipta út búnaði, nýji búnaðurinn er reynast vel. Það eru ekki öll svæði sem fá uppfærslu í fyrsta fasa og ekki er komið á hreint hvort að öll svæði fái uppfærslur. Enda er þetta í raun nýfarið af stað.
Í hvaða sveitafélagi ertu? Svo ég geti svarað þér einhverju um ljósleiðaran.
Ahh Já ókei, ég er þá ekkert að pæla í þessum plöttum. Get þessvegna beðið bara eftir leiðaranum. Annars er ég í Grímsnesinu Ca. 40km fyrir utan Selfoss á mörkunum við að vera í Bláskógabyggð