Sælir drengir og Klara.
Ég er hérna með eitt stykki Logitech MX Performance mús sem er orðinn doldið þreytt. Hún er byrjuð að tvíklikka og annað skemmtilegt, er í ábyrgð en mér skildist á gæjanum í Tæknibæ að svoleiðis kallist venjulegt slit og falli því ekki undir ábyrgð.
Keypt 27/05.14 og því alveg hálft ár, eða svona nokkurnveginn, eftir af ábyrgð. Ekki að það skipti einhverju máli núna.
Kostaði þá 17.990kr.
http://www.computer.is/is/product/mus-l ... erformance
Fer ódýrt, ef einhver vill nota hana í varahluti, hirða hleðslu batteríin eða ef þú býrð undir einhverju heillaráði til þess að laga þetta helvíti. Hún tvíklikkar ekki alltaf þannig að það gæti verið að þú stingir henni í samband við tölvuna, hún tvíklikki ekki og þú hugsir "HAH! Sökker", en bíddu bara, hún tvíklikkar alltaf á endanum.
Fer til hæstbjóðanda.
Er í bænum um hádegi á morgun, vil helst að hún sé farin þá.
Verðhugmynd: 4000
Fyrir forvitna, vildi svo skemmtilega til, að ég var nálægt Tæknibæ í dag og ákvað að kaupa bara eitt stykki mús. Sú mús kallast Logitech MX Master.
http://www.computer.is/is/product/mus-l ... etooth-usb
[TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
[TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
- Viðhengi
-
- 10526031_10201198065310642_2457878560930020445_n.jpg (33.35 KiB) Skoðað 983 sinnum
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Sælir,
er búinn að laga 2 Logitech mýs sem ég átti sem voru byrjaðar að tvíklikka með því að fylgja þessum leiðbeiningum:
http://www.redferret.net/?p=31008
Báðar búnar að virka núna í nokkra mánuði eftir viðgerð
Legg áherslu á að horfa vel á neðsta myndbandið þegar kemur að því að koma koparplattanum aftur á sinn stað, því það er smá nákvæmnisvinna.
Beztu kveðjur,
Klemmi
er búinn að laga 2 Logitech mýs sem ég átti sem voru byrjaðar að tvíklikka með því að fylgja þessum leiðbeiningum:
http://www.redferret.net/?p=31008
Báðar búnar að virka núna í nokkra mánuði eftir viðgerð
Legg áherslu á að horfa vel á neðsta myndbandið þegar kemur að því að koma koparplattanum aftur á sinn stað, því það er smá nákvæmnisvinna.
Beztu kveðjur,
Klemmi
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Hoh, Bara ef ég hefði gúglað smá áður en ég keypti þessa nýju... Ég er svo mikill impulse buyer. En Jæja.
Reyndi að taka þetta eitthvað í sundur núna, á ekki nógu góð skrúfjárn svo tilboðið stendur enn. Eins og Klemmi sýndi mér er víst ekkert mál að laga þetta, svo ef einhverjum langar í auðvelt projekt, ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alltof dýr mús til þess að henda og því um að gera að laga hana ef einhver treystir sér í það.
Reyndi að taka þetta eitthvað í sundur núna, á ekki nógu góð skrúfjárn svo tilboðið stendur enn. Eins og Klemmi sýndi mér er víst ekkert mál að laga þetta, svo ef einhverjum langar í auðvelt projekt, ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alltof dýr mús til þess að henda og því um að gera að laga hana ef einhver treystir sér í það.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Annars myndi ég sjálfur ekki samþykkja það að verslun segði að þetta væri eðlilegt slit.
Að mínu mati, þá fellur þetta undir ábyrgð og er nokkuð viss um að rétturinn er alfarið þín megin, ef þú vilt ræða betur við Computer.is og svo í kjölfarið neytendastofu/neytendasamtökin ef þeir vilja endilega vera með einhver leiðindi
Að mínu mati, þá fellur þetta undir ábyrgð og er nokkuð viss um að rétturinn er alfarið þín megin, ef þú vilt ræða betur við Computer.is og svo í kjölfarið neytendastofu/neytendasamtökin ef þeir vilja endilega vera með einhver leiðindi
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Rugl að kalla þetta eðlilegt slit. Var með razer imperator sem ég þurfti að skipta út á 4-5 mánaða bili hjá tölvulistanum. Ábyrgðin uppfærðist alltaf með nýju músinni. Svona takki á þola milljónir stöðubreytingar.
-
- FanBoy
- Póstar: 756
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
- Reputation: 12
- Staðsetning: 104
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Ég er með OCZ Equalizer mús sem er örugglega að verða 10 ára gömul og hún virkar ennþá 100%. Að kalla þetta "eðlilegt slit" á 1,5 ári er svo mikið bullshit að Logitech sjálfir myndu líklega verða pissed yfir þessari framkomu við viðskiptavininn.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Komið boð uppá 2k, endilega bjóða.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Saber skrifaði:Ég er með OCZ Equalizer mús sem er örugglega að verða 10 ára gömul og hún virkar ennþá 100%. Að kalla þetta "eðlilegt slit" á 1,5 ári er svo mikið bullshit að Logitech sjálfir myndu líklega verða pissed yfir þessari framkomu við viðskiptavininn.
Ég er einmitt nýbúinn að skipta út minni OCZ Equalizer. scroll takkinn varð smá tregur einstaka sinnum síðasta mánuðinn en annars var hún enn í 100% standi, ekkert double click eða neitt. Ódrepandi kvikindi.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Ég hef ákveðið að setja þetta aðeins á hold á meðan ég sendi Compuper.is tölvupóst varðandi þetta mál. Endilega halda áfram að bjóða, bara ekki gera sér einhverjar svaka vonir því það er, eins og Klemmi og hinir peyjarnir gefa til kynna, séns á því að fá þetta bætt að einhverju leiti. Þá verður kannski bara í lagi mús til sölu hérna eftir helgi.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Fékk svar frá Computer.is, Þeir tjáðu mér, eftir að ég senti þeim serialið af músinni, að birginn þeirra sé tilbúinn til þess að endurgreiða mér músina. Ég þarf bara að reyna að finna draslið sem fylgdi með henni. Er kominn með Mús, usb kubb, bækling og mögulega nota ég Usb snúruna útí bíl, er ekki alveg 100% á því. Gæti kannski látið þá fá snúruna sem fylgdi með nýju músini.... Ég sé til með það.
Any who, Ég þakka bara fyrir hjálpina og sendi hlýjar hugsanir á þá sem benntu mér á að þetta væri eitthvað iffy; Klemmi, Saber og Fantis.
Takk kærlega, hún kostar einhverjar 17k krónur hjá þeim, ég verð flushed with cash þegar ég finn loksins allt draslið sem fylgdi með.
Any who, Ég þakka bara fyrir hjálpina og sendi hlýjar hugsanir á þá sem benntu mér á að þetta væri eitthvað iffy; Klemmi, Saber og Fantis.
Takk kærlega, hún kostar einhverjar 17k krónur hjá þeim, ég verð flushed with cash þegar ég finn loksins allt draslið sem fylgdi með.
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2534
- Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
- Reputation: 379
- Staðsetning: 800
- Staða: Ótengdur
Re: [TS]Þreytt Logitech MX Performance mús
Fór með hana og það fylgi drasl sem ég fann í Computer.is(Verkstæðið þar að segja) í dag(gær). Það var ekkert stress á mönnum yfir draslinu sem vantaði enda held ég að svo lengi sem að músinn, usb kubburinn og ábyrgðarnótan hafi verið með þá sé allt í góðu.
Anywho, ég semsagt lét strákinn á verkstæðinu fá músina og draslið sem ég fann, hann sagðist ætla að endurgreiða mér hana bara svona næst þegar þeir endurgreiða eitthvað. Þetta færi bara í hrúguna, það er nokkrum sinnum á ári sem þeir safna saman gölluðum búnaði og senda út og væri að nálgast í eitt af þeim skiptum. Viti menn, fékk ég ekki bara 17.990kr inná heimabankann nokkrum tímum seinna.
Það var ekkert stress í mér og ég sagði honum að ég hefði alveg sætt mig við það ef þeir hefðu sagt mér að þeir endurgreiddu þetta ekki. En strákurinn var ekkert nema almennilegheitin, sama má segja um gæjana í búðini, fór þangað inn fyrst því ég hélt að þeir myndu sjá um svona lagað en eftir 20 mínútna spjall bentu þeir mér á verkstæðið á annari hæð.
Topp þjónusta og er ég frekar sáttur með að hafa fengið borgað samdægurs þrátt það var ekkert endilega gert ráð fyrir því
Ég vil bara enn og aftur þakka Klemma og hinum vökturunum fyrir að benda mér á þetta og ég óska ykkur bara gleðilegs nýs árs og hvet ykkur til þess að fara varlega inní helgina ef þið eruð eitthvað inní djamm menninguni
Anywho, ég semsagt lét strákinn á verkstæðinu fá músina og draslið sem ég fann, hann sagðist ætla að endurgreiða mér hana bara svona næst þegar þeir endurgreiða eitthvað. Þetta færi bara í hrúguna, það er nokkrum sinnum á ári sem þeir safna saman gölluðum búnaði og senda út og væri að nálgast í eitt af þeim skiptum. Viti menn, fékk ég ekki bara 17.990kr inná heimabankann nokkrum tímum seinna.
Það var ekkert stress í mér og ég sagði honum að ég hefði alveg sætt mig við það ef þeir hefðu sagt mér að þeir endurgreiddu þetta ekki. En strákurinn var ekkert nema almennilegheitin, sama má segja um gæjana í búðini, fór þangað inn fyrst því ég hélt að þeir myndu sjá um svona lagað en eftir 20 mínútna spjall bentu þeir mér á verkstæðið á annari hæð.
Topp þjónusta og er ég frekar sáttur með að hafa fengið borgað samdægurs þrátt það var ekkert endilega gert ráð fyrir því
Ég vil bara enn og aftur þakka Klemma og hinum vökturunum fyrir að benda mér á þetta og ég óska ykkur bara gleðilegs nýs árs og hvet ykkur til þess að fara varlega inní helgina ef þið eruð eitthvað inní djamm menninguni
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...