Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Átti svolítið spjall við félaga minn sem vinnur í fjármálageiranum um hvort að Ísland væri að skríða úr þessari kreppu.
Hann kom með voðalega beitt svar.
Það vill enginn fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum lengur, varla að íslendingar treysti þeim sjálfir.
Eina fjárfestingin sem meikar sens er að kaupa fasteignir og hafa af þeim leigutekjur og á meðan "allir" eru að gera þetta þá er skortur á fasteignum og verðið hækkar.
Þá benti hann einnig á að fasteignir væru þó ekki það góð fjárfesting að fjárfestar sæu sér gróða í að byggja nýjar fasteignir nema geta séð fyrir að þeir hefðu tekjur af þeim í langan tíma.
Nú spyr ég bara eins og kjáni, því ég vildi ekki vera sammála honum en hreinlega var nauðbeygður...
Er ekkert hægt að fjárfesta á Íslandi lengur?
Hann kom með voðalega beitt svar.
Það vill enginn fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum lengur, varla að íslendingar treysti þeim sjálfir.
Eina fjárfestingin sem meikar sens er að kaupa fasteignir og hafa af þeim leigutekjur og á meðan "allir" eru að gera þetta þá er skortur á fasteignum og verðið hækkar.
Þá benti hann einnig á að fasteignir væru þó ekki það góð fjárfesting að fjárfestar sæu sér gróða í að byggja nýjar fasteignir nema geta séð fyrir að þeir hefðu tekjur af þeim í langan tíma.
Nú spyr ég bara eins og kjáni, því ég vildi ekki vera sammála honum en hreinlega var nauðbeygður...
Er ekkert hægt að fjárfesta á Íslandi lengur?
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Sé eftir því að kaupa ekki ríkistryggð skuldabréf árið 2008 þegar ég ætlaði að fjárfesta.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
rapport skrifaði:Átti svolítið spjall við félaga minn sem vinnur í fjármálageiranum um hvort að Ísland væri að skríða úr þessari kreppu.
Hann kom með voðalega beitt svar.
Það vill enginn fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum lengur, varla að íslendingar treysti þeim sjálfir.
Eina fjárfestingin sem meikar sens er að kaupa fasteignir og hafa af þeim leigutekjur og á meðan "allir" eru að gera þetta þá er skortur á fasteignum og verðið hækkar.
Þá benti hann einnig á að fasteignir væru þó ekki það góð fjárfesting að fjárfestar sæu sér gróða í að byggja nýjar fasteignir nema geta séð fyrir að þeir hefðu tekjur af þeim í langan tíma.
Nú spyr ég bara eins og kjáni, því ég vildi ekki vera sammála honum en hreinlega var nauðbeygður...
Er ekkert hægt að fjárfesta á Íslandi lengur?
Jú, auðvitað.
Það eru alltaf til góðar fjárfestingar, en það eru 100x slæmar til á móti hverri góðri.
Álverið í straumsvík fæst líklegast á lítinn pening núna lol.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
chaplin skrifaði:Sé eftir því að kaupa ekki ríkistryggð skuldabréf árið 2008 þegar ég ætlaði að fjárfesta.
Getur ekki keypt bréfin beint eftir að spariskírteini ríkissjóðs hættu, nú þarftu að kaupa í sjóði = ekki alveg jafn traust og meiri kostnaður við viðskiptin.
Auk þess sem að bundnir verðtryggðir reikningar gáfu 3,9% ávöxtun 2015 en óverðtryggðir og óbundnir 3,8% (skv. þessum félaga mínum).
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
rapport skrifaði:Er ekkert hægt að fjárfesta á Íslandi lengur?
Held að svarið sé nei.
Ekki nema að þú takir bara útrásarvíkinginn á þetta.
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Minuz1 skrifaði:rapport skrifaði:Átti svolítið spjall við félaga minn sem vinnur í fjármálageiranum um hvort að Ísland væri að skríða úr þessari kreppu.
Hann kom með voðalega beitt svar.
Það vill enginn fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum lengur, varla að íslendingar treysti þeim sjálfir.
Eina fjárfestingin sem meikar sens er að kaupa fasteignir og hafa af þeim leigutekjur og á meðan "allir" eru að gera þetta þá er skortur á fasteignum og verðið hækkar.
Þá benti hann einnig á að fasteignir væru þó ekki það góð fjárfesting að fjárfestar sæu sér gróða í að byggja nýjar fasteignir nema geta séð fyrir að þeir hefðu tekjur af þeim í langan tíma.
Nú spyr ég bara eins og kjáni, því ég vildi ekki vera sammála honum en hreinlega var nauðbeygður...
Er ekkert hægt að fjárfesta á Íslandi lengur?
Jú, auðvitað.
Það eru alltaf til góðar fjárfestingar, en það eru 100x slæmar til á móti hverri góðri.
Álverið í straumsvík fæst líklegast á lítinn pening núna lol.
Því miður sá hæstiréttur um að afgreiða íslenskan hlutabréfamarkað.
Í tveim málum fannst honum ekkert óeðlilegt að stjórnir almenningshutafélaga væru að "föndra"
1. Íslandsbanki keypti hlutabréf af Bjarna Ármannssyni á yfirverði
2. Straumur seldi hlutabréf í eigu félagsins á undirverði
EF þú getur ekki keypt nógu mikinn hlut svo þú kemst í hákarlalaugina þá ertu oft að taka ansi mikla áhættu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Ég get ekki sagt að það sé skynsamlegt að eyða peningum í fasteign, það veitir ákveðið öryggi en sem fjárfesting nahh...
-
- /dev/null
- Póstar: 1408
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Reputation: 2
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
GuðjónR skrifaði:Ég get ekki sagt að það sé skynsamlegt að eyða peningum í fasteign, það veitir ákveðið öryggi en sem fjárfesting nahh...
Ég ætla bara að segja jú víst, víst er fasteign fínasta fjárfesting. Þú þarft jú að geta séð fram á að lenda ekki í vandræðum með að niðurgreiða lánin á eigninn, það skiptir öllu máli. En að kaupa fasteign sem þú ætlar ekki endilega að búa í heldur leigja út, tryggir þér fastar "tekjur" um hver mánaðarmót sem eignin er í leigu.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Eiiki skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég get ekki sagt að það sé skynsamlegt að eyða peningum í fasteign, það veitir ákveðið öryggi en sem fjárfesting nahh...
Ég ætla bara að segja jú víst, víst er fasteign fínasta fjárfesting. Þú þarft jú að geta séð fram á að lenda ekki í vandræðum með að niðurgreiða lánin á eigninn, það skiptir öllu máli. En að kaupa fasteign sem þú ætlar ekki endilega að búa í heldur leigja út, tryggir þér fastar "tekjur" um hver mánaðarmót sem eignin er í leigu.
Þetta er því miður ekki alltaf svona einfalt. Ef leigjandi borgar ekki getur það tekið allt upp í ár að mig minnir að koma honum út og getur skilið íbúðina eftir sem fokhelda. Þannig að allur kostnaður lendir á íbúðareiganda.
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Ég myndi segja að það að kaupa fasteign til að leigja út sé fínn business og fjárfesting ef þú hefur nægilega mikið magn til að offsetta að maður lendir á slæmum leigjendum, eignum sem þurfa viðhald og því að sitja með íbúð án leigjenda í einhvern tíma.
Fyrir staka eign er þetta frekar löng binding og óþarfa maus. Auk þess sem ávöxtunin er ekkert klikkuð ef þú borgar uppsett verð og leigir á markaðsvirði. (Plús það að þetta virðist vera bóla, spurning hvort maður nái að losa peningana án þess að tapa ef þú þarft að selja þegar það kemur eitthvað upp á á markaðnum.)
Fyrir staka eign er þetta frekar löng binding og óþarfa maus. Auk þess sem ávöxtunin er ekkert klikkuð ef þú borgar uppsett verð og leigir á markaðsvirði. (Plús það að þetta virðist vera bóla, spurning hvort maður nái að losa peningana án þess að tapa ef þú þarft að selja þegar það kemur eitthvað upp á á markaðnum.)
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Myndi ekki telja það góða fjárfestingu að kaupa íbúð nema þú þurfir ekki að taka lán fyrir henni.. sem dæmi ef þú ætlar að taka 17m í lán og blandar því 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt með 3% meðalverðbólgu í 30 ár - þegar upp er staðið þarftu að borga bankanum rúmlega 40m.
Það er tvent ólíkt að fjárfesta fyrir hreinar eignir sem þú átt eða "fjárfesta" fyrir lánspeninga. Ef ég þyrfti að fjárfesta peningum í dag myndi ég gera það í einhverjum blönduðum sjóðum.
Það er tvent ólíkt að fjárfesta fyrir hreinar eignir sem þú átt eða "fjárfesta" fyrir lánspeninga. Ef ég þyrfti að fjárfesta peningum í dag myndi ég gera það í einhverjum blönduðum sjóðum.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
ponzer skrifaði:Myndi ekki telja það góða fjárfestingu að kaupa íbúð nema þú þurfir ekki að taka lán fyrir henni.. sem dæmi ef þú ætlar að taka 17m í lán og blandar því 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt með 3% meðalverðbólgu í 30 ár - þegar upp er staðið þarftu að borga bankanum rúmlega 40m.
Það er tvent ólíkt að fjárfesta fyrir hreinar eignir sem þú átt eða "fjárfesta" fyrir lánspeninga. Ef ég þyrfti að fjárfesta peningum í dag myndi ég gera það í einhverjum blönduðum sjóðum.
Með því að kaupa fasteign þá er auðvelt að "gíra" sig upp.
t.d. ef þú átt 20 milljónir og kaupir tvær íbúðir fyrir samtals 60 milljónir.
Leiga stendur undir afborgunum og viðhaldi og þú hirðir hækkanir á íbúðaverði (umfarm VNV) fyrir 60 milljónir í stað þess að ávaxta einungis 20 milljónir í bréfum.
Það er hægt að gera svipaða hluti í hlutabréfaviðskiptum en það er bara ekkert verðugt í þeim geira að fjárfesta í.
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Það er ekki hægt að eignast húsnæði í dag nema þú sért af gömlu kynslóðinni (þeirri sem fékk einbýlishúsin sín gefins).
Eða sért trustfund baby í Sjálfstæðisflokknum sem lifir á "old-money".
Eða sért trustfund baby í Sjálfstæðisflokknum sem lifir á "old-money".
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Vissulega er það hægt en þá ertu samt að taka meiri áhættu en með því að kaupa í sjóðum (ekki jafn auðvelt að losa féð og meiri vinna sem fer í stjórnun á fjárfestingunni) nema þú sért alveg 100% á því að þurfa ekki að losna úr fjárfestingunni fyrr en þú telur bestan tíma. Sem er erfitt því að þegar þú lendir í því að þurfa að taka peningar úr fjárfestingu (í kreppu) þá er líklegt að fasteignaverð lækki eða erfiðara að selja. Hér á ég við t.d. ef þú hefðir ætlað að selja eina eða tvær íbúðir til að greiða upp lán í byrjun 2009 af því að þú misstir vinnu/minnkaðir í hlutfalli eða afborganir af lánum hækkuðu mikið eftir breyttar forsendur sem við þekkjum öll.rapport skrifaði:ponzer skrifaði:Myndi ekki telja það góða fjárfestingu að kaupa íbúð nema þú þurfir ekki að taka lán fyrir henni.. sem dæmi ef þú ætlar að taka 17m í lán og blandar því 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt með 3% meðalverðbólgu í 30 ár - þegar upp er staðið þarftu að borga bankanum rúmlega 40m.
Það er tvent ólíkt að fjárfesta fyrir hreinar eignir sem þú átt eða "fjárfesta" fyrir lánspeninga. Ef ég þyrfti að fjárfesta peningum í dag myndi ég gera það í einhverjum blönduðum sjóðum.
Með því að kaupa fasteign þá er auðvelt að "gíra" sig upp.
t.d. ef þú átt 20 milljónir og kaupir tvær íbúðir fyrir samtals 60 milljónir.
Leiga stendur undir afborgunum og viðhaldi og þú hirðir hækkanir á íbúðaverði (umfarm VNV) fyrir 60 milljónir í stað þess að ávaxta einungis 20 milljónir í bréfum.
Það er hægt að gera svipaða hluti í hlutabréfaviðskiptum en það er bara ekkert verðugt í þeim geira að fjárfesta í.
stuxnet skrifaði:Það er ekki hægt að eignast húsnæði í dag nema þú sért af gömlu kynslóðinni (þeirri sem fékk einbýlishúsin sín gefins).
Eða sért trustfund baby í Sjálfstæðisflokknum sem lifir á "old-money".
Ég og kærastan keyptum okkur íbúð um árið þegar við vorum bæði í kring um 25 ára og hvorugt okkar er "trustfund baby". Bara peningar sem við höfðum safnað okkur með vinnu. Auðvitað ekkert allir sem geta, en það er alveg fólk sem getur þetta. Jafnvel án hjálpar foreldra.
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Er nú ekki beint að tala um að safna fyrir útborguninni, heldur að lánin halda áfram að hækka og hækka þar til ekki er hægt að standa undir því lengur. Maður er í raun að "leigja" íbúð ef maður tekur íbúðalán, þar til maður skilar lyklunum nokkrum árum seinna.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Keypti mér íbúð fyrir næstum 3 árum hún er búinn að hækka um 10 milljónir síðan. Fínasta fjárfesting að kaupa fasteignir
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
stuxnet skrifaði:Er nú ekki beint að tala um að safna fyrir útborguninni, heldur að lánin halda áfram að hækka og hækka þar til ekki er hægt að standa undir því lengur. Maður er í raun að "leigja" íbúð ef maður tekur íbúðalán, þar til maður skilar lyklunum nokkrum árum seinna.
Getur tekið óverðtryggt lán með föstum vöxtum til 5 ára. Þá veistu allavega hvað þú borgar næstu 5 árin og ert tryggur með að lánið lækkar eingöngu. Í lok tímabils föstu vaxtanna geturðu svo skoðað endurfjármögnun ef nýju vextirnir eru að þínu mati ósanngjarnir.
Við kærastan tókum slíkt lán nema til 3 ára um mitt síðasta ár, er smá að naga mig í handabökin fyrir að hafa ekki látið festa vextina til 5 ára. Hins vegar sé ég fram á að ná að greiða lánið mikið niður á þeim 2.5 árum sem eftir eru, kemur í ljós hvernig hlutirnir verða þá
Hef fulla trú á að ný ríkisstjórn fari beint í að taka til í þessum stóru málum, sem eru skuldir heimilanna og það að við séum að gefa eignir þjóðarinnar, s.s. fiskinn og orkuna.
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Klemmi skrifaði:stuxnet skrifaði:Er nú ekki beint að tala um að safna fyrir útborguninni, heldur að lánin halda áfram að hækka og hækka þar til ekki er hægt að standa undir því lengur. Maður er í raun að "leigja" íbúð ef maður tekur íbúðalán, þar til maður skilar lyklunum nokkrum árum seinna.
Getur tekið óverðtryggt lán með föstum vöxtum til 5 ára. Þá veistu allavega hvað þú borgar næstu 5 árin og ert tryggur með að lánið lækkar eingöngu. Í lok tímabils föstu vaxtanna geturðu svo skoðað endurfjármögnun ef nýju vextirnir eru að þínu mati ósanngjarnir.
Við kærastan tókum slíkt lán nema til 3 ára um mitt síðasta ár, er smá að naga mig í handabökin fyrir að hafa ekki látið festa vextina til 5 ára. Hins vegar sé ég fram á að ná að greiða lánið mikið niður á þeim 2.5 árum sem eftir eru, kemur í ljós hvernig hlutirnir verða þá
Hef fulla trú á að ný ríkisstjórn fari beint í að taka til í þessum stóru málum, sem eru skuldir heimilanna og það að við séum að gefa eignir þjóðarinnar, s.s. fiskinn og orkuna.
Alltaf verið að tala um að byggja ódýrar litlar íbúðir, bara verið að framlengja vandamálinu. Eftir 10 ár verða þessar sömu litlu íbúðir búnar að hækka margfalt, hvað á að gera þá, byggja minni íbúðir á stærð við eldspítustokk?
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
stuxnet skrifaði:Er nú ekki beint að tala um að safna fyrir útborguninni, heldur að lánin halda áfram að hækka og hækka þar til ekki er hægt að standa undir því lengur. Maður er í raun að "leigja" íbúð ef maður tekur íbúðalán, þar til maður skilar lyklunum nokkrum árum seinna.
Ef þú tekur lán sem er ekki með verðtryggt og með jöfnum greiðslum þá mun það alltaf lækka að raunvirði þó að það hækki að nafnvirði. Ef þú tekur lánið til skemri tíma frekar en lengri tíma þá sérðu það líka. 40 ára jafngreiðslulán á að vera bannað, lítur rosalega vel út ef þú veist ekki hvað er þar á bakvið en ert í rauninni bara að taka lán endalaust fyrir vöxtunum sem þú borgar ekki. Eiginlega eins og að taka smálán til að borga upp smálán.
Það versta sem er hægt að gera er að auðvelda fólki að taka lán, algjör bjarnagreiði. Það þarf að auka aðgengi að ódýrari eignum, sama hvernig lendingin með hvernig eignir það geta verið verður.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
stuxnet skrifaði:Er nú ekki beint að tala um að safna fyrir útborguninni, heldur að lánin halda áfram að hækka og hækka þar til ekki er hægt að standa undir því lengur. Maður er í raun að "leigja" íbúð ef maður tekur íbúðalán, þar til maður skilar lyklunum nokkrum árum seinna.
Þá ertu að tala um ef þú ætlar að búa í íbúðinni sjálfur.
Ég var að leigja 50fm á stúdentagörðum 2011 fyrir um 100þ.
Keypti mína fyrstu 114fm íbúð á 19,3 með 2,0 í útborgun og hef verið að greiða svipaða summu í afborganir, hússjóð og rafmagn, kannski +10 - 15þ.
Í dag standa lánin í c.a. 19,3 en fasteignamatið er 25,5 og sambærilegar íbúðir eru að seljast á 27-30.
Þetta er eini markaðurinn hér á Íslandi sem einhver hreyfing virðist vera á.
Það er líklega það sem þessi félagi minn er að meina með að þetta sé einna öruggasta fjárfestingaleiðin.
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
stuxnet skrifaði:Alltaf verið að tala um að byggja ódýrar litlar íbúðir, bara verið að framlengja vandamálinu. Eftir 10 ár verða þessar sömu litlu íbúðir búnar að hækka margfalt, hvað á að gera þá, byggja minni íbúðir á stærð við eldspítustokk?
Nei, íbúðarverð hækkar útaf því að það er ekki nægt framboð á markaðnum á meðan eftirspurnin er gríðarleg. Með því að auka framboðið að þá myndast jafnvægi á markaðnum með tilheyrandi stabílíseringu á verðinu
Svo má einnig taka til í regluverkinu hvað varðar samþykktar íbúðir. Auðvitað eiga íbúðir að vera hæfar fyrir fólk til að búa í, en ýmislegt í regluverkinu gerir það að verkum að nýbyggðar íbúðir eru óþarflega dýrar, þar sem verið er að uppfylla óþarfa kröfur. Á sama tíma eru einnig ýmsar vel íbúðarhæfar íbúðir sem fást ekki samþykktar sem íbúðarhúsnæði, sem gerir fólki erfiðara fyrir að fá lán fyrir þeim.
Annars er ég á því að fólk eigi ekki að geta tekið fyrsta lán án þess að hafa fyrst farið á námskeið þar sem það er almennilega upplýst um hvað sú skuldbinding ber í skauti sér. Þá muninn á jöfnum afborgunum og jöfnum greiðslum, en einnig óverðtryggðum og verðtryggðum lánum. Þar verði betur kynnt hversu miklu það munar fyrir fólk að greiða lánin sín upp sem hraðast, þar sem maður heyrir allt of oft að fólk vilji ekki greiða aukalega inn á lánið hjá sér, "þar sem mánaðarlegar afborganirnar lækka svo lítið við það".
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Þessi þráður var uppá þessa fjárfestingapælingu að gera.
En er s.s. ekkert annað en fasteignir sem meika sens?
En er s.s. ekkert annað en fasteignir sem meika sens?
-
- Vaktari
- Póstar: 2587
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Ef ég ætti pening til að ráðstafa í fjárfestingu, þá myndi ég fjárfesta í fyrirtækjum.
Gagnavers-þjónustu Það er fyrirséð að ísland er hagstætt fyrir slíka starfsemi.
Ferðamanna-þjónustu Hún er eins og villta vestrið, reglur og lög eru lang eftirá.
Útgerðir Það er hægt að hafa það mjög gott í fisknum.
Austurland - Þjónusta skip sem munu koma nýju leiðina þegar hafísinn bráðnar.
Ég tel að allt þetta geti skilað góðum ágóða fyrir aðila í fjárfestingum.
Gagnavers-þjónustu Það er fyrirséð að ísland er hagstætt fyrir slíka starfsemi.
Ferðamanna-þjónustu Hún er eins og villta vestrið, reglur og lög eru lang eftirá.
Útgerðir Það er hægt að hafa það mjög gott í fisknum.
Austurland - Þjónusta skip sem munu koma nýju leiðina þegar hafísinn bráðnar.
Ég tel að allt þetta geti skilað góðum ágóða fyrir aðila í fjárfestingum.
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 7597
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1193
- Staða: Ótengdur
Re: Er eitthvað á Íslandi sem telja mætti skynsama fjárfestingu annað en fasteign?
Moldvarpan skrifaði:Ef ég ætti pening til að ráðstafa í fjárfestingu, þá myndi ég fjárfesta í fyrirtækjum.
Gagnavers-þjónustu Það er fyrirséð að ísland er hagstætt fyrir slíka starfsemi.
Ferðamanna-þjónustu Hún er eins og villta vestrið, reglur og lög eru lang eftirá.
Útgerðir Það er hægt að hafa það mjög gott í fisknum.
Austurland - Þjónusta skip sem munu koma nýju leiðina þegar hafísinn bráðnar.
Ég tel að allt þetta geti skilað góðum ágóða fyrir aðila í fjárfestingum.
Ef fólki finnst fasteignir erfiðar í endursölu, þá held ég að fátt þarna séu auðveldara í endursölu.
Gagnaversmarkaðurinn er mettur virðist vera, slakt netsamband er þar líklega helsta ástæðan.
Ferðamenn - Þar þarf yfirleitt ekki öruggt tækifæri að fjárfesta, nema þá akkúrat í húsnæði og gistiaðstöðu, ekki veitingastöðum eða ferðaskrifstofum.
Útgerðir - Hægt en fólk gæti auðveldlega tapað hlut sínum í næstu hlutafjáraukningu nema það eigi enn meiri peninga til að setja í dæmið.
Austurland - Þetta er langtíma og risa verkefni, ekki á færi neinna hérna innanlands nema með gríðarlegri áhættu.