Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Lau 19. Des 2015 10:31

Mig langar að kaupa mjög góða myndvinnslutölvu - setja saman góða tölvu.

Við hvaða tölvubúð á ég að versla?


Tölvan þarf að vera mjög góð fyrir photoshop/lightroom og video vinnslu.

Þarf stóran kassa sem getur tekið marga diska - hvað kassa ráðleggið þið með?
Windows 10 - 64 bita
500GB SSD diskur fyrir stýrikerfið
16+ GB minni - helst meira
Inter core i5 eða i7 eða annað?
Hvaða móðurborð?
Hvaða aflgjafa?
Hvaða skjákort? Þarf að vera tengi fyrir 2 eða fleiri skjái og best ef það eru bara nýju tengin.
Kannski 1 disk sem er 4TB
Eitthvað annað sem þarf að hugsa um?

Helst kaupa á sama stað og fá þetta sett saman.


Má kosta 150K-250K - helst ekki meir en það.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Sun 20. Des 2015 16:21

Er enginn sem getur aðstoðað?




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf capteinninn » Sun 20. Des 2015 17:21

Ég myndi senda póst á þessar helstu búðir með request um þetta, þegar þú ert kominn með svör frá þeim myndi ég svo posta þeim og fá mat hvað af þeim að taka




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Sun 20. Des 2015 17:56

Góð hugmynd - er búinn að senda email á þær allar helstu.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf nidur » Sun 20. Des 2015 21:39

Ég og flestir hérna myndu glaðir gefa álit á einhverju sem þú værir búinn að hugsa þér að setja saman.



Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 577
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Lallistori » Sun 20. Des 2015 22:11

Mæli með að tala við strákana hjá www.start.is
Þeir eru oftast með bestu verðin og svo eru þeir bara æðislegir í alla staði :happy


Haf X - Corsair 750w - Ryzen 5 5600X - 32gb ddr4 3200mhz -Prime 550M-A - Samsung 1TB NVMe - Asus 3070 OC - 5TB HDD's


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Sun 20. Des 2015 22:18

Lallistori skrifaði:Mæli með að tala við strákana hjá www.start.is
Þeir eru oftast með bestu verðin og svo eru þeir bara æðislegir í alla staði :happy


Þeir voru einmitt einn af þeim sem ég sendi skilaboð og bað um tilboð - gallinn við þá er það það tekur oft langan tíma að fá vörurnar.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Þri 22. Des 2015 23:33

Hér eru tilboðin sem ég hef fengið.


1.
Tölvuvirkni:
Turnkassi: Thermaltake Urban S31, Þetta er kassi með plássi fyrir 6 diska og svo er tengikví ofaná honum sem þú smellir disk í og úr eftir hentisemi.
Móðurborð: Gigabyte S1151 GA-Z170-HD3P – Flott móðurborð með öllu sem þú þarft
Örgjörvi: I7-6700K – Þetta er örgjörvi sem mun endast þér í einhver ár.
Örgjörvakæling: Noctua NH-D9L – Þessi er hljóðlát og kælir rosalega vel.
Vinnsluminni: 32GB ADATA DDR4 2400MHZ
Aflgjafi: Thermaltake Berlin 630W Aflgjafi
Stýrikerfisdiskur: 512 Sata3 Plextor SSD M6 Pro – Þessi er frábær, hraður og við höfum ekki ennþá séð svona disk klikka
Geymsludiskur: 4TB Sata3 Seagate Diskur
Skjákort: Nvidia GeForce 980 Ti Xtreme Gaming – Þetta kort fer létt með video vinnslu, en það er með 1x DVI tengi, 3x HDMI og 1x Display port.
Stýrikerfi: Windows 10 64-BIT
Vinna við samsetningu og uppsetningu á vél.

Verð 478.900 krónur

2. Kísildalur
Intel i5-6600K (6700K er + 25.000kr)
Scythe Ninja 3 örgjörvakæling
ASRock Z170 Extreme6+ (10 diskatengi á borði, USB3.1)
32GB G.Skill Ripjaws V DDR4-2133
Samsung Evo 850 500GB SSD
Toshiba SATA3 4TB
Innbyggt Intel HD 530 skjákort með DisplayPort, HDMI og DVI og stuðningi við 3 skjái.
Tacens Valeo V 700W ATX2.31 aflgjafi
Xigmatek Assassin Black E-ATX (pláss fyrir 8 2.5"/3.5" diska í sleðum + pláss fyrir 3 skúffur í 5.25" hólf)
2 x Tacens Anima AF12 kassaviftur (til að kæla diskabúr)
Windows Home 10 64-bit

Tilboð m. samsetningu: 263.000kr m. vsk.

3.
Tolvutek
CC1151 Z170-HD3P Gigabyte S1151 GA-Z170-HD3P móðurbo 1 rð
CH3 4TB SG 64 59 4TB SATA3 Seagate Desktop HDD harðu 1 r diskur (ST4000DM000) 64MB
CHFF3 256 P M6S 256GB SATA3 Plextor SSD 2.5'' M6S - 1 Ábyrgð 3 ár
CM 4 240 32Q Z1 A 1 ADATA 32GB DDR4 2400MHz (4x8GB) XPG Z1 vinnsluminni CL16
CO1151 I7 6700 R Intel Core I7-6700 Quad Core örgjör 1 vi, Retail
COX NO NH-U12S Noctua NH-U12S örgjörvakæling AMD/Int 1 el, 6 ára ábyrgð
CP A2 550 F INT M Fractal Design Integra M 550W aflg 1 jafi, 80 Plus Bronze, Modular - Ábyrgð 3 ár
CTF DEFINE R5 BK Fractal Design Define R5 ATX hljóðe 1 inangraður turnkassi, svartur
CVE GT730 2G G Gigabyte GT 730 PCI-E3.0 skjákort 2GB 1 DDR3
HHMO W10 64 MS Windows 10 64-BIT, OEM 1
YABYRGD 2 AR 2 ára neytendaábyrgð 1
YQT Q.T. 1

Verð tölvutilboð 294.900

4.
Start
Corsair Carbide 200R 1 15.990 15.990
Corsair CX750M Aflgjafi 1 18.900 18.900
ASUS Z170-K 1151 USB3.1 1 24.990 24.990
Intel Core i7-6700K 1151 1 69.900 69.900
Coolermaster Hyper 212 Evo 1 6.490 6.490
Samsung 500GB 850 EVO 1 30.700 30.700
Crucial 2x8GB 2400 DDR4 2 22.700 45.400
Palit GT 740 1024MB DVI HDMI 1 14.990 14.990
Seagate 4tb 5900 64MB 1 23.890 23.890
Windows 10 Home OEM 1 19.900 19.900
Vinna samsetning og stilling á bios 1 5.990 5.990

Samtals ISK 277.140
Hægt að fara í M.2 diskum fyrir stýrikerfið þeir eru mun hraðari en eru dýrir.


5.
Aðrir hafa ekki svarað mér ennþá.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Mið 23. Des 2015 23:28

Er einhver til í að aðstoða?



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf mercury » Mið 23. Des 2015 23:57

Midad vid hvad thad er rosalegt misræmi i thessum velum sem thu fekkst tilbod i tha er sennilega ekkert ad marka einhvad af theim. Eg hef ekkert serstakt vit a myndvinnsluvelum en veit tho ad 6700-6700k hentar vel i render vinnslu. Veit ekki alveg med skjakort en 980ti er sennilega algert overkill og 730gt einnig algert bull. Myndi sennilega mæla med gtx 960 eda 970. Getur alltaf byrjad a 16gb i minni og stækkad i 32 seinna meir.
Hvad vardar harda diska tha er allyaf best ad hafa godan ssd fyrir styrikerfi og forrit 250gb+ og svo gagnadisk til ad geima efni varanlega. I raun henta flestir atx kassar svo lengi sem thad er nægt plass fyrir thad magn af diskum sem thu telur thig thurfa.
Skrifa thetta a sima og nennti ekki ad standa i islenskum stofum. Vona ad thetta hjalpi amk einhvad.



Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2534
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 379
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf HalistaX » Fim 24. Des 2015 00:09

Eg er að fýla þessa frá Tölvuvirkni, færð ekki mikið betra en þetta, en hún passar kannski ekki inní þitt budget.

Annars lýst mér ekkert á innbyggða skjákortið í Kísildals vélinni.

Tölvutek vélin hinsvegar, ég myndi minnka RAM í 16gb, spara nokkra þúsundkalla þar, og fara frekar í kraftmeira skjákort. Veit þig langar í meira en 16gb en ég myndi byrja í 16 og uppfæra svo bara síðar þegar veskið leyfir. Þú sérð það ef þú lítur ör snökkt yfir verð vaktina að þú ert að spara alveg 40k á því að minnka vinnsluminni + sleppa þessu 15k skjákorti og þá ertu þarna kominn með 55-60k sem gætu farið uppí AMD Radeon R9-390 8GB/Geforce GTX 970 4 GB kort sem er bara ekkert annað en solid myndi ég segja.

ATH: Ég er tiltölulega óreyndur í svona tölvu málum, fannst bara leiðinlegt að það var enginn annar sem vildi hjálpa. Ef það svarar einhver annar þessum pósti þá mæli ég með því að hlusta á hann frekar. :)


Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...


Sennapy
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 20. Apr 2008 19:43
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Sennapy » Fim 24. Des 2015 03:29

Mín 2 cent:

1. Mér lýst best á tilboðið frá Start.

2. Hvað varðar GPU ættiru líklega að velja eitthvað af lægri endanum af 900-kortunum (eða sambærilegt AMD kort). Bara ekki taka þennan GPU sem þeir stungu upp á, ég myndi frekar nota skjárstýringuna en það -.-

3. 750W aflgjafi er overkill fyrir þetta build. Eins og er krefst það kannski 300-350W. Taktu 550W útgáfu eða 650W ef þig langar að geta bætt einhverju orkufreku við þetta síðar. Getur notað þessa reiknivél: http://outervision.com/power-supply-calculator

4. Til að spara gætiru farið í Haswell í staðinn fyrir Skylake. Helstu kostir Skylake eru fleiri PCIe lanes, DDR4 stuðningur og betri skjástýring. Ég held að ekkert af þessu skipti þig stórkostlegu máli. Verðmunurinn á Haswell i7-4790k vs Skylake i7-6700k er 14þús og hafa báðir örgjörvar sambærilegt performance. Einnig ertu venjulega að spara þér peninga á minni og móðurborði með Haswell. T.d. með því að færa þig í DDR3 ertu svo að spara þér 6þús (fyrir örlítið verri vöru).

5. Ef þú ætlar þér ekki að overclocka örgjörvann þá geturu sparað með því að fá þér læstann örgjörva (með ekkert k fyrir aftan). Sparar oftast 2-5þús, eftir því hvaða örgjörva þú velur. Ef þú velur Haswell þá gætiru líka skipt í Gigabyte H97-HD3 móðurborðið fyrir sparnað upp á 7 þúsund kr.

6. Loks er alltaf freistandi að spara sér smá pening með því að setja upp stýrikerfið sjálfur, eða eiga góðan vin að sem getur gert það fyrir mann.

Ég veit að það er alltaf skemmtilegast að fá það nýjasta og besta, en stundum þarf líka að velja skynsömu "bang for the buck" kostina. Ég vona að þessar hugmyndir hjálpi eitthvað. Gangi þér vel.
Síðast breytt af Sennapy á Fim 24. Des 2015 14:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf nidur » Fim 24. Des 2015 12:28

Þessi hérna er líka fín með Quadro korti, þarft bara að bæta við vinnsludisk.

http://tl.is/product/grafisk-vinnutolva-1




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Klemmi » Fim 24. Des 2015 15:20

Hér er það sem ég myndi mæla með fyrir þig, m.v. að þú viljir kaupa allt á einum stað, púslað saman af vefsíðu Tölvutækni :)

Við verðið bætist þó samsetningargjald, sem er líklega á bilinu 5-10þús.

Það er vert að taka fram að ég miða við Haswell setup og þar með DDR3 minni. Helsta ástæðan er sú að þá kemstu upp með ódýrara móðurborð, örgjörva og vinnsluminni, þrátt fyrir að krafturinn sé svipaður. Þetta er rétt yfir budgetinu þínu, auðvitað geturðu farið í ódýrari búnað, i5 örgjörva, 16GB af minni, minni SSD disk o.s.frv, en miðað við að þú biður um MJÖG góða myndvinnslutölvu, þá er erfitt að mæla með því.

Svo þarftu að muna að gera einhverjar ráðstafanir fyrir backup af gögnum, hvort sem það er RAID (EKKI horfa á það sem fail-proof afritun), sync við aðra tölvu eða flakkara. Þá má benda á Crashplan.

Ég miða ekki við neina auka örgjörvakælingu, þó það sé ekki vitlaust að kaupa svoleiðis ef þú vilt að tölvan sé extra hljóðlát, eða ef þú hugsar þér að fara í yfirklukkun seinna meir :)

tölva.png
tölva.png (181.02 KiB) Skoðað 2278 sinnum



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Zorglub » Fös 25. Des 2015 10:07

Klemmi er alveg með þetta!
Restin er svo bara spurningin peningar vs afköst og hvað skiptir máli. Sekúndur eða sekúndubrot skipta ekki máli á nokkrum myndum en þegar þú ert farinn að rúlla í gegn nokkur hundruð myndum á viku þá er það fljótt að telja.
Eitthvað fleira spyrðu. Já, ef þú ert að fara að selja myndir þarftu að hafa rétt stilltan skjá, helst IPS því þú færð það fljótt í hausinn ef litir og tónar eru út úr kortinu þegar fólk fer að prenta út.
Það er líka alltof oft sem maður sér myndir á netinu, einhverjum stoppum of dökkar eða ljósar því fólk er að stilla birtuna í skjánum þannig að hann sé þægilegur en ekki endilega réttur.

Setti undirskriftina mína saman í sumar sem myndvinnslu/lekjavél, 16 GB er nóg fyrir flesta en þegar maður er komin með stóra panó mynd í PS með skrilljón lögum þá er það skrambi fljótt að klárast ;)


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf DJOli » Fös 25. Des 2015 11:10

Af minni eigin reynslu, sem svona myndbandagæðasení/editor/hvaðsemþaðskalkallast
16gb eru bara ekki alveg nóg ef þig langar að multitaska af einhverju viti.
Ég er sjálfur hættur í Sony Vegas vegna óþæginda, óstöðugleika, og vandræða með stuðning á mörgum myndbandaskrám (þegar hrá myndbönd voru komin yfir 80gb í heildina í vegas, þá urðu myndböndin oft bara svört, það lagaðist stundum við endurræsingu forritsins, en svo crashaði forritið þegar kom að því að rendera).
En.
Ég er kominn yfir í Adobe CC pakkann núna, og er að kenna sjálfum mér á Adobe Premiere pro, After Effects og nánar á Photoshop.
Ég get ekki keyrt bæði Premiere Pro með 50gb+ af myndböndum í notkun, og Photoshop samtímis. Ég lendi á vegg. Það verður ekki nóg vinnsluminni eftir til að geta framkvæmt aðgerðir, og forritin gefa mér villumeldingu með að ég þyrfti að bæta við vinnsluminni, eða klára eitt áður en ég fer í annað.

Já, ég gæti svosem beðið með það að gera titlecards (v. youtube) fyrir myndböndin sem ég er að gera þangað til ég hef klárað að edita og rendera myndböndin í Premiere (sem nota bene, er að ganga mun hraðar, og mun meira smooth fyrir sig en nokkurntíma í Sony Vegas.
Ég gæti vistað verkefnið, lokað premiere, opnað photoshop, búið titlecards til, vistað, lokað photoshop, opnað premiere aftur og haldið áfram, en það er hassle.
Því er ég farinn að "binge" vinna eitt og eitt í einu.
allt að 5 myndbönd í einum rykk í Premiere, rendering tími m.v. 20mín myndband, sirka 20mín, *5: 100 mínútur.
Editing tími á hvert myndband, ~15 mínútur.

Í næstu uppfærslu fer ég í lágmark 4gb skjákort (vegna tölvuleikja)
og upp í lágmark 32gb vinnsluminni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Lau 26. Des 2015 12:46

Takk fyrir góðar ráðleggingar.

Verð samt að viðurkenna að ég er smá ruglaður eftir þennan lestur :)

Vitið þið af hverju tölvuvirkni vélin er svona dýr ?
Sammála að skjákort þarf að vera sér.
Ég ætla að taka 32MB minni og Intel I7.

Það sem ég er helst óöruggur með er skjákortið, móðurborðið og kassinn - hver er helsti munur á þeim?



Tölvutækni svaraði ekki emaili frá mér en fín tölva sem Klemmi setti saman.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Tiger » Lau 26. Des 2015 15:44

Palm skrifaði:Takk fyrir góðar ráðleggingar.

Verð samt að viðurkenna að ég er smá ruglaður eftir þennan lestur :)

Vitið þið af hverju tölvuvirkni vélin er svona dýr ?
Sammála að skjákort þarf að vera sér.
Ég ætla að taka 32MB minni og Intel I7.

Það sem ég er helst óöruggur með er skjákortið, móðurborðið og kassinn - hver er helsti munur á þeim?



Tölvutækni svaraði ekki emaili frá mér en fín tölva sem Klemmi setti saman.


Tölvan frá Klemma er rock solid. Þetta móðurborð mun ekki styðja meira en 32GB ef þú mögulega vildir fara hærra, en efa þú þurfir þess nokkurntíman. Er með 24GB hjá mér og í lightroom og photoshop vinnslu hef ég aldrei farið upp í eitthvað nálægt því, samt stundum að vinna 10.000+ myndir í lightroom eftir stórt ljósmyndaverkefni.Skjákortið er flott, og með kassan er þetta bara spurning um [diska]pláss, útlit og loftflæði.

Held að flöskuhálsinn þinn yrði helst gagnafluttningur af einum 5400rpm diski með ljósmyndir í miklu magni í LR.... Ég er með raid-stæðu og Thunderbolt tengi og er skrifhraði +200MB/s og les +350MB/s og ég óska þess stundum að það væri hraðara.

Hver er hlutfallið af videovinnslu og ljósmyndavinnslu hjá þér? Og hve þung er videovinnslan? Ef ljósmyndavinnsla er lang stærsti parturinn (lightroom og photoshop) þá er þetta miklu meira en nægur vélbúnaður (set spurningarmerki við HDD eins og hérna fyrir ofan).

Síðan myndi ég bara gera verðsamanburð á stökum hlut og kaupa þá sem eru ódýrastir á hverjum stað og finna einhvern til að setja þetta saman fyrir þig og þannig spararu örugglega einhverja þusundkalla ef ekki tugi. Ég gæti sett þetta saman fyrir þig ef þú vildir t.d.




Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Palm » Sun 27. Des 2015 12:09

Tiger skrifaði:
Palm skrifaði:Takk fyrir góðar ráðleggingar.

Verð samt að viðurkenna að ég er smá ruglaður eftir þennan lestur :)

Vitið þið af hverju tölvuvirkni vélin er svona dýr ?
Sammála að skjákort þarf að vera sér.
Ég ætla að taka 32MB minni og Intel I7.

Það sem ég er helst óöruggur með er skjákortið, móðurborðið og kassinn - hver er helsti munur á þeim?



Tölvutækni svaraði ekki emaili frá mér en fín tölva sem Klemmi setti saman.


Tölvan frá Klemma er rock solid. Þetta móðurborð mun ekki styðja meira en 32GB ef þú mögulega vildir fara hærra, en efa þú þurfir þess nokkurntíman. Er með 24GB hjá mér og í lightroom og photoshop vinnslu hef ég aldrei farið upp í eitthvað nálægt því, samt stundum að vinna 10.000+ myndir í lightroom eftir stórt ljósmyndaverkefni.Skjákortið er flott, og með kassan er þetta bara spurning um [diska]pláss, útlit og loftflæði.

Held að flöskuhálsinn þinn yrði helst gagnafluttningur af einum 5400rpm diski með ljósmyndir í miklu magni í LR.... Ég er með raid-stæðu og Thunderbolt tengi og er skrifhraði +200MB/s og les +350MB/s og ég óska þess stundum að það væri hraðara.

Hver er hlutfallið af videovinnslu og ljósmyndavinnslu hjá þér? Og hve þung er videovinnslan? Ef ljósmyndavinnsla er lang stærsti parturinn (lightroom og photoshop) þá er þetta miklu meira en nægur vélbúnaður (set spurningarmerki við HDD eins og hérna fyrir ofan).

Síðan myndi ég bara gera verðsamanburð á stökum hlut og kaupa þá sem eru ódýrastir á hverjum stað og finna einhvern til að setja þetta saman fyrir þig og þannig spararu örugglega einhverja þusundkalla ef ekki tugi. Ég gæti sett þetta saman fyrir þig ef þú vildir t.d.



Takk kærlega fyrir þetta Tiger.
Líst vel á þessa vel.
Það helst sem ég er að spá núna er bara kassinn - það væri gott ef það væri hægt að setja utanáliggjandi disk / smella disk í auðveldlega og hægt að hafa marga diska í kassanum. Hef stundum séð kassa sem leyfa þér að smella disk í án þess að opna kassann eða sleði til að skipta út diskum.
Hvað myndir þú taka fyrir það að setja þetta saman fyrir mig?
Hvað komast margir diskar í þetta box?
Hvað get ég tengt marga skjái við þetta skjákort og eru það nýjustu tengin?



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf gRIMwORLD » Sun 27. Des 2015 17:39

Er enginn að nota dedicated SSD scratch disk í sínum buildum?


IBM PS/2 8086


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Klemmi » Sun 27. Des 2015 18:26

Palm skrifaði:Það helst sem ég er að spá núna er bara kassinn - það væri gott ef það væri hægt að setja utanáliggjandi disk / smella disk í auðveldlega og hægt að hafa marga diska í kassanum. Hef stundum séð kassa sem leyfa þér að smella disk í án þess að opna kassann eða sleði til að skipta út diskum.

Getur fengið kassa sem eru með hotswap tengjum, en spurning hvort að það sé bezta lausnin fyrir þig. Hefur aldrei fundist hot-swap á SATA beintengt við móðurborð virka eins vel og með USB tengingum, þó að hraðinn sé vissulega meiri.

Spurning hvort að góð diska dokka sé ekki frekar málið, sem þú getur haft upp á borði og einfaldar þar með að hot-swappa diskum.

Sem dæmi má nefna þessa dokku:
http://www.computer.is/is/product/dokka ... 120stu3-wh

Palm skrifaði:Hvað komast margir diskar í þetta box?

Kassinn tekur beint við 4 diskum, en svo má kaupa auka module til að setja í 5,25" geisladrifs-hólfin til að bæta við fleirum. Móðurborðið er svo með 6x SATA3 tengi :)

Palm skrifaði:Hvað get ég tengt marga skjái við þetta skjákort og eru það nýjustu tengin?


Tengin á skjákortinu eru:
2xDVI-I, DisplayPort og HDMI

Þegar þú segir þessi nýjustu, þá ertu líklega að tala um Displayport. Á kortinu er "einungis" eitt displayport tengi.



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á myndvinnslutölvu

Pósturaf Zorglub » Mán 28. Des 2015 10:27

gRIMwORLD skrifaði:Er enginn að nota dedicated SSD scratch disk í sínum buildum?


Jú, er með 120 GB disk fyrir scratch, temp og Bridge grunninn.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15