DVB-T2 stilla inn rásir


Höfundur
isr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Sun 18. Apr 2004 12:31
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

DVB-T2 stilla inn rásir

Pósturaf isr » Sun 20. Des 2015 17:23

Er með samsung 7000 tv og er að reyna að ná inn stöðvum í gegnum stafræna móttakara,veit einhver hvernig á að stilla þetta,það eru miljón stiilingar og möguleikar og ég finn ekki neitt,það kemur bara Satellite signal not found eða no chanel found.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T2 stilla inn rásir

Pósturaf nidur » Sun 20. Des 2015 21:44

Þetta er áhugaverður fítus í samsung TV og þrátt fyrir að vera með möguleika á þessu þá nota ég frekar Vu+Solo2 afruglarann minn.

Held að þessi sé að fara yfir helstu aðgerðir í þessu.
https://www.youtube.com/watch?v=Lq5StS3T2XQ




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T2 stilla inn rásir

Pósturaf JReykdal » Þri 22. Des 2015 12:54

Ertu með loftnetið tengt spyr ég bara?


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T2 stilla inn rásir

Pósturaf jonsig » Þri 22. Des 2015 14:23

Ertu ekki með stillt á QPSK ? Ertu að reyna ná satillite könulum eða frá öðru digital source ?

Getur hringt í Guðmundur Helgi Guðmundsson rafeindavirkja , held að hann rukki 15k fyrir heimsóknina.




annajonna
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 17. Okt 2015 00:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T2 stilla inn rásir

Pósturaf annajonna » Þri 19. Jan 2016 14:39

isr skrifaði:Er með samsung 7000 tv og er að reyna að ná inn stöðvum í gegnum stafræna móttakara,veit einhver hvernig á að stilla þetta,það eru miljón stiilingar og möguleikar og ég finn ekki neitt,það kemur bara Satellite signal not found eða no chanel found.

Nú er ég ekki sérfræðingur á þessu sviði, en DVB-T2 er ekki gervihnattasjónvarp heldur stendur T fyrir "terrestrial" það er útsendingar frá Jörðu. Þær útsendingar eru á tíðnini ca 50 MHz til 860 MHz. Gervihnattasjónvarp er kallað DVB-S2 og er á tíðninni 950MHz til 2000 MHz. Sendarnir eru staðsettir út um allt land. Hér er kort af öllum sendum :
https://vodafone.is/sjonvarp/sjonvarpst ... stusvaedi/
Ef þú smellir nokkrum sinnum á t.d. Reykjavíkursvæðið sérðu u.þ.b. 4 senda. Ef þú smellir á einn þeirra færðu upp lítinn glugga sem segir m.a. rásarnúmerin. Í þessu tilfelli 26, 27 og 28. Þannig geturðu stillt sjónvarpið á þessar þrjár rásir og flýtt verulega mikið fyrir þér. Þessar rásir eru á bilinu 540 MHz til 560 MHz.