Pósturaf njordur » Fim 12. Nóv 2015 16:33
Bara til að gefa Hannes frá Símanum smá lýsingu á tilfelli þar sem eru engin vandræði.
Við erum 2 á mínu heimili sem horfum reglulega á twitch án nokkura vandræða. Ég nánast á hverju kvöldi og systir mín reglulega. Oft erum við að horfa á sitthvorn stream-inn á sama tíma. Og af og til ef ég er að horfa á eitthvað þar sem nokkrir streamer-ar eru að spila saman þá er ég með marga strauma í gangi. Bæði í Source og High gæðum.
Er á ljósneti frá Símanum með routerinn frá þeim. Er reyndar með slökkt á Wifi á þeim router og nota Ubiquity Unifi AP fyrir þráðlausa netið hjá mér.
Báðar vélarnar hjá okkur eru tengdar með kapal í gbit switch og svo er switch tengdur við port 1 á router.
Týpísk notkun á netinu á mínu heimili á kvöldinn er 1 -2 IPTV afruglarar í gangi. 1 rugludallur sem er að horfa á stream, spilar MMO og browse-a/download á sama tíma, 3 aðrir notendur sem eru almennt að browse-a og/eða horfa á stream(Twitch eða youtube) eða spila MMO. Og svo eru nokkur önnur tæki sem geta verið að taka við push mail og uppfærslum. Ásamt nokkrum öðrum nettengdum þjónustum.
Miðað við mína reynslu á netmálum þá dettur mér helst 3 þætti í hug.
1. Að þetta sé svæðisbundið. Eitthvað getur verið að í hverfisstöðvunum eða tengingum til eða frá þeim. Hef sjálfur lent í því að hraðavandamál var útaf biluðu línuspjaldi. Þarf þá að láta Símann fá viðeigandi upplýsingar til að geta rakið það niður.
2. Router ekki að ráða við umferðina á heimilinu. Hef einnig lent í því.
3. Hugbúnaður á tölvunni hjá viðkomandi er eitthvað að trufla. Ég get tildæmis ekki horft á twitch í High eða source gæðum í Firefox af einhverri ástæði. Er ekki með neinar extensions eða addons. IE, EDGE og Chrome virka allir án vandræða.
Smá side note. Alls ekki að segja að það eigi endilega við hér, en bandwidth er ekki eina sem ræður því hvort þú getur horft á í háum eða lágum gæðum. Tölvan hefur líka áhrif á það þar sem hún þarf nátturulega að render-a stream-ið í browsernum. Ég lendi stundum í smá lag spikes útaf því að CPU er upptekin í einhverju öðru í nokkrar sekúndur þegar ég er að gera alltof mikið í einu á tölvunni. Og það sést alveg í undirskriftinni hjá mér að ég er ekkert með einhverja litla tölvu.
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling