Hringiðan - Landsins versta netfyrirtæki?


Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Hringiðan - Landsins versta netfyrirtæki?

Pósturaf pepsico » Fös 23. Okt 2015 00:30

Kvöldið

Vildi bara vara við því að fá sér net hjá Hringiðunni ef ætlunin er að spila tölvuleiki á netþjónum í Evrópu.

Sambandið til Evrópu er verra en hjá öðrum þjónustuaðilum og óstöðugt í þokkabót.

Hér eru átta skjáskot með nokkrum af þeim skiptum sem pingið mitt rauk upp.
Þetta gerist svakalega oft, á öllum tíma dags, og hefur í margar vikur.
Allar myndirnar eru teknar á CS:GO netþjónum í Lúxemborg.
Ég get útilokað að þetta tengist á nokkurn hátt búnaði mínum eða búnaðinum hér í hverfinu því ég spila
oftar en ekki með öðrum spilara hjá Hringiðunni og hann býr langt frá í öðru hverfi og þetta rýkur alltaf upp á sama tíma eins og myndirnar sína.

Mynd

Albúm Slóð
Síðast breytt af pepsico á Fim 26. Nóv 2015 21:59, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 370
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf Steini B » Fös 23. Okt 2015 01:30

Ég er einmitt við það að gefast upp, ég er með mikið hærra ping en vinir mínir hjá símanum eða vodafone í BF4...



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf fannar82 » Fös 23. Okt 2015 10:00

Þeir settu inn póst á vaktina fyrir um mánuði síðan að þetta væri vandamál og báðu spilara um að hafa samband við sig til að fá hjálp með debugginn. Ég hafði samband við þá og svarið sem ég fékk var "Það er ekkert að tengingunni okkar þetta er eitthvað sem er að hjá þér" :fly nojoke get póstað svarinu frá þeim ef þeir neita fyrir það. Ég ákvað að gefa þeim síðasta séns núna í okt til að laga þetta og þetta er bara að fara versnandi. Ég var hjá hringdu á undann þeim og þegar þeir byrjuðu að bjóða "ótakmarkaðar" tengingar þá fór msið líka til helvítis, en jesús hvað framkoman og viðmótið þar var mun betra en hjá Hringiðuni ég gaf Hringdu séns í þrjá mánuði (þar var þetta reyndar verra) bara útaf því hversu almennilegir þeir voru með að bæði viðurkenna að þetta væri vandamál og létu mig reglulega vita að þeir væru að reyna finna lausn á þessu. Get ekki sagt að reynslan mín sé sú sama hjá Hringiðunni.


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf andripepe » Fös 23. Okt 2015 16:11

Mer var sagt að restarta routernum,


Buið að vera svona i 3 manuði, þeim dettur ekki einu sinni i hug að bjoða folki afslatt/ kikja a vandamalið.


Hringi a manudaginn og segi þeim upp. Það eru hreinar linur.


amd.blibb

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf rapport » Fös 23. Okt 2015 16:28

Sama hjá mér, er að spila á þjóni í LA og ping er 180ms en leikjatraffíkin er alltaf 320ms - 450ms.

Hvaða leið hjá Vodafone er mest aðlaðandi?

Ég hef alltaf viljað versla við litlu aðilana á markaði, kannski spurning hvernig Símafélagið er að standa sig... einhverjar reynslusögur þaðan?




Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf pepsico » Lau 24. Okt 2015 10:10

Ég ætla að skipta yfir til Vodafone.

Það er ekki með gleði sem maður tekur ákvörðun um að standa í því.

Ef þið hjá Hringiðunni viljið vita hvað hefði betur mátt fara til að halda viðskiptunum þá væri það að:
Finna og leysa vandamálið á þessum fleiri fleiri vikum sem það hefur verið til staðar.
Ef vandamálið fæst ekki leyst tilkynna notendum hvert vandamálið er og hvenær megi búast við því að það sé leyst.

Ég get ekki treyst því að þið munið nokkurn tímann laga þetta vandamál fyrst þið hafið ekki viðurkennt það né leyst það á mörgum vikum.

Í augnablikinu lítið þið bara út eins og fyrirtæki með lélega þjónustu sem býður upp á lélegar nettengingar og á hverjum einasta
spjallþræði þar sem minnst er á ykkur virðist það vera vegna slæmra reynslu viðskiptavina ykkar.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf nidur » Lau 24. Okt 2015 10:34

Ég spila reyndar ekki mikið og fylgist ekki mikið með pingi, en reynslan mín að símafélaginu er góð.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf DJOli » Lau 24. Okt 2015 12:35

Afsakið að ég æsi mig, en ætlar fólk bara að vera endalaust tregt?

Símafélagið, Hringiðan og fleiri og fleiri eflaust, eru að kaupa aðgang að neti vodafone.
Það kemur þannig út, að ping verður hærra, tengingar flækjast og meira vesen verður á því að tengjast frá beininum þínum, út í símstöð, og þaðan frá tengihaus út í tengihaus, stafrænt eða hliðrænt, skiptir ekki máli, það verður alltaf meira hökt einhversstaðar á milli. Ég veit ekki til þess að það þekkist neinnsstaðar annarsstaðar í heiminum að "ispar" verði til á því að leigja aðgang að kerfi annars ispa. Við þetta verða til "fake" ispar.

Ég er búinn að vita það í nokkur ár að það séu lítil fyrirtæki sem leigja aðgang að neti vodafone hérlendis, og þeir sem ég hef talað við, þeir sem hafa verið hjá þessum fyrirtækjum, hafa ávallt verið að lenda í einhversskonar fucking veseni.

Í mínum vinahóp er einn svona "skrýtni gæjinn". Ég veit ekki af hverju hann vill ekki vera hjá Símanum, og ég veit ekki af hverju hann vill ekki vera hjá Vodafone heldur. Hann hefur verið hjá Hringdu, Tal, og ég veit ekki hvað og hvað, og ég sver það, þegar við höfum verið að spila saman á serverum sem við höfum t.d. búið til (Ég þá á Patreksfirði, einn vinur á Reyðarfirði, 2-3 í Reykjavík ofl) þá hefur það ALLTAF verið þessi sérstaki spes gæji, sem er að hökta eins og hann sé á tímakaupi við það. Við spiluðum t.d. Race driver Grid á sínum tíma. Ég bjó til server á adslow tengingunni minni, og það var enginn að lenda í neinu veseni, nema sérstaki gæjinn. Bíllinn hjá honum var algjörlega out of sync frá restinni af keppnunum.

Og hana nú. Ég tek ekki þátt í fleiri svona "er þessi netþjónusta betri en þessi" eða "slæmt eða óstöðugt útlandsamband hjá þessu fyrirtæki sem er augljóslega að leigja aðgang að tenginum hjá öðru innlendu fyrirtæki."

Takk fyrir mig.


Edit:
Sá ekki að hringiðan væru sjálfir með eigið kerfi. Ef svo er, þá ættu þeir að redda sínu. Þetta er allt um að bjóða bestu tenginguna. Það eru ekki allir með niðurhal á heilanum, heldur tenginguna við umheiminn.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf darkppl » Lau 24. Okt 2015 13:21

ég er búinn að vera spila csgo undafarna daga og aðra leiki og ég er ekki búinn að lenda í þessum vandamálum.
er hjá hringiðunni btw.


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


Póstkassi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf Póstkassi » Lau 24. Okt 2015 14:12

Aldrei lent í neinu veseni með ping hjá símafélaginu. Eru líka mjög hjálpsamir ef það kemur eitthvað uppá.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1454
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf nidur » Lau 24. Okt 2015 16:57

DJOli skrifaði:Símafélagið, Hringiðan og fleiri og fleiri eflaust,


depill skrifaði:Síminn er með Transit við Cogent og TiNet. Þeir peera við marga aðila í gegnum Linx, AMS-IX ( þar á meðal HE ), sem eru stærstu peeringa punktarnir í Evrópu
Vodafone Ísland er í gegnum C&W mjög sterkur aðili sem er í eigu Vodafone UK
Hringdu er í gegnum Farice og TATA. Farice(sem ISP ekki beintengt strengnum) er svo í gegnum Cogent, TiNet, TATA og nLayer.
Advania er að peera í LINX. Þeir Transita í gegnum Staminus og Cogent ( peera við HE )
365 rútar mest í gegnum Símann og svo Advania
Símafélagið í gegnum Level3, Eastlink, Cogent


Væntanlega af þessum aðilum er Síminn ( og þeir sem eru bakvið þá ) með bestu "rútunar". Hins vegar er margt annað sem kemur inní eins og gæði búnaðar, uppsetning netkerfa og auðvita síðast en alls ekki síst stærð pípana.


Þetta er tekið af öðrum þræði.

Ef ég myndi ratea tengingarnar myndi ég treysta eftirfarandi fyrir frekar stable interneti og lærra ping.

Síminn
Símafélagið
Vodafone
365

Ef þú ert á ljósleiðara þá strikar maður símann út strax (eru reyndar að fara að tengja suma á ljósleiðara hef ég heyrt)
Og persónulega finnst mér verðið hjá símafélaginu mjög gott miðað við vodafone og 365, þessvegna er ég í viðskiptum við þá.

Ég prófaði líka ljósleiðarann hjá hinum og var ekki ánægður á sínum tíma, mér finnst ótrúlegt ef hringiðan geti boðið upp á 500mbps upp og niður en lélegt ping, kannski ástæðan.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf depill » Lau 24. Okt 2015 20:17

( ath ég er starfsmaður Símans og get þess vegna ekki verið fullkomnlega hlutlaus )

Mér hefur einhvern megin alltaf fundist þetta vera eins og eSports gamerar eru hjá Símanum og þeir sem vilja downloada miklu eru ekki hjá Símanum. Míla er svo að setja ljósleiðara í öllum nýjum heimilium og voru að tilkynna að 30.000 heimili myndu fá ljósleiðara á næsta ári ( líklegast heimili sem voru með Breiðbandið áður ( giska ég, ekkert inside info hérna ) ), þannig þá munu fleirri aðilar á höfuðborgarsvæðinu geta fengið ljós frá Símanum út á landi eru slatti sem geta fengið ljós frá Símanum.

Annars eru strákarnir í Símafélaginu eðalgæjar, þannig ég myndi alveg gefa þeim séns ef ykkur lýst vel á þá. Þeir nottulega meira markaðssetja á fyrirtæki heldur en einstaklinga en veita samt einstaklingsþjónustu.

365 eru svo með upstream í gegnum Símann og Advania og markaðssetja ekkert sérstaklega á downloadara þannig ég myndi halda að þeir séu líka með þokkalegt fyrir gamera. CTOinn þeirra Gunni er nottulega líka eðal netgæi.

Ef við tökum ekkert tillit til aukaþjónustu ( eins og Heimilispakkans, eða innifalda sjónvarpstöðva hjá 365 ), þjónustustigs, þjónustugæða o.s.frv þá lítur þetta svona út fyrir eSportara ( að mínu mati )

Kóði: Velja allt

Fyrirtæki   Gagnamagn   Verð m línugjaldi   Innlent mælt
Síminn      75         7740            Já
Símafélagið   100         7600            Nei
365         170         4570            Já



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf Xovius » Lau 24. Okt 2015 20:48

Ég til dæmis get ekki sætt mig við gagnamagnsmælingarnar hjá símanum og 365, verðið hjá vodafone, pingið hjá hringiðunni og svo framvegis.
Hvernig er fólk að pinga í gegnum hringdu?
Ég er hjá Tal í augnablikinu og eftir þessa sameiningu þá hefur þjónustan þeirra verið hryllileg. Netið virkar hinsvegar vel og ég lendi aldrei í neinu ping veseni á serverum í evrópu. Langar helst að skipta yfir í fyrirtæki sem telur ekki gagngamagn. Það virðist hinsvegar varla vera neitt fyrirtæki sem maður heyrir ekki endalausar hryllingssögur á einhverju sviði um.




Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf pepsico » Lau 24. Okt 2015 23:29

DJOli skrifaði:Í mínum vinahóp er einn svona "skrýtni gæjinn". Ég veit ekki af hverju hann vill ekki vera hjá Símanum, og ég veit ekki af hverju hann vill ekki vera hjá Vodafone heldur. Hann hefur verið hjá Hringdu, Tal, og ég veit ekki hvað og hvað, og ég sver það, þegar við höfum verið að spila saman á serverum sem við höfum t.d. búið til (Ég þá á Patreksfirði, einn vinur á Reyðarfirði, 2-3 í Reykjavík ofl) þá hefur það ALLTAF verið þessi sérstaki spes gæji, sem er að hökta eins og hann sé á tímakaupi við það. Við spiluðum t.d. Race driver Grid á sínum tíma. Ég bjó til server á adslow tengingunni minni, og það var enginn að lenda í neinu veseni, nema sérstaki gæjinn. Bíllinn hjá honum var algjörlega out of sync frá restinni af keppnunum.
Og hana nú. Ég tek ekki þátt í fleiri svona "er þessi netþjónusta betri en þessi" eða "slæmt eða óstöðugt útlandsamband hjá þessu fyrirtæki sem er augljóslega að leigja aðgang að tenginum hjá öðru innlendu fyrirtæki."


Þessi dæmisaga þín sannar að þetta er engum netveitum að kenna heldur hans eigin búnaði eða tengibúnaðinum í hverfinu hans.
Það að hann hafi líka verið að lagga mikið á innlendum vefþjóni en enginn annar staðfestir það algjörlega.
Þá kemur ekkert annað til greina lengur.

Hér í þessum þráði sérðu að ég er búinn að svo gott sem gulltryggja að þetta sé Hringiðunni að kenna
með því að hafa annan einstakling úr öðru hverfi að keyra annan búnað á sömu tengingu með mér inni á sama netþjóni
og hann upplifir sömu lélegu þjónustuna á sömu tímapunktum.

Þannig og einungis þannig geturðu staðfest að þetta sé netveitunni að kenna og þangað til ættirðu ekki að vera
að staðhæfa einhverjar gisk kenningar um að þetta lagg vinar þíns sé innlendum leigusamningum að kenna.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf rapport » Fim 29. Okt 2015 00:43

Er ekki hægt að setja upp einhverskonar vakt hérna á vaktinni sem monitorar gæði ISP?

Hvernig væri að vaktin sýni líka verð á internettengingum?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf einarth » Fim 29. Okt 2015 10:24

rapport skrifaði:Er ekki hægt að setja upp einhverskonar vakt hérna á vaktinni sem monitorar gæði ISP?

Hvernig væri að vaktin sýni líka verð á internettengingum?


Ég hef áhuga á þessu, þ.e. að mæla gæði á útlandasamböndum.. Aðal spurningin er hvað á að mæla?

Hvað segja leikja gúrúar - hvaða þjónustur ættu að vera í svoleiðis mælingum..eru þið með hosta/ip tölur sem hægt er að ping'a til að mæla gæði viðkomandi þjónustu?

Kv, Einar.




Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf pepsico » Lau 31. Okt 2015 14:12

Að mæla ping og packet loss til Lúxemborgar, Vínarborgar og Stokkhólms væri mjög lýsandi fyrir CS:GO/Dota2 spilara
þar sem Valve er með evrópsku netþjónabúin sín þar. Riot hýsir evrópska netþjónabúið sitt f. League of Legends í Amsterdam.

Meðalping til þessara fjóru stórborga ásamt talningu á hversu oft á sólarhring [pingið er >1.2x meðalpingið] eða [packet loss er >1%]
og meðallengd þeirra atvika í sekúndum væri mjög lýsandi fyrir gæði og stöðugleika tenginganna.

Kóði: Velja allt

Valve netþjónabú:
block2:  blockeun: Russia/Stockholm/EU North     : 146.66.156.0-146.66.156.255,146.66.157.0-146.66.157.255,185.25.180.0-185.25.180.255,185.25.181.0-185.25.181.255

block3:  blockeue: Vienna/EU East                : 146.66.155.0-146.66.155.255,185.25.182.0-185.25.182.255

block4:  blockeuw: Luxembourg/EU West            : 146.66.152.0-146.66.152.255,146.66.158.0-146.66.158.255,146.66.159.0-146.66.159.255

block15: blockpoland: Poland [99% viss um að þetta sé í raun í Lúxemborg]: 155.133.243.0-155.133.243.255,155.133.242.0-155.133.242.255,155.133.240.0-155.133.240.255,155.133.241.0-155.133.241.255;



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf fallen » Lau 31. Okt 2015 15:37

Menn geta screenshottað Matchmaking Server Picker og postað niðurstöðunum. Þetta pingar alla Valve serverana.
Væri ekki best að gera official ping þráð fyrir þetta?


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900


Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf pepsico » Fim 05. Nóv 2015 21:41

Í þrjár samfelldar mínútur frá 20:05-20:08 var ég með 80%+ packet loss og 200 ping þar til erlent netsamband datt bara alveg út í einhvern tíma.

Vara enn og aftur við því að versla við þetta fyrirtæki.

Gat ekki skipt um netveitu um mánaðarmótin vegna skilmála Hringiðunnar um að tilkynna það fyrir 25. mánaðarins fyrir riftingar.




Höfundur
pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf pepsico » Mið 11. Nóv 2015 21:49

Ég og félagi minn hjá Hringiðunni erum báðir búnir að hafa 150+ ping í samfelldan hálftíma núna.

Þetta er gjörsamlega hræðilegt fyrirtæki sem enginn ætti að velja ef þeim þykir annt um góða þjónustu.



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf brain » Mið 11. Nóv 2015 21:57

Síminn 100/50 ljósnet

Mynd



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf rapport » Sun 15. Nóv 2015 14:18

Hringiðan Ljósleiðari 100/100

Capture.PNG
Capture.PNG (140.95 KiB) Skoðað 7078 sinnum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf GuðjónR » Sun 15. Nóv 2015 14:30

Hringdu.is 50/50 ljósleiðari. Testað á Wi-Fi.
Viðhengi
Hringdu.JPG
Hringdu.JPG (211.13 KiB) Skoðað 7070 sinnum



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf hfwf » Sun 15. Nóv 2015 15:25

Hringiðan 100/100

Mynd




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Óstöðug útlandasamband - Hringiðan

Pósturaf darkppl » Sun 15. Nóv 2015 16:58

100/100 ljósleiðari Hringiðan

Mynd


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|