Nokia Lumia 950

Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Nokia Lumia 950

Pósturaf Kristján » Fim 22. Okt 2015 12:11

Daginn

Ég er búinn að vera soldið skotinn í þessum síma og síðan að Win 10 kom á bæði pc og símunum.

Hérna eru specar: http://www.gsmarena.com/microsoft_lumia_950-7262.php

Er einhver hérna sem er að nota Lumia 940 og getur sagt mér eitthvað frá honum?

Veit að app store hjá MS er ekki það besta en það fer minkandi hvað maður er að nota finnst mannig, er minna í leikjum og svona.

Einhver sem er með áhuga á þessum símum?



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf GullMoli » Fim 22. Okt 2015 12:45

Ég keypti Lumia 920 síma (Refurbished af Aliexpress) fyrir tæplega ári síðan, því ég var orðinn hundleiður á Android.

Þetta er án efa skemmtilegasti sími sem ég hef átt. Tækni frá 2012 en hann er enn í dag nánast eins og nýr. Það er ekkert hik, eða random shutdown eða eitthvað fáránlegt eins og maður kom til með að venjast í Android. Síminn fær allar uppfærslur (er í 8.1, fær Windows 10 í framtíðinni). Svo er myndavélin algjör snilld. Rafhlaðan endist vel allan daginn í venjulegri notkun, ef ég set hann í battery saver þá endist hann 2-3 daga.

Ég prufaði Win10 á símanum mínum fyrir nokkrum mánuðum og það var virkilega flott, en hinsvegar bara aðeins of buggy til að hafa sem daily driver þá. Ég mun sennilegast prufa aftur í næstu viku þegar nokkuð stabíl útgáfa á að koma út.

Ef þú hefur áhuga á því að prufa og ert með auka 12-13þús á lausu þá mæli ég með að prufa eitt stk 920 frá Aliexpress (kostar ~$90 með free shipping). Klárlega besti sími sem þú færð fyrir peninginn. HINSVEGAR er eitt sem ber að varast, Snapchat neita að framleiða appið fyrir Windows phone, þrátt fyrir að hafa fengið source kóðan af MIKIÐ betra 3rd party appi gefins (Einn af forstjórum Snapchat er eitthvað á móti Windows).

Ég er orðinn gífurlega spenntur fyrir 950 símunum en þeir eru bara aðeins og dýrir fyrir minn smekk. Mig minnir að þeir hafi talað um í kringum 130k hérna heima. Hinsvegar myndi ég klárlega frekar fá mér þennan síma (eða iPhone) á þessu verði heldur en Android síma fyrir svipaðan pening.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf audiophile » Fim 22. Okt 2015 20:00

Er Android maður en 950 heilla alveg svakalega. Hlakka til að fá að skoða þá þegar þeir koma.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1262
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf Njall_L » Fim 22. Okt 2015 20:15

Tek undir með þér, er orðinn leiður á Android og Lumia 950 er mjög spennandi. Partur af því sem var talað um þegar Windows 10 var kynnt var að það ætti að vera hægt að setja upp Android og/eða IOS öpp á Windows 10 ef að útgefandi appsins myndi leyfa það. Hef samt ekki heyrt að þessi fítus sé orðinn virkur ennþá en þegar hann kemur þá eru Windows símar loksins orðnir eitthvað sem meðal Jón myndi skoða.
http://www.theregister.co.uk/2015/04/29 ... atibility/


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf GullMoli » Fim 22. Okt 2015 20:32

Njall_L skrifaði:Tek undir með þér, er orðinn leiður á Android og Lumia 950 er mjög spennandi. Partur af því sem var talað um þegar Windows 10 var kynnt var að það ætti að vera hægt að setja upp Android og/eða IOS öpp á Windows 10 ef að útgefandi appsins myndi leyfa það. Hef samt ekki heyrt að þessi fítus sé orðinn virkur ennþá en þegar hann kemur þá eru Windows símar loksins orðnir eitthvað sem meðal Jón myndi skoða.
http://www.theregister.co.uk/2015/04/29 ... atibility/


Já ég hef séð suma prófa þetta í Win10 betuni. Nokkur íslensk öpp hafa virkað ágætlega. Hinsvegar ef það þarf tengingu í PlayStore þá fúnkera þau ekki (Snapchat t.d.) en það kemur í ljós hvernig þetta verður þegar kerfið er officially komið út :)


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Póstkassi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf Póstkassi » Fim 22. Okt 2015 23:17

Ég er mjööög spenntur fyrir þessum síma og á 1520 en er að nota g3 vegna skort á öppum í windows, en það sem gerir mig virkilega spenntan fyrir wp10 er Project Islandwood og Project astoria sem ganga útá það að gera developers fyrir ios og android kleyft að porta kóðann sinn yfir í wp10 og hljómar það bara mjög vel. Síðan var í einni beta uppfærslu hægt að setja android öpp beint á símann og það virkaði en þó ef það byggðist á einhverri google þjónustu þá virkaði það ekki.



Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf Kristján » Fim 22. Okt 2015 23:45

Póstkassi skrifaði:Ég er mjööög spenntur fyrir þessum síma og á 1520 en er að nota g3 vegna skort á öppum í windows, en það sem gerir mig virkilega spenntan fyrir wp10 er Project Islandwood og Project astoria sem ganga útá það að gera developers fyrir ios og android kleyft að porta kóðann sinn yfir í wp10 og hljómar það bara mjög vel. Síðan var í einni beta uppfærslu hægt að setja android öpp beint á símann og það virkaði en þó ef það byggðist á einhverri google þjónustu þá virkaði það ekki.


Þetta er svo sniðug leið sem þeir eru að fara með app store hjá sér en örugglega leiðinlegt fyrir devs sem hafa verið að gera öpp fyrir windows í langann tíma.

Fyrst þetta er í bígerð þá er ég ennþá spenntari fyrir þessu.

Og ekki gleyma að 950 og 950 XL vera með augnskanna :D IRIS skanna



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Lumia 950

Pósturaf GullMoli » Fös 23. Okt 2015 00:01

Myndavélarnar í þessum símum eru líka alveg stórkostlegar. Það verður virkilega áhugavert að sjá munin á 950, iPhone og high end Android myndavélunum.
Android síminn minn er eins og mesta kartafla í samanburði við Lumia símann. Sérstaklega í low light aðstæðum. Ég gæti alveg eins farið í gluggalaust herbergi og tekið mynd af engu í stað þess að reyna að taka mynd úti að kvöldi til með honum, en Lumia síminn sogar í sig allt mögulegt ljós. Hann kemur mér alltaf á óvart.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"