...er sama ástæðan og af hverju þeir hata einstaklingshyggju. Að því að þeir þola það ekki að einhverjir hafi sjálfstæða rödd.
Vinstristefnan er sú hugmynd að fólk eigi ekki að vera einstaklingar og eigi frekar að hugsa um heildina. Að ríkið sé einhverskonar faðir. Ég held að alþjóðarstefna vinstrimanna sé bara sama dæmið en á stærri scala. Frá sjónarhorni vinstrimanna eru þjóðir eins og einstaklingar og því sé þjóðernisstefna einhverskonar einstaklingshyggja fyrir þjóðir. Þess vegna hata þeir þjóðernisstefnu, að því að á meðan þjóðir stunda hana geta þeir ekki stjórnað þeim í gegnum alheimsríkisbákn. Ég meina berið bara saman þessar mýtur sem að vinstrimenn eiga til að hrækja út úr sér:
Dæmi 1:
"Einstaklingshyggja er sú hugmynd að einhver stakur einstaklingur telji sig betri en annan!"
"Þjóðernissinar telja sig merkilegri heldur en aðrar þjóðir!"
Dæmi 2:
"Einstaklingshyggja er sú hugmynd að einstaklingurinn eigi að traðka ofan á öðrum!"
"Þjóðernisstefna er sú hugmynd að þjóðir eigi að traðka ofan á öðrum"
Dæmi 3:
"Samfélagið skiptir meira máli heldur en einstaklingurinn!"
"Mannkynið skiptir meira máli heldur en þjóðin!"
Þjóðernisstefna er í sjálfu sér bara einstaklingshyggja fyrir þjóðir sem að leyfir þeim að halda í sitt þjóðareinkenni og verja sína hagsmunni frá öðrum þjóðum og alþjóðlegum stofnunum, alveg eins og einstaklingshyggja leyfir einstaklingum að halda í sitt einkenni og verja sína hagsmunni frá öðrum einstaklingum og ríkinu. Vinstrimenn hata einstaklingshyggju og allt sem að minkar getu þeirra til að drottna yfir öðrum eins og djöfulinn sjálfan og því hata þeir þjóðernisstefnu. Þetta sést á því hvað þeir vilja komast mikið inn í ESB báknið.
Er ég ekki frekar volgur/nálægt sannleikanum með þessari kenningu minni?
Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Mér finnst alveg merkilegt að maður sem að lifir á ríkinu skili vera á móti vinstri mönnum og jafnaðarstefnu þeirra.
annars þessar mýtur sem að þú talar um, ég man ekki eftir að hafa heyrt þær.
Ef að alvöru einstaklingshyggja væri við völd þá værir þú tekjulaus.
Þá sæti ég heima hjá mér, borgaði algert lágmark í skatta og þyrfti síðan að borga hrúgu fyrir heilbrigðiskerfið, en þyrfti líka ekki að borga svona stóran hluta í samfélagið sem að þar á meðal halda uppi öryrkjum.
Tek það fram að ég er ekkert á móti því og finnst það hið besta mál, en hvernig væri nú að maður sem að lifir á kerfinu átti sig á því að jafnaðarstefna er ekki svo slæm.
annars þessar mýtur sem að þú talar um, ég man ekki eftir að hafa heyrt þær.
Ef að alvöru einstaklingshyggja væri við völd þá værir þú tekjulaus.
Þá sæti ég heima hjá mér, borgaði algert lágmark í skatta og þyrfti síðan að borga hrúgu fyrir heilbrigðiskerfið, en þyrfti líka ekki að borga svona stóran hluta í samfélagið sem að þar á meðal halda uppi öryrkjum.
Tek það fram að ég er ekkert á móti því og finnst það hið besta mál, en hvernig væri nú að maður sem að lifir á kerfinu átti sig á því að jafnaðarstefna er ekki svo slæm.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
urban skrifaði:Mér finnst alveg merkilegt að maður sem að lifir á ríkinu skili vera á móti vinstri mönnum og jafnaðarstefnu þeirra.
annars þessar mýtur sem að þú talar um, ég man ekki eftir að hafa heyrt þær.
Ef að alvöru einstaklingshyggja væri við völd þá værir þú tekjulaus.
Þá sæti ég heima hjá mér, borgaði algert lágmark í skatta og þyrfti síðan að borga hrúgu fyrir heilbrigðiskerfið, en þyrfti líka ekki að borga svona stóran hluta í samfélagið sem að þar á meðal halda uppi öryrkjum.
Tek það fram að ég er ekkert á móti því og finnst það hið besta mál, en hvernig væri nú að maður sem að lifir á kerfinu átti sig á því að jafnaðarstefna er ekki svo slæm.
1. Ef að vinstrimenn fengju að ráða að þá færi hagkerfið í rúst og þá væri ekkert velferðarkerfi til að hjálpa mér.
2. Því meira af fólki sem að vinstrimenn setja á bætur án þess að hægt sé að gefa góð rök fyrir því að því óraunhæfara verður það að þetta kerfi endist svo að öryrkjar hafa reyndar alveg gilda ástæðu til að styðja hófsemi í velferðarmálum stundum.
3. Einstaklingshyggja Vs heildarhyggja er bara scali sem að fólk er einhverstaðar á, það er enginn bara 100% eitt eða annað. Það sama gildir um þjóðernisstefnu Vs alþjóðarstefnu. Ég er til dæmis þjóðernissinaður í þeim skilingi að ég vill ekki að Ísland sé að gagna í einhver alþjóðleg samtök sem að tekur völdinn af okkur og færir þeim einhverjum trúðum út í heimi og finnst líka að Íslandi eigi að verja eiginn hagsmunni að því að aðrir gera það ekki fyrir okkur. Hinsvegar þýðir það ekki að ég vilji bara loka Ísland fra umheiminum. Við getum samt verslað við aðrar þjóðir og haft samskipti við þær.
4. Hvað er eiglega jafnaðarstefna ef að út er í það farið? Mér finnst það til dæmis ekki vera jafnaðarstefna að hafa velferðarkerfi ef að fólki er ekki refsað of mikið fyrir dugnað. Það að tryggja fólki lágmarks lífsgæði er ekki það sama og að sækast eftir jöfnuði út af fyrir sig.
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Hvernig færi hagkerfið í rúst? Það eru hægri menn sem vilja afnema alla skatta (nema þjóðkirkjuna) og allar reglur um hvernig almen starfsemi á að fara fram, T.D kvótakerfið sem kemur í veg fyrir að við ofveiðum ekki...
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Crush1234 skrifaði:Hvernig færi hagkerfið í rúst? Það eru hægri menn sem vilja afnema alla skatta (nema þjóðkirkjuna) og allar reglur um hvernig almen starfsemi á að fara fram, T.D kvótakerfið sem kemur í veg fyrir að við ofveiðum ekki...
Hægri-menn vilja ekki afnema alla skatta. Þeir vilja bara halda þeim í lágmarki. Vinstrimenn vilja líka ofast ekki beinlínis 100% skatta, en þeir eru fylgjandi ofur-sköttum. Vinstrimenn í Frakklandi létu til dæmis 70% skatt á auðmenn með fyrirsjánlegum afleiðingum. Hvað kyrkjuna varðar eru fáir hægrimenn sem að styðja það bull ennþá og þeim fækkar með hverjum deginum.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Vinstri eða hægri verða alltaf með bótakerfi, samfélagið sem við búum í myndi aldrei samþykkja annað.
Það sem mér finnst hinsvegar slæmt er þegar verið er að vega að frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir af því að það er betra fyrir meirihlutann.
Það sem mér finnst hinsvegar slæmt er þegar verið er að vega að frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir af því að það er betra fyrir meirihlutann.
-
Höfundur - Bannaður
- Póstar: 826
- Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
nidur skrifaði:Það sem mér finnst hinsvegar slæmt er þegar verið er að vega að frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir af því að það er betra fyrir meirihlutann.
Hvernig ætlar þú að reka samfélag öðruvísi? Það er verið að skerða frelsi þitt með því að hafa hámarkshraða á ökutækjum, en það eru flestir samt fylgjandi því. Þetta er bara spurning um það hversu langt er gengið. Vinstrimenn vilja ganga of langt.
-
- /dev/null
- Póstar: 1454
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Nákvæmlega það sem ég var að segja.
Persónulega finnst mér vinstri flokkarnir ganga lengra í þessu en hægri.
Persónulega finnst mér vinstri flokkarnir ganga lengra í þessu en hægri.
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
hakkarin skrifaði:nidur skrifaði:Það sem mér finnst hinsvegar slæmt er þegar verið er að vega að frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir af því að það er betra fyrir meirihlutann.
Hvernig ætlar þú að reka samfélag öðruvísi? Það er verið að skerða frelsi þitt með því að hafa hámarkshraða á ökutækjum, en það eru flestir samt fylgjandi því. Þetta er bara spurning um það hversu langt er gengið. Vinstrimenn vilja ganga of langt.
Ég mundi vilja fá smá útskýringar frá þér bara svo maður geti svarað þér:
1) Hvaða vinstri menn ertu að tala um?
2) Hvaða dæmi ertu að tala um þar sem þeir vilja ganga of langt?
Það er vel hægt að vera vinstrimaður og íhaldssamur þjóðernissinni (Hitler, Stalín, Castro, Franco ofl.) en þeir gleymdu bara að virða jafnréttishugsjónina og mannréttindi almennt, allir áttu að vera jafnir og hluti af bestu og sterkustu þjóð í heimi.
Það er líka hægt að vera vinstrimaður og frjálslyndur (Noam Chomsky), eins og femínistar, fólk sem styður hjónabönd samkynhyneigðra, fólk sem vill nýja stjórnarskrá af mannréttindaástæðum o.s.frv.
Ég held líka að þú sért að rugla þessum skýringum á þessum hugtökum...
-
- Geek
- Póstar: 837
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 146
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
National Socialism (German: Nationalsozialismus), more commonly known as Nazism.......
Ég held að þú hafir ekki hugsað þetta alveg til enda.
Ég held að þú hafir ekki hugsað þetta alveg til enda.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 919
- Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
- Reputation: 17
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ástæðan af hverju vinstrimenn hata þjóðernisstefnu
Þetta er nú frekar barnalegt hjá þér eins og flest sem frá þér kemur, þú með því að ofureinfalda málið og flokka bara vinstri og hægri setur félagshyggjusinnaðan framsóknarmann í flokk með Kim Il Sung. Reyndu að vera víðsýnn hægrimaður, það mundi gera þig einstakan :-)
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.