Smáforrit / App


Höfundur
toivido
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 01. Ágú 2009 01:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Smáforrit / App

Pósturaf toivido » Fim 01. Okt 2015 21:53

Kvöldið
Ég hef verið að spá í að gera app fyrir félagasamtök sem ég er í og ég var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð komið mér aðeins af stað og frætt mig um kostnað við þetta.
Hugmyndin er að gera svona félaga"app" þannig að það er óþarfi að gefa þetta út á app store en appið þarf að virka bæði fyrir iphone og android síma.
Í fyrsta lagi langar mig að spyrja ykkur með hvaða forriti mælið þið með að gera svona app.
Í öðru lagi langar mig að vita hvort þetta kosti eitthvað? ég sá einhverja kynningu á youtube þar sem allt var voða flott, þ.e.a.s. frítt og fljótlegt að gera "appið" en ég þarf að borga til að gefa það út. Minnir að það hafi verið 26usd en ég er ekki viss hvort það sé árlegt gjald.

Tek fram að ég er ekki tölvugúru en ég get samt bjargað mér nokkuð ágætlega :)




Saethor
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Þri 22. Jún 2010 21:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smáforrit / App

Pósturaf Saethor » Fim 01. Okt 2015 22:05

Til að byrja með þarft þú þarft gagnagrunn til þess að halda utanum "félagana". Síðann þarftu eitthverja þjónustu til þess að tala við gagnagrunninn og svo þarftu þá appið til þess að birta þetta. Allt þetta kostar peninga, kostar að hýsa gagnagrunninn og að gefa út appið kostar líka. Held að google play store sé one time fee enn apple app store árlega.

Hérna geturu fengið hugmynd um hvað þetta kostar: http://howmuchtomakeanapp.com/

Mun skynsamlegri hugmynd væri að setja upp wordpress síðu og finna eitthvað frítt plugin ofaná það sem að gerir þetta, flækjustigið í kringum það að setja þetta upp sem app er alltof dýrt fyrir eitthvað sem gerir jafn lítið og þetta. Kostar að sjálfsögðu líka en alls ekki er mun einfaldara fyrir eitthvern sem er ekki "tölvugúrú"




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Smáforrit / App

Pósturaf Klemmi » Fös 02. Okt 2015 19:47

Af hverju viltu gera app frekar en bara mobile friendly heimasíðu?

Ódýrara, einfaldara og líklegra að fólk nenni að nota, fyrst það er engin raunveruleg virkni á bakvið appið.