Everest, versta mynd ársins?
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 165
- Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
- Reputation: 55
- Staða: Ótengdur
Everest, versta mynd ársins?
Hvað eru mörg ykkar búin að sjá þessa mynd?
Þetta er einhver sú verst hæpaða mynd sem ég hef séð lengi. Þvílíkt rusl.
Það var gerð mynd um slysið árið 1997 (þ.e. myndin var gerð 1997), sú mynd er algert rusl en fangaði samt atburðina betur en þetta drasl.
Ekki bara er handritið lélegt, klippingin er líka léleg og sagan er bara samhengislaus og maður hreinlega veltir því fyrir sér hvaða tilgangi sumar persónurnar í myndinni þjónuðu.
Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina/bækurnarh þá er þetta svona álíka og að endurgera Star Wars og sleppa R2-D2 og C3PO og einni aðalpersónu í viðbót. Segjum Chewbacca.
http://www.imdb.com/title/tt0118949/ - 1997 myndin
Edit: Titill lagfærður
Þetta er einhver sú verst hæpaða mynd sem ég hef séð lengi. Þvílíkt rusl.
Það var gerð mynd um slysið árið 1997 (þ.e. myndin var gerð 1997), sú mynd er algert rusl en fangaði samt atburðina betur en þetta drasl.
Ekki bara er handritið lélegt, klippingin er líka léleg og sagan er bara samhengislaus og maður hreinlega veltir því fyrir sér hvaða tilgangi sumar persónurnar í myndinni þjónuðu.
Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina/bækurnarh þá er þetta svona álíka og að endurgera Star Wars og sleppa R2-D2 og C3PO og einni aðalpersónu í viðbót. Segjum Chewbacca.
http://www.imdb.com/title/tt0118949/ - 1997 myndin
Edit: Titill lagfærður
Síðast breytt af Klara á Mið 23. Sep 2015 11:44, breytt samtals 1 sinni.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Ef það væru margir sammála þér.. þá væri þessi mynd ekki að fá svona mikið lof út um allan heim
7,5 í einkunn á IMDB er með því betra sem myndir fá.
7,5 í einkunn á IMDB er með því betra sem myndir fá.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: Everest, versta mynd ársins!
Mér fannst hún bara ágæt. Hef ekkert kynnt mér slysið sem myndin er gerð eftir enda var ég ekki að leita eftir sögulegum heimildum heldur bara frekar góðri mynd. En það er satt sem þú segir með hvað hún er samhengislaus, allavega var það lika min tilfinning þó að ég sé ekki sammála með að klippingin hafi verið léleg. Fyrir mer fín mynd sem er nóg að sjá einu sinni.
Löglegt WinRAR leyfi
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 165
- Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
- Reputation: 55
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Glazier skrifaði:Ef það væru margir sammála þér.. þá væri þessi mynd ekki að fá svona mikið lof út um allan heim
7,5 í einkunn á IMDB er með því betra sem myndir fá.
Það er nú ekki búið að frumsýna þessa mynd um allan heim og ef ég skil þetta rétt þá verður hún frumsýnd vestanhafs á fimmtudaginn.
En ég skoðaði nú aðeins umsagnirnar á imdb og mér sýnast flestir vera að dásama sjónrænu upplifunina en ekki söguna. Ég get alveg tekið undir það að sjónrænt er þessi mynd vel unnin en það eru samt bara umbúðir.
P.S. Hér er titillinn á einni umsögninni: "another classic from Jake Gyllenhall"
P.P.S. Hér er stórmynd með Steven Seagal í aðalhlutverki - http://www.imdb.com/title/tt0116253/?ref_=fn_al_tt_1
P.P.P.S Ef þið skiljið ekki brandarann og klukkan er meira en 21 þá þurfið þið að fara að hátta.
Re: Everest, versta mynd ársins!
Glazier skrifaði:Ef það væru margir sammála þér.. þá væri þessi mynd ekki að fá svona mikið lof út um allan heim
7,5 í einkunn á IMDB er með því betra sem myndir fá.
Það er varla hægt að taka mark á imdb þegar myndin er nýkomin út.
Gefa þessu nokkra mánuði og sjá svo hvaða einkunn hún hefur.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
sopur skrifaði:Glazier skrifaði:Ef það væru margir sammála þér.. þá væri þessi mynd ekki að fá svona mikið lof út um allan heim
7,5 í einkunn á IMDB er með því betra sem myndir fá.
Það er varla hægt að taka mark á imdb þegar myndin er nýkomin út.
Gefa þessu nokkra mánuði og sjá svo hvaða einkunn hún hefur.
Hef verið að fylgjast með henni á IMDB núna frá því einkunnir byrjuðu að birtast og hefur það verið að rokka frá 7,2 - 7,8
12.000 vote ættu að gefa ágæta mynd af því hvort myndin sé eins og þráðarhöfundur orðar það "versta mynd ársins" eða hvort hún sé bara nokkuð góð.
Sjá einnig, "Aðsóknarmesta opnunarhelgi ársins"
http://www.mbl.is/folk/frettir/2015/09/ ... gi_arsins/
Þessi fullyrðing um "versta mynd ársins" meikar bara engan sense.. getur vel verið að þráðarhöfundi finnist það en heilt yfir er þessi mynd að fá vægast sagt virkilega góð viðbrögð !
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 165
- Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
- Reputation: 55
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Þetta er augljóslega mín skoðun, hvað annað.
En ertu búinn að sjá myndina Glazier?
En ertu búinn að sjá myndina Glazier?
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Klara skrifaði:Þetta er augljóslega mín skoðun, hvað annað.
En ertu búinn að sjá myndina Glazier?
Já, ég sá þessa mynd fimmtudaginn 17. sept.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Þri 04. Mar 2008 20:21
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Ég fór á hana á frumsýningardeginum og gæti ekki verið meira ósammála þér, finnst þetta vera með þeim betri myndum sem ég hef séð í langan tíma, lifði mig mjög vel inn í hana og aðstæður þeirra sem fara út í það að ganga upp Everest.
Re: Everest, versta mynd ársins!
Þessi mynd er örugglega skárri en þessar endalausu endurgerðir af superhero myndum.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 349
- Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
- Reputation: 7
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Fyrir ykkur sem eruð að tala um 7.5 á IMDB þá er sú einkun ágætlega ómarktæk. Það er ekki erfitt að búa til nokkra "feik" aðganga og spila með einkunarkerfið á þennan hátt.
http://www.imdb.com/title/tt1520498/?ref_=fn_al_tt_1
Þessi mynd er mjög gott dæmi um þetta. Rétt eftir að hún kom út var hún með um 1.5 í einkun.
11796 atkvæði af þessum 13553 gefa henni 10/10. Það er ekki beint það raunhæfasta að taka þessa einkun og segja að hún sé rétt.
Aftur á móti er síðan einnig "metascore" þar sem gagngrýnendur gefa henni einkun.
Myndin sem ég linkaði hér að ofan fær 7,2 í einkun ef litið er á IMDB einkun, metascore er samt sem áður einungis 3,2.
http://www.imdb.com/title/tt2719848/cri ... _=tt_ov_rt
Everest er með metascore upp á 6,3. Það er að mínu mati frekar einkun sem þið eigið að tala um en ekki IMDB einkunina.
http://www.imdb.com/title/tt1520498/?ref_=fn_al_tt_1
Þessi mynd er mjög gott dæmi um þetta. Rétt eftir að hún kom út var hún með um 1.5 í einkun.
11796 atkvæði af þessum 13553 gefa henni 10/10. Það er ekki beint það raunhæfasta að taka þessa einkun og segja að hún sé rétt.
Aftur á móti er síðan einnig "metascore" þar sem gagngrýnendur gefa henni einkun.
Myndin sem ég linkaði hér að ofan fær 7,2 í einkun ef litið er á IMDB einkun, metascore er samt sem áður einungis 3,2.
http://www.imdb.com/title/tt2719848/cri ... _=tt_ov_rt
Everest er með metascore upp á 6,3. Það er að mínu mati frekar einkun sem þið eigið að tala um en ekki IMDB einkunina.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Mér fannst myndin ágæt - sammála því að hún var örlítið hæpuð upp, hún var á vissan hátt látlaus og laus við óþarfa væmni, en að sama skapi fannst mér vanta uppá karakterþróun og mér fannst ég þurfa kynnast sumum betur til að hafa samúð með þeim, ekki alveg nógu mikið drama til að flokkast sem stórmynd í mínum huga. En, hún er virkilega vel gerð og þetta var án efa besta stereo (3D) mynd sem ég hef séð, mæli með að fólk sjái hana í stereo (3D). Eftirvinnslan á myndinni var að miklu leiti unnin hér á Íslandi hjá RVX og mega þeir vera verulega stoltir af framleiðslunni.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1016
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Sá hana um helgina. Gaf henni solid 7.5
Þær eru margar myndinar sem eru verri enn þetta á árinu, Skulum ekki alveg tapa okkur þrátt fyrir að mynd hafi verið hæpuð upp að hún eigi skilið svona drull
Þær eru margar myndinar sem eru verri enn þetta á árinu, Skulum ekki alveg tapa okkur þrátt fyrir að mynd hafi verið hæpuð upp að hún eigi skilið svona drull
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 165
- Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
- Reputation: 55
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
kiddi skrifaði:Mér fannst myndin ágæt - sammála því að hún var örlítið hæpuð upp, hún var á vissan hátt látlaus og laus við óþarfa væmni, en að sama skapi fannst mér vanta uppá karakterþróun og mér fannst ég þurfa kynnast sumum betur til að hafa samúð með þeim, ekki alveg nógu mikið drama til að flokkast sem stórmynd í mínum huga. En, hún er virkilega vel gerð og þetta var án efa besta stereo (3D) mynd sem ég hef séð, mæli með að fólk sjái hana í stereo (3D). Eftirvinnslan á myndinni var að miklu leiti unnin hér á Íslandi hjá RVX og mega þeir vera verulega stoltir af framleiðslunni.
Umbúðir vs. innihald ?
Re: Everest, versta mynd ársins?
Fór á hana á föstudaginn seinasta, fannst hún bara frekar góð. Var búinn að kynna mér slysið aðeins áður og fannst myndin summerize'a það mjög vel. Annars eins og hefur komið fram hér að ofan, þetta sýnir rosalega vel hvað fólk er að ganga í gegnum þegar það fer þarna upp.
I5 4670k @ 3,4| GA-Z87X-D3H| 8Gb DDR3 | Asus Gtx 770 |1TB HDD |64 GB Crucial M4| CM 720W| CM 690
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins!
Klara skrifaði:Umbúðir vs. innihald ?
Já kannski pínu - en mér fannst myndin alls ekki vond, mér fannst hún mjög fín - en hún hefði vissulega verið enn betri með sterkara handriti og sterkari persónusköpun. Umbúðirnar eru það góðar að þær réttlæta bíóferð einar og sér. Ég kom út af myndinni alveg pínu reiður út í þetta fólk sem er að asnast upp á þetta blessaða fjall og storka náttúrunni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Everest, versta mynd ársins?
Var að koma úr bíó núna,Mér fannst þessi mynd virkilega góð.Kláralega ekki versta mynd ársins! Ég fór útúr hléinu á The avangers 2 mér fannst það vera versta mynd sem ÉG sá á árinu.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |