Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Allt utan efnis

Höfundur
sitta
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 17. Sep 2014 20:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf sitta » Fim 17. Sep 2015 18:01

Hæ !

Ég hef gaman af því að hjálpa fólki en ég það vindur alltaf uppá sig og fólk gleypir mig.

Hvað er fair tímaverð án VSK(svart) ?



Skjámynd

trausti164
Geek
Póstar: 854
Skráði sig: Lau 13. Okt 2012 23:43
Reputation: 4
Staðsetning: 271 Mosfellssveit
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf trausti164 » Fim 17. Sep 2015 18:13

Með tölvumál þá?


Ryzen 5 2600x - Gtx 1060 6GB - Asus B350M TUF - 8GB Corsair Vengeance 2133Mhz DDR4 - Corsair CX550W


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf Tbot » Fim 17. Sep 2015 18:34

Hvað ertu að hjálpa með?

Það er fín regla að segja strax áður en þú gerir nokkuð að þetta kosti og gefa þá upp c.a. upphæðina.




Höfundur
sitta
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 17. Sep 2014 20:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf sitta » Fim 17. Sep 2015 19:33

Já tölvu tengt. Teamviewer og mögulega heimsókn (þurrka af ryk og tengingar)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2015 19:36

sitta skrifaði:Hæ !

Ég hef gaman af því að hjálpa fólki en ég það vindur alltaf uppá sig og fólk gleypir mig.

Hvað er fair tímaverð án VSK(svart) ?


Gerðu sama og ég gerði á sínum tíma, fáðu þér Mac og næst þegar fólk fer að kvabba þá geturðu sagt; sorry ég er ekki inn í þessu Windowsmálum lengur.
Málið dautt! :happy




Höfundur
sitta
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 17. Sep 2014 20:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf sitta » Fim 17. Sep 2015 19:39

GuðjónR skrifaði:
sitta skrifaði:Hæ !

Ég hef gaman af því að hjálpa fólki en ég það vindur alltaf uppá sig og fólk gleypir mig.

Hvað er fair tímaverð án VSK(svart) ?


Gerðu sama og ég gerði á sínum tíma, fáðu þér Mac og næst þegar fólk fer að kvabba þá geturðu sagt; sorry ég er ekki inn í þessu Windowsmálum lengur.
Málið dautt! :happy


Það er góð regla, en maður gæti misst af góðum tengslum og æfingu ef maður um leið hafnar

Ég er nánast ekki neinum tenglum við fólk fyrir utan vinnutíma og langar til að æfa samskipti við fólk án þess að það misnoti mig.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2015 19:51

sitta skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
sitta skrifaði:Hæ !

Ég hef gaman af því að hjálpa fólki en ég það vindur alltaf uppá sig og fólk gleypir mig.

Hvað er fair tímaverð án VSK(svart) ?


Gerðu sama og ég gerði á sínum tíma, fáðu þér Mac og næst þegar fólk fer að kvabba þá geturðu sagt; sorry ég er ekki inn í þessu Windowsmálum lengur.
Málið dautt! :happy


Það er góð regla, en maður gæti misst af góðum tengslum og æfingu ef maður um leið hafnar

Ég er nánast ekki neinum tenglum við fólk fyrir utan vinnutíma og langar til að æfa samskipti við fólk án þess að það misnoti mig.


Það er erfitt að gera svona lagað án þess að fólk gangi á lagið og mistnoti þig, fyrir löngu þá var ég í þessum pakka og þekki fleiri sem voru það líka og fólk er oft svo ósvífið að það jafnvel pirrast við mann ef tölvan þeirra fer að haga sér ílla og maður kemur ekki á núlleinni að laga.
Fólk heldur oft að það fái "lifetime support" ef maður hjálpar í eitt skipti með tölvu sem er hrunin eða virkar ekki sem skildi.
Svo máttu alveg búast við því að fólk hætti að hafa samband ef þú allt í einu ferð að rukka fyrir.
Þá fer það bara að misnota næsta sem er til í að gera hlutina fyrir ekkert, en kannski er það bara hið besta mál?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf AntiTrust » Fim 17. Sep 2015 20:34

Fyrir þá sem eru ekki það nærri mér hef ég oftast bara gefið í skyn að hafi lítinn tíma til að vera að standa í svona fyrir utan vinnu (sem er oftast nær engin lygi) og þá er fólk oftar en ekki fljótt að æla útúrsér "uh, ég borga þér auðvitað fyrir".

Ég er hinsvegar alveg hættur að standa í þessu fyrir þá sem ég er ekki tilbúinn að gera þetta frítt fyrir á annaðborð, löngu hættur að nenna að standa í því að útskýra fyrir fólki að þótt ég hafi sett upp OS fyrir skitinn 5kall fyrir ári síðan þýðir það ekki að ég komi og vírushreinsi tölvuna frítt í 3 ár eftir það.

If you're good at something, never do it for free.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf Klemmi » Fim 17. Sep 2015 21:06

Tek undir með þeim hér að ofan... myndi sleppa þessu.

Þegar þú ert farinn að taka eitthvað fyrir þetta, þá finnst fólki því líka fylgja ábyrgð, þú sért nú "nýbúinn" að gera við hlutinn, og þau hafi borgað þér fyrir. Hann sé bilaður aftur og þér beri að laga hann, þó svo að það séu góðar líkur á að gamla viðgerðin og sú nýja tengist ekki á nokkurn hátt.




Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf Klara » Fim 17. Sep 2015 21:43

Þetta er áhugaverður þráður.

Spurningin er kannski, viltu að fólk fari að borga þér fyrir vinnuna eða þarftu að læra að segja nei við fólk (algengt vandamál) ?

Með tímakaupið eða verkkaupið ætla ég að segja: Kippa af bjór. Hljómar það ekki sanngjarnt?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16602
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2142
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Sep 2015 22:25

Klara skrifaði:Þetta er áhugaverður þráður.

Spurningin er kannski, viltu að fólk fari að borga þér fyrir vinnuna eða þarftu að læra að segja nei við fólk (algengt vandamál) ?

Með tímakaupið eða verkkaupið ætla ég að segja: Kippa af bjór. Hljómar það ekki sanngjarnt?

Well, kippa af bjór (c.a. 2k) fyrir einn, tvo eða fleiri klukkutíma vinnu?
Og eins og klemmi benti réttilega á, um leið og þú rukkar þá ertu farin að bera ábyrgð á hlutunum.

Svo er reyndar annar póll í þessu:
sitta skrifaði:Ég er nánast ekki neinum tenglum við fólk fyrir utan vinnutíma og langar til að æfa samskipti við fólk án þess að það misnoti mig.
Það er ekki alveg nógu gott, það þurfa flestir félagsleg samskipti.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf lukkuláki » Fim 17. Sep 2015 22:53

Það er langbest að byrja bara að segja NEI sem fyrst. Án gríns.
Ég er reyndar drullu lélegur í því sjálfur en er farinn að gera það meira en áður.

Rifjum þennan þráð upp aftur eftir nokkur ár og sjáum þá hvort þú ert ekki sammála því að þú hefðir átt að segja nei.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 362
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf Diddmaster » Fim 17. Sep 2015 23:36

ég var líka alltaf að gera við alskonar og var kominn með 3 tölvur á stofugólfið og í fullri vinnu og þá varð ég að fara gera eitthvað læra segja nei eða setja upp verð setti upp 1000kell á tímann hef ekki heyrt í neinum síðan og þetta var svona sirka 2005isss ef ég er ekki tilbúinn að gera þetta frítt í dag þá segi ég bara ekkert frá því að ég kunni á þetta fékk samt eitt í fyrra svo bilaði alltaf sami hlutur 3 sinnum útaf fikti í eiganda tölvunnar og í 3 sinn sagði ég bara ekki hringja í mig aftur


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf machinefart » Fös 18. Sep 2015 00:08

Hahaha, en áhugavert að enginn hafi verið tilbúinn að borga 1000 kall á tímann þegar þetta var orðið svona mikið.

Þetta vekur samt áhugaverða hugsun, viltu, ágæti þráðarhöfundur, að traffíkin minnki eða viltu bara hafa eitthvað upp úr þessu því þú gætir jú verið að nýta tímann í ýmislegt sem gæti borgað bara ágætlega.

Ef þú vilt halda í kúnnana og bara fá smá pening með, þá myndi ég bara byrja frekar lágt og hækka svo verðið ef allt í einu er mikið að gera. Ef þú vilt hinsvegar frekar minnka businessinn, þá þarftu aðeins að fara að horfa á hvers virði þessir klukkutímar þínir eru.

Halda sama flæði price suggestion: tjah fyrst 1000 kall fældi alla frá árið 2005, þá er hægt að prufa 1000-2000 í dag. En ef það verður brjálað að gera þá skaltu ekki hika við að hækka, þú ert bara að leita að einhverskonar jafnvægispunkti álag vs reward.

Minnka álag: Ég myndi persónulega ekki setja þetta mikið fyrir neðan aðra vinnu sem gengur og gerist svart, svo sem tutoring etc, það er 3-5000 kall á tímann að minnsta kosti myndi ég halda. Í raun er bara ekkert að því að rukka 5000 kall fyrir og ef við stæðum aðeins betur saman, við kunnáttufólkið í því að gefa minna af vinnu og hugviti, þá þætti það eðlilegt, því klukkutíminn kostar miklu meira "úti í búð".

Settu komugjald, kannski 1000-2000 krónur og gengur upp í fyrsta tímann.

Mér finnst áhugavert að vita hvort þessir kunningjar finni sér nýtt fórnarlamb eða bjóðist kannski fúslega til þess að greiða fyrir vinnuna. Eins og svo margir hérna á vaktinni á maður sínar eigin reynslu sögur í þessu og oft áhugavert að sjá hvernig týpur mismunandi fólk er. Þeas sumir biðja um lítið og vilja endilega gera eitthvað í staðin á meðan maður hefur hreinlega lent í því að eyða heilu dögunum í algjört vesen bara til þess að fá símtal daginn eftir með áframhaldi eða jafnvel næsta vandamáli og maður stendur eftir spyrjandi sig hvort maður fái á annað borð takk fyrir.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1024
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf Jón Ragnar » Fös 18. Sep 2015 14:28

Ég varla nenni að laga tölvuna hjá konunni :D



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2107
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 178
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf DJOli » Fös 18. Sep 2015 15:46

Ég hef af og til síðustu 10 ár tekið að mér svona tölvugrúsk.
Ég byrjaði á því þegar ég var 15 ára, og nýlega búinn að finna winborg xp (google it srsly)
Rukkaði þá vini og kunningja 5þús kall fyrir að setja upp windows xp með öllum reklum tilbúnum osfv.
Svo tók ég mér pásu þegar ég fór að vinna við þetta sem lærlingur 2008 (sem endaði í algjöru klúðri fyrirtækisins megin).
Ég prufaði að auglýsa tölvuvinnu og það fór ekkert sérlega vel.
Eftir að ég fór að vinna sem rafvirki þá hafa hlutirnir aðeins breyst.
Ég tek bæði hvíta vinnu, og svarta.
Ég held að tíminn á hvítu með vask sé um 3500-4000kall.
Þegar ég geri þetta í mínum tíma, þá rukka ég 2000kall.
Nærrum því allir sem ég hef unnið í tölvum hjá síðan ég byrjaði að læra rafvirkjann hafa verið ánægðir.
Sá sem ekki var ánægður kom með tölvu í illa hönnuðum kassa (frá framleiðanda n.b.), vildi láta laga tölvuna, svo þegar það kom í ljós að viðgerðin myndi kosta 4-5klst (á hvítu)+9000kr fyrir hörðum diski þá vildi eigandinn bara fá tölvuna aftur, og þegar hlutir fara svoleiðis þá fell ég reikninginn niður, og set viðkomandi á bannlista.

Sá sem ég á í hvað mestum viðskiptum þessa dagana er ölverji (bytta). Hann langaði í ódýra tölvu til að læra á hana, og til að læra á fésbókina. Þetta hafa verið svona 2-3 heimsóknir í mánuði, klukkustund í senn.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


Höfundur
sitta
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 17. Sep 2014 20:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað á ég að rukka fyrir að hjálpa kunningjum?

Pósturaf sitta » Fös 18. Sep 2015 18:10

machinefart skrifaði:Hahaha, en áhugavert að enginn hafi verið tilbúinn að borga 1000 kall á tímann þegar þetta var orðið svona mikið.

Þetta vekur samt áhugaverða hugsun, viltu, ágæti þráðarhöfundur, að traffíkin minnki eða viltu bara hafa eitthvað upp úr þessu því þú gætir jú verið að nýta tímann í ýmislegt sem gæti borgað bara ágætlega.

Ef þú vilt halda í kúnnana og bara fá smá pening með, þá myndi ég bara byrja frekar lágt og hækka svo verðið ef allt í einu er mikið að gera. Ef þú vilt hinsvegar frekar minnka businessinn, þá þarftu aðeins að fara að horfa á hvers virði þessir klukkutímar þínir eru.

Halda sama flæði price suggestion: tjah fyrst 1000 kall fældi alla frá árið 2005, þá er hægt að prufa 1000-2000 í dag. En ef það verður brjálað að gera þá skaltu ekki hika við að hækka, þú ert bara að leita að einhverskonar jafnvægispunkti álag vs reward.

Minnka álag: Ég myndi persónulega ekki setja þetta mikið fyrir neðan aðra vinnu sem gengur og gerist svart, svo sem tutoring etc, það er 3-5000 kall á tímann að minnsta kosti myndi ég halda. Í raun er bara ekkert að því að rukka 5000 kall fyrir og ef við stæðum aðeins betur saman, við kunnáttufólkið í því að gefa minna af vinnu og hugviti, þá þætti það eðlilegt, því klukkutíminn kostar miklu meira "úti í búð".

Settu komugjald, kannski 1000-2000 krónur og gengur upp í fyrsta tímann.

Mér finnst áhugavert að vita hvort þessir kunningjar finni sér nýtt fórnarlamb eða bjóðist kannski fúslega til þess að greiða fyrir vinnuna. Eins og svo margir hérna á vaktinni á maður sínar eigin reynslu sögur í þessu og oft áhugavert að sjá hvernig týpur mismunandi fólk er. Þeas sumir biðja um lítið og vilja endilega gera eitthvað í staðin á meðan maður hefur hreinlega lent í því að eyða heilu dögunum í algjört vesen bara til þess að fá símtal daginn eftir með áframhaldi eða jafnvel næsta vandamáli og maður stendur eftir spyrjandi sig hvort maður fái á annað borð takk fyrir.


Ég er ekki að leita mér að vinnu. 8 - 4 vinnan er nóg.

En það er eins og ég gleymi mér á þeirri stundu sem ég er spurður. Þá er gott að vera tilbúinn með svar.

Öll svörin hérna hafa fengið mig til að hugsa. Ég er ákveðin í að segja ef einver kunningi biður um MEIRI hjálp þá sé tímaverðið mitt 4.900kr (án VSK) á tímann. Þeir sem meta mig þess virði fá að nota mitt HUGVIT (frábært ord !)