Klemmi skrifaði:Pandemic skrifaði:Það var þannig þegar ég var að vinna þarna í denn mjög algengt að þýskar/danskar/bandarískar tölvur voru keyptar inn, teknar úr kassanum og diskanir settir í dokku og fresh stýrikerfi clone-að á þá. Svo voru límmiðar límdir á lyklaborðin.
Það hefur ekkert með þetta að gera... það er auðvitað eðlilegt að taka tölvuna upp til að setja límmiða á lyklaborð
Hins vegar er ekki líklegt að við slíka vinnu sé tölvan opnuð það mikið upp að innsigli sé rofið (á þessari tölvu þurfti ekki að rjúfa innsigli til að komast í harðan disk), dreift kuski í geisladrifið, tekið plast af skjábazel (sem ég veit fyrir víst að er á nýjum svona vélum) o.s.frv.
Þetta var notuð tölva, það er engin spurning. Spurningin er hversu mikið notuð, og hvernig viðgerð hún hefur þurft.
Vildi bara benda á innsigli á kössum og öðru eru stundum rofin á vélum sem ekki er hægt að komast hjá því. En já það er auðvitað skrítið að það vanti plastið.