Ég var að uppfæra í Windows 10 í gær. Ég downloadaði Windows 10 Pro iso file sem ég skrifaði á DVD disk. Ég valdi "Keep Nothing" og hélt ég fengi Clean Install. En það var ekki clean svo ég byrjaði aftur og formattaði öll Partition manually á harða disknum og setti aftur inn Windows 10 af geisladiskinum byrjaði með algjörlega clean tölvu... að ég hélt.
Var í þessu að skoða: "Settings" -> "Network and Internet" -> "Manage Wi-Fi Settings" og þar undir: "Manage known networks". Þá sé ég í listanum nettenginguna hjá foreldrum mínum, bræðrum, tengdaforeldrum og fleiri heimilum sem tölvan hefur ekki komið nálægt eftir að ég formattaði tölvuna. Hefur einhver hugmynd hvernig í ósköpunum Windowsið grefur þetta upp?
Þetta finnst mér mjög sérstakt.