Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar


Höfundur
Jss
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf Jss » Fim 16. Júl 2015 13:25

Langar að leita ráða hjá viskubrunnunum hér.

Er búinn að velta fyrir mér uppfærslu á sjónvarpsvélinni, HTPC, hjá mér, er með Asus EeeBox 1021b í dag sem mér finnst orðin aðeins of hæg, ræður t.d. ekki lengur við HD Youtube strauma. Er að leita eftir HTPC vél sem ræður þá við stærstu 1080P strauma og ráði við almenna vinnslu án þess að koðna niður. Væri að keyra KODI en ekki verra ef hún gæti einnig transkóðað 1-2 strauma ef ég færi mig yfir í Plex og myndi þá nota sömu vél sem bæði Plex server og client.

Hverju mæla spjallverjar með sem uppfyllir eftirfarandi:

- Er ekki of plássfrek (small form factor)
- Þokkalega hljóðlát (kostur að sé hljóðlaus)
- Mikið fyrir peninginn (Value for money)
- Sé þokkalega "future proof"

Er að horfa til vélar sem væri væntanlega í gangi nánast 24/7 en þarf í raun ekki að vera með mikið geymslupláss, 200 GB+ þó æskilegt.

Til greina kæmi að versla vélina erlendis.

Hef m.a. verið að horfa á NUC vélarnar en velti fyrir mér hvort það borgi sig frekar að skoða aðra kosti, t.d. Mini-itx?

[edit]Raspberry Pi og Android box koma ekki til greina.[/edit]
Síðast breytt af Jss á Fim 16. Júl 2015 14:35, breytt samtals 2 sinnum.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf Cascade » Fim 16. Júl 2015 13:45

Er alveg must að hafa þetta líka sem server?
Ég vil alltaf hafa sem allra minnst hjá sjónvarpinu og hafa bara serverinn á stað sem pirrar engan

Raspberry pi 2 er nokkuð flott sem player
http://mymediaexperience.com/raspberry- ... h-raspbmc/

Hægt að fá það á sirka 12þús með kassa, minniskorti.

Það sem mér finnst mjög töff við það að HDMI-CEC virkar beint á þetta. Þeas hægt að nota sjónvarpssfjarstýringuna á þetta. En mér finnst mjög mikill kostur að geta notað eingöngu sjónvarpsfjarstýringuna. Ég á logitech harmony fjarstýringu, en mér finnst orginal fjarstýringin alltaf meira smooth

Á tölvum þarf alltaf að kaupa HDMI-CEC usb adapter sem kostar $45, svo mér finnst þetta kostur

Varðandi meira tölvur finnst mér eftirfarandi töff, en auðvitað er hægt að setja 200gb+ SSD í þær:

Chromebox:
http://www.amazon.com/Asus-CHROMEBOX-M0 ... B00IT1WJZQ
Hægt að fá á $180

Kóði: Velja allt

1.4 GHz Intel Celeron 2955U Processor
2GB DDR3 RAM, 16 GB SSD HDD
Intel HD graphics
Google Chrome OS

Intel HD skjástýringin sér alfarið um 1080p strauminn.

Mér finnst þetta einnig mjög heillandi fyrir að keyra Plex Theatre.

Svo væri toppurinn alltaf Intel nuc með i3

En af þessum þremur sem ég nefndi er Intel NUC með i3 það eina sem kemur til greina að keyra Plex server-a.



Skjámynd

PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf PhilipJ » Fim 16. Júl 2015 14:32

Ég er með þennan hér með i3 3220. 8gb í minni, 120 gb msata. 500 gb 2,5" disk og pláss fyrir dvd/blueray drif eða annan disk. Mjög ánægður, háværasti hlutinn er harði diskurinn og ég tek ekkert eftir því nema að ég fari alveg upp við hana.

Ég nota hana sem plex server og spilara.

Þegar ég skoða amazon sé ég að það er komin nýrri útgáfa sem styður nýrri örgjörva
http://www.amazon.com/SHUTTLE-Barebone- ... ds=shuttle




Höfundur
Jss
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf Jss » Fim 16. Júl 2015 14:35

Kannski ágætt að nefna að Android box og Raspberry Pi lausnir koma ekki til greina í þessu tilfelli. Uppfæri upphaflegt innlegg til að endurspegla það. Þakka ykkur fyrir ráðleggingarnar sem eru komnar.




Cascade
FanBoy
Póstar: 759
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf Cascade » Fim 16. Júl 2015 14:54

Þá myndi ég bara smíða fanless i3 vél.

Þetta er alveg frekar kúl:
http://forum.kodi.tv/showthread.php?tid=158909
Tikkar í flest boxin þín
Lítil, EKKERT hljóð, mjög future proof að því leiti til að ekkert mál er að uppfæra hana og öflugt hardware

Svo er alveg hægt að ræða mikið fyrir peninginn eða ekki, virðist sem þú viljir amk lausn með i3 og þá er þetta verðið

Svo er 500gb ssd kominn niður í 35þús, þá er þetta helvíti sexy vél með engu sem hreyfist




peturm
Nörd
Póstar: 124
Skráði sig: Lau 28. Mar 2009 20:50
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpsvél (HTPC) ráðleggingar

Pósturaf peturm » Fim 16. Júl 2015 14:57

Ég mæli eindregið með því að nota eitthvað eins og t.d. Roku við sjónvarpið, ekkert hljóð og engin hiti.
Keyra svo server vél sem keyrir Plex í öðru rými.