Samsung S27D590 er 27“ LED skjár með PLS panel.
Í haust ákvað ég að uppfæra skjáinn minn og fara yfir í stærri, þar sem ég spila leiki ekki það mikið fannst mér 120+hz ekki vera nauðsyn og ákvað að einbeina athygli minni að stílhreinum skjá með IPS/PLS Panel. Budget hjá mér var hógvært og ákvað ég því ekki að fara yfir í 4K skjá og á þeim tíma var enginn ultra wide skjár kominn á lager og voru þeir aðeins yfir þann pening sem ég vildi eyða.
Eftir að hafa lesið margar umfjallanir, samanburði og borið sjálfur saman skjái endaði ég á að velja þennan skjá Samsung S27D590, það sem var að heilla mig mest með hann er hve ótrúlega þunnan ramma hann er með og hve stílhreinn hann er, og ekki skemmir að hann sé með PLS panel og á ágætu verði.
Tækniupplýsingar
Stærð: 27“
Upplausn: 1920x1080 (16x9)
Skjápanell: LED PLS
Birtustig: 300cd/m2
Sjónsvið: 178° á allar vegur
Svartími: 5ms (grátt í grátt)
Tíðni: 60HZ
Því miður þá tók ég engar myndir af skjánum og pakkningum þegar ég opnaði hann og fæ því lánaðar myndir frá Samsung.
Skjárinn er mjög stílhreinn og hlutlaus, hönnunin á honum er ólík mörgum öðrum skjám og tekur maður strax eftir fætinum fyrir skjáinn,
Ramminn utan um skjáinn er ekki nema 9.5mm á þykkt og er hann áberandi þynnri en margir aðrir skjáir í sama flokki, mér finnst það mjög stór kostur að skjárinn hafi svo þunnan ramma bæði upp á að hafa „multi-monitor“ uppsetningu og svo virðist hann vera minni en hann er og tekur því minna pláss.
Auðvelt var að setja skjáinn saman, er botninum skrúfað saman við fótinn og skjánum einfaldlega rennt niður á festinguna, hinsvegar getur það verið mjög erfitt að ná honum í sundur ef fólk ætlar að pakka honum saman.
Sumir hafa verið í vandræðum að stilla hallan á skjánum en var það ekki vandamál hjá mér þar sem ég áttaði mig strax á því að styðja þarf bæði efst við skjáinn og neðst þegar verið er að ýta honum fram eða aftur þar sem fóturinn er nokkuð þunnur og ekki sá sterkbyggðasti, getur hann því ruggað smávægilega ef borðið sem hann hvílir á er óstabílt.
Með skjánum fylgdi VGA kapall, HDMI kapall, straumbreytir og leiðbeiningar/bæklingar, mjög standard innihald fyrir skjá en þæginlegt er að HDMI fylgir því það gerir það ekki með öllum skjám sem hafa HDMI.
Tengimöguleikar á skjánum eru: VGA og 2x HDMI sumir hafa kvartað yfir því að ekki var DVI tengi en truflaði það mig lítið og væri auðvelt að nota breytistykki ef það þyrfti að nota DVI.
Stjórnborðið fyrir skjáinn er lítill stýripinni í hægra horni á bakhlið skjásins, mjög þæginlegt er að renna í gegnum allar stillingar þar ef maður breyta einhverju þar, skjárinn er með nokkrar hugbúnaðarstillingar sem geta komið að góðum notum t.d. Samsung Magic Upscale og Game Mode.
Upscale er notað til að skerpa myndir sem eru í lágri upplausn og/eða óskýrar, ég sjálfur hef slökkt á því þar sem mér finnst þetta ekki vera hentugt á skjá eins og þessum sem er ekki nema 1920x1080 því ég gat séð greinilega hvar verið var að fínpússa myndina og skerpa hornin.
Hinsvegar finnst mér Game Mode stillingin algjör snilld og nota ég hana mjög mikið, þar eykst lita „contrast“ mikið á ákveðnum svæðum og verður myndin skarpari og bjartari á sumum stöðum, nota þetta mikið í mjög dimmum tölvuleikjum eða t.d. Fifa eða Formula1 leikjum til að gera litina aðeins ýktari og skemmtilegri til að horfa á.
Á heildina litið er ég alveg gríðarlega ánægður með skjáinn og skilar hann öllu því sem sagt var að hann ætti að gera. Ég var fljótari að venjast stærðinni en ég bjóst við þar sem ég var að uppfæra úr 22“ skjá og myndi ég jafnvel fá mér stærri skjá með hærri upplausn í framtíðinni ef tæknidellan tekur öll völd. Skjárinn er mjög flottur og passar því vel í stofuna þar sem ég hef mína tölvu, eina sem ég myndi vilja væri hærri upplausn en er hann ekki að keppa í þeim flokki og get ég því ekki sett út á það atriði.
Einkunn 8/10
Kostir:
Mjög þunnur rammi
Stílhreinn/flottur
Góðir litir/myndgæði
Mjög bjartur
Auðveldur í notkun/uppsetningu
Viðráðanlegt verð
Gallar:
Engin VESA festing (of þunnur)
Ekkert DVI
Samsung S27D590 umfjöllun. 27" Skjár
Re: Samsung S27D590 umfjöllun. 27" Skjár
Sæll hvernig er hann búinn að reynast þér núna? er að hugsa um Samsung 24" eða 27" D590
Thermaltake Urban S31 | ASRock Z97 Killer| Intel i5 4690K 3.5GHz - 3.9GHz | Corsair Vengeance 4 x 4GB 2400MHZ | Samsung Evo 250GB | MSI Nvidia GTX980 4GB
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Samsung S27D590 umfjöllun. 27" Skjár
jonsigmar skrifaði:Sæll hvernig er hann búinn að reynast þér núna? er að hugsa um Samsung 24" eða 27" D590
Hann hefur reynst mér ótrúlega vel Er ótrúlega sáttur með hann eina sem getur böggað mann er standurinn og það að hann lætur skjáinn stundum hristast smá, en er það eingöngu ef borðið sem hann stendur á er sjálft óstabílt.