Lane splitting er nánast skylda í flestum stórborgum heimsins, enda fáránlegt að slíkt sé ekki leyft. Einhver hérna sagði að þetta væri stórhættulegt, já ef menn eru að skjóta sér á milli bíla á mikilli ferð, en ekki ef þetta er notað rétt, sem sagt til að "þétta" td umferð við ljós og aðra tálma.
Ég mundi mun frekar vilja vera á milli tveggja bíla (sem ólíklega fara að beygja inn í hvorn annan) heldur en að vera á milli tveggja bíla sem kremja mig ef einhver sofnar á verðinum.
Eina sem að veldur því að ég stunda slíkt ekki grimmt er að ég treysti hreinlega ekki Íslenskum bílstjórum þar sem að ég veit að þetta fer örugglega óstjórnlega í taugarnar á þeim, enda einhver kominn þarna sem kemst fyrr af stað en þeir. Því er lenskan oft að gefa lítið sem ekkert pláss í miðjuna.
Ég held að ef þetta yrði gert löglegt, eins og eðlilegt er, þá mundi fólk fljótlega venjast þessu og að lokum átta sig á því að það er í raun fáránlegt að bifjól taki heilt pláss í umferðinni
Mínar tvær krónur um þetta málefni.