3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum


Höfundur
GunnarJons
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 24. Okt 2011 18:53
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf GunnarJons » Fim 26. Mar 2015 11:38

Sælir Vaktarar,

Mig langar að fá að deila með ykkur smá gleðifréttum, þar sem málið er ykkur skylt.

Við erum stöðugt að vinna í að efla vöruúrvalið hjá okkur og vinna að því að gera betur. Allnokkrir hér á Vaktinni hafa sent okkur ábendingar um hvað má betur fara hjá okkur og við erum mjög þakklátir fyrir það.

Undanfarið höfum við fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvort ekki væri hægt að fá lengri ábyrgðartíma á skjákortum og móðurborðum. Í kjölfar nánari skoðunar á því hafa Asus ákveðið að koma til móts við okkur við að lengja ábyrgðartímann. Í sameiningu bjóðum við því núna 3 ára ábyrgð af öllum skjákortum og móðurborðum frá Asus sem keypt eru hjá Tölvulistanum.

Við teljum að lenging ábyrgðarinnar hafi mikla þýðingu fyrir marga, þar sem felst töluvert öryggi í því að vita að kostnaðarsömustu íhlutir tölvunnar séu tryggðir fyrir bilunum í þrjú ár. Annað stórt atriði í þessu er lengingin á ábyrgðinni gildir líka fyrir fyrirtæki sem þýðir að ábyrgðartíminn þrefaldast úr 1 ári í 3 ár.

Samhliða þessari breytingu langaði okkur að gera eitthvað aukalega fyrir ykkur. Í takmarkaðan tíma bjóðum við Vökturum því nýju Asus STRIX 960, 970 og 980 skjákortin með betri kælingu og nýrri viftutækni á sérverðinu sem má sjá hér fyrir neðan og auðvitað með nýju 3 ára ábyrgðinni. Nóg er að nefna bara í versluninni okkar að þið séuð Vaktarar til að fá afsláttinn.

Vona að þið verðið sáttir við lengingu ábyrgðartímans og þessi sérverð.

Bestu kveðjur,

Gunnar Jónsson
Sölu- og markaðsstjóri Tölvulistans

GTX960.
Fullt verð : 49.995
Verð til Vaktara : 39.995

http://tl.is/product/strix-gtx960-dc2oc-2gd5
http://www.asus.com/Graphics_Cards/STRIXGTX960DC2OC2GD5/

GTX970.
Fullt verð : 69.990
Verð til Vaktara : 64.990

http://tl.is/product/strix-gtx970-dc2oc-4gd5
http://www.asus.com/Graphics_Cards/STRIXGTX970DC2OC4GD5/

GTX980
Fullt verð : 129.995
Verð til Vaktara : 109.990

http://tl.is/product/strix-gtx980-dc2oc-4gd5
http://www.asus.com/Graphics_Cards/STRIXGTX980DC2OC4GD5/



Skjámynd

siggi83
FanBoy
Póstar: 748
Skráði sig: Sun 27. Júl 2008 11:33
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf siggi83 » Fim 26. Mar 2015 12:25

Gildir þetta öllum verslunum ykkar?




Höfundur
GunnarJons
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 24. Okt 2011 18:53
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf GunnarJons » Fim 26. Mar 2015 12:28

Já, gildir um allt land.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf emmi » Fim 26. Mar 2015 12:45

Þið ættuð að skoða að gera slíkt hið sama fyrir MSI eigendur, MSI hefur nú verið í sölu hjá TL heillengi.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf Hannesinn » Fim 26. Mar 2015 12:47

Var akkurat að næla mér í eitt GTX970 Strix um daginn hjá ykkur. Þvílíka djöfulsins snilldin sem þetta kort er. Steinþegir á meðan það þarf ekki að puða og er frekar hljóðlátt á meðan það vinnur líka.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf emmi » Fim 26. Mar 2015 12:49

Ég tók MSI útgáfuna af GTX980 eftir að hafa lesið um marga sem eru að lenda í coil whine með STRIX kortin.



Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf Perks » Fim 26. Mar 2015 12:53

Flott mál, hrós á þetta.


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

jonno
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2008 22:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf jonno » Fös 27. Mar 2015 11:11

Flott verð hjá ykkur og 3 Ár í ábyrgð , það verður ekki betra enn þetta




SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf SolviKarlsson » Þri 28. Apr 2015 22:48

Afsakið að vekja upp "gamlan" þráð, en er þetta tilboð enn í gildi? ef svo er, hvað lengi?


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

Gunnar Andri
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 17:59
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf Gunnar Andri » Mið 29. Apr 2015 13:43

Sæll Sölvi
Gunnar Andri heiti ég og starfa í fyrirtækjaþjónustu Tölvulistans.
Þessi tilboð gilda til og með 6 maí 2015 ekki hika við að hafa samband við mig eða strákana í búðinni ef þig vantar skjákort.


Leikjavél W10 Pro
| i7 10700k | | Corsair 32GB 4x8GB 3600MHz | MSI GeForce GTX 2080ti | Asus Z490-Prime-A| Corsair RM 750| 2x Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD |Corsair 570x| ]Custom Vatnskæling EK|
Server
| i5 10600k |Artic freezer | Corsair 2*8GB |Asus Z490 |Corsair RM 850 |Samsung 500gb 980 Pro NVMe/M.2 SSD | HDD: 48Tb | Corsair 400d|

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: 3 ára ábyrgð á Asus skjákortum og móðurborðum í Tölvulistanum

Pósturaf rango » Fös 01. Maí 2015 07:45

Sælir,

Linkurinn fyrir 970 kortið sýnir 79.995,
Hefur þetta áhrif á þetta tilboð? s.s. 74995 vegna breytingarinnar?