Daginn Vaktarar,
Við, Arnar & Ívar (ekki Grant & Guðmunds!), erum búnir að vera að dunda okkur við að búa til vöruleitarvél síðastliðna mánuði og okkur finnst hún vera orðin tilbúin í beta test, við erum komnir með 20 verslanir eins og er og yfir 25.000 vörur, okkur datt í hug að vaktin væri fullkominn staður til þess að gefa fyrstu aðgangana.
Arius.is nær í vörur frá netverslunum & geymir þær á einum stað, við erum búnir að vera að fylgjast með netverslunum núna í smá tíma og geymum verðin á dögum sem Aríus nær í. Þannig getum við borið saman verðin og búið til þægilega leið til þess að fylgjast með verðbreytingum.
Aðal ástæðan fyrir þessu verkefni hjá okkur var hinsvegar þægilegri leið til þess að t.d. setja saman heila tölvu með pörtum úr hinum ýmsu verslunum. Það kannast ábyggilega flestir hérna inni við það að eyða gríðarlegum tíma í það að skanna íslenskar vefverslanir og reyna að finna besta verðið á öllum vörunum sem maður ætlar sér að versla, með 30+ glugga opna og að reyna að skrifa þetta allt niður hjá sér. Við hentum því í þessa leitarvél ásamt því að gera ykkur kleift að búa til lista. Þar getið þið sett inn vörur sem þið veljið, það er þá hægt að búa til lista sem heitir “Nýja Mulningsvélin” og sett hana alla saman inn á Arius, einnig er hægt að búa til lista og gera hann “public”, sem er þá kjörið fyrir afmælisgjafir, brúðkaupsgjafir eða að hjálpa öðrum að setja upp nýja tölvu.
Síðan geturðu auðveldlega prentað út listann ef þú vilt taka með þér í verslunina (ef þú vilt ekki versla vörurnar á netinu)
Með svona gríðarlegt magn af vörum þá er erfitt að flokka þær vel, þannig að við ákváðum að nota Machine Learning algorithma sem við kennum að þekkja vörur og getur þá flokkað vörur sem annars hefði tekið marga daga að flokka handvirkt. Hann verður síðan betri og betri því sem við kennum honum. Þetta segi ég vegna þess að stundum þá veit hann ekkert hvaða vöru hann er að skanna því við höfum aldrei sagt honum hvað það er, þannig að þið sjáið kannski nokkra brjóstarhaldara sem hann heldur að sé SSD diskur, hver hefur svo sem ekki lent í því að ruglast á því..
Leitarvélin er komin þokkalega langt eins og er, og núna langar okkur að fá álit frá ykkur yfir hvað mætti betur fara. Við höfum opnað fyrir skráningu inn á arius.is fyrir 50 notendur, svo læsist hún aftur. Ef þú hefur áhuga, skelltu þér þá yfir á arius.is og skráðu þig, við værum svo óendanlega þakklátir ef þú gætir látið okkur vita hvað þér finnst, og ef það koma upp vandamál, með því að senda okkur email á mail@arius.is.
Takk allir, bestu kveðjur
Arnar & Ívar.
Aríus.is - Vöruleitarvél
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Er einhver ástæða fyrir því að þið eruð með þetta bakvið login skjöld? Er það bara fyrir beta eða er einhver ástæða fyrir því að það er ekki hægt að nota tólið sem óþekktur notandi?
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Við erum bara í early beta stage núna og við viljum bara vera vissir um að það sé ekki allt út í fatal errors á síðunni áður en við opnum þetta meira, ákváðum að hafa þetta soft-launch og frekar að halda vel utan um þessa 50 notendur. Líka til þess að auðvelda okkur að svara feedback þegar það kemur.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Viljið þið fá komment á þetta beint inn á þennan þráð?
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Já, endilega, við erum líka að taka á móti email á mail@arius.is, en við erum að fylgjast með hérna líka að sjálfsögðu
-
- Geek
- Póstar: 804
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Þetta e flott hugmynd, mér finnst vanta að raða flokkunum upp einhvernveginn, eftir stafrófsröð helst.
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Hvati skrifaði:Þetta e flott hugmynd, mér finnst vanta að raða flokkunum upp einhvernveginn, eftir stafrófsröð helst.
Meinarðu þá að sjá alla flokkana á einni síðu eða eitthvað þannig? Við munum bæta flokkunum við í leitarniðurstöðurnar seinna, og við eigum eftir að þýða þá alla, við fengum 6 þúsund flokka frá Google sem við ætluðum að þýða bara þegar þeir byrja að fyllast, en það er ekki allt komið eins og er.
-
- Geek
- Póstar: 804
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Þegar farið er í allar vörur þá eru flokkarnir til vinstri raðaðir asnalega en það þarf væntanlega að þýða allt fyrst
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Ah já ég skil! Við hljótum að geta reddað þessu einhvern vegin! Takk fyrir ábendinguna. Við erum að vinna í þýðingunni, svo væri þá hægt að raða eftir stafrófsröð
-
- Geek
- Póstar: 804
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
En hvernig er það, hafið þið eitthvað hugsað um að sameina þær vörur sem seldar eru af nokkrum aðilum og hafa þá einhvern samanburð á þeirri síðu?
Tók líka eftir að nokkrar vörur koma inn nokkrum sinnum með eins nafni og lýsingu t.d. frá Start og Tölvutækni, sést hér: http://www.arius.is/search?q=X99-UD4
Tók líka eftir að nokkrar vörur koma inn nokkrum sinnum með eins nafni og lýsingu t.d. frá Start og Tölvutækni, sést hér: http://www.arius.is/search?q=X99-UD4
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Já við höfum rætt það, ásamt því að búa til samanburðar fídus á milli nokkra vara. Við ætlum að fara í það, það er bara erfitt að gera það vegna þess að það er alvarlegra að sameina vöru með annarri en að hafa þær sundurliðaðar eins og staðan er núna (flokkarnir eru t.d. ekki allir komnir í lag).
Við eigum eftir að brainstorma einhverjar geggjaða leið til þess að sameina vörurnar án þess að eitthvað skemmist. Við höfum reynt að taka MID á verslununum líka, en þær eru ekki allar með það. Sumar vefverslanir eru ekki með neina klassa á html-inu sínu, hvað þá almennilegt MID. Þetta gerir sameininguna rosa erfiða.
En okkur dauðlangar að bæta því við og hafa það almennilegt! Að þú getir farið inn í eina vöru og þar er listi yfir verslanir sem selja þá vöru með verðunum frá þeim öllum.
Við eigum eftir að brainstorma einhverjar geggjaða leið til þess að sameina vörurnar án þess að eitthvað skemmist. Við höfum reynt að taka MID á verslununum líka, en þær eru ekki allar með það. Sumar vefverslanir eru ekki með neina klassa á html-inu sínu, hvað þá almennilegt MID. Þetta gerir sameininguna rosa erfiða.
En okkur dauðlangar að bæta því við og hafa það almennilegt! Að þú getir farið inn í eina vöru og þar er listi yfir verslanir sem selja þá vöru með verðunum frá þeim öllum.
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Veit ekki hvort það er minn skjá en það sést mjög illa i "border" kassana kringum vörurnar og lika "leit" kassan, td þá sé ég ekki hvar jeg á að yta til að geta skrifað til að leita eftir vörur.
Svo á forsiðunni mættu þíð lika bæta við tölvur og Tölvuíhlutir flokkur.
Svo á forsiðunni mættu þíð lika bæta við tölvur og Tölvuíhlutir flokkur.
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
bigggan skrifaði:Veit ekki hvort það er minn skjá en það sést mjög illa i "border" kassana kringum vörurnar og lika "leit" kassan, td þá sé ég ekki hvar jeg á að yta til að geta skrifað til að leita eftir vörur.
Svo á forsiðunni mættu þíð lika bæta við tölvur og Tölvuíhlutir flokkur.
Takk fyrir þetta! Hvernig finnst þér leitarboxið núna? Lítur þetta eitthvað betur út hjá þér?
Og varðandi Tölvur & Tölvuíhlutir, ég skal græja það líka
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 994
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Reputation: 19
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
Ég fór nú stundum inná þessa síðu til að tékka á gömlum verðum en nú er síðan búin að vera niðri í einhvern tíma, mun hún koma aftur upp?
ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Aríus.is - Vöruleitarvél
k0fuz skrifaði:Ég fór nú stundum inná þessa síðu til að tékka á gömlum verðum en nú er síðan búin að vera niðri í einhvern tíma, mun hún koma aftur upp?
x2
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB