Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
Aggmaster
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 17:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf Aggmaster » Lau 11. Apr 2015 19:20

Veit ekki hvort þetta á heima hérna inni.
En þetta tengjist Markaðnum..
Hvað er að ske idag.
Sá að einn sem var með bilað móðurborð ætlaði sér að fá 40þúsund fyrir það.
Það var hljóðið sem ekki virkaði á móðurborðinu.
Hvað er eiginlega i gangi með fólk ætla sér að fá hundruð þúsunda fyrir notaða hluti...
Ég bara spyr þetta er náttúrlega ekki i lagi...
Gildir ekki sama lögmál um aðra notaða hluti og tölvuhluti ég bara spyr.
Vegna þess að ég get ekki séð það...
Ætti sérstaklega að gilda um þessa hluti sem eru tæknibúnaður..



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf worghal » Lau 11. Apr 2015 20:07

þetta fer rosalega eftir því hvar þessir hlutir eru auglýstir.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf Xovius » Lau 11. Apr 2015 20:12

Vaktin er yfirleitt nokkuð góð í því að láta fólk vita af því ef fólk er að okra á notuðum tölvuíhlutum



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf Hrotti » Lau 11. Apr 2015 20:17

Ég hef líka verið að velta þessu fyrir mér með ps4/xbox one, menn eru að reyna að fá hátt í 90% af nývirði fyrir notaðar vélar.

Xovius skrifaði:Vaktin er yfirleitt nokkuð góð í því að láta fólk vita af því ef fólk er að okra á notuðum tölvuíhlutum


Ekki svo mikið undanfarið, maður er búinn að sjá nokkra algerlega í ruglinu en þar sem að þeir hafa ekki beðið um verðlöggur þá segir enginn neitt.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf jericho » Lau 11. Apr 2015 20:40

Ég myndi segja að ef hluturinn er ekki nýr úr búðinni, þá væri 70% af lægsta verðinu sem maður finnur úr e-i búð (30% afsláttur) ALGJÖRT MAX fyrir hlutinn, þótt hann hafi aldrei verið notaður og sé enn í fullri ábyrgð. Þetta á almennt við um alla hluti. Bara mín skoðun.

edit: orðalag
Síðast breytt af jericho á Lau 11. Apr 2015 20:42, breytt samtals 3 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Tengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf rapport » Lau 11. Apr 2015 20:40

Málið er kannski líka að það er miklu minna um notaða hluti í dag en oft áður, minna framboð og fleiri sem bítast um það sem kemur aftur í sölu.

Oft finnst mér notaðir hlutir allt of lítils virði hérna á Íslandi m.v. hvað hægt er að selja/kaupa þá á erlendis.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf Xovius » Lau 11. Apr 2015 21:44

Hlutir eru náttúrulega bara jafn mikils virði og fólk er til í að borga fyrir þá




Höfundur
Aggmaster
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 17:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf Aggmaster » Sun 12. Apr 2015 08:25

Já það er rétt hjá þér Xovius...En það má nú muna um minna..Hafið þið aldrei farið á Reihjólauppboð hjá Löggunni..Það minnir mig óneytanlega á...
Þessa umræðu..Þar sem mann buðu og buðu þangað til að þetta var komið langt út fyrir öll raunsæis mörk.Og annað menn vissu ekkert hvað þeir voru ap kaupa....Bara sáu það..Það er það sama með tölvuhluti þú veist nákvæmlega ekkert hvort hluturinn er bilaður eða gæti verið að fara að bila....



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Tengdur

Re: Fáránlega dýrir notaðir tölvuhlutir

Pósturaf rapport » Sun 12. Apr 2015 11:38

Aggmaster skrifaði:Já það er rétt hjá þér Xovius...En það má nú muna um minna..Hafið þið aldrei farið á Reihjólauppboð hjá Löggunni..Það minnir mig óneytanlega á...
Þessa umræðu..Þar sem mann buðu og buðu þangað til að þetta var komið langt út fyrir öll raunsæis mörk.Og annað menn vissu ekkert hvað þeir voru ap kaupa....Bara sáu það..Það er það sama með tölvuhluti þú veist nákvæmlega ekkert hvort hluturinn er bilaður eða gæti verið að fara að bila....


Það er kannski málið að hér á Vaktinni þá fer gott rep langa leið með að vera ígildi ábyrgðar.

Þetta er ekki bland.is, ef þú ert "svikinn" hér á einhvern hátt þá er yfirleitt einhver sanngjarn á hinum endanum sem kemur á móts við þig, þ.e.a.s. ef þú verslaðir ekki við einhvern nýgræðing.